Erfitt að manna teymi í barnageðlækningum Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2019 06:30 Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er afar illa mannað en 12. apríl hættir eini sálfræðingurinn í teyminu störfum á sjúkrahúsinu. Þá eru aðeins eftir einn iðjuþjálfi og geðlæknir í hálfri stöðu sem starfar frá Reykjavík. Auglýst var eftir sálfræðingi á síðasta ári og sótti einn um stöðuna en hætti við. Þá voru tveir sálfræðingar starfandi við teymið. Annar þeirra hætti síðastliðið haust og hinn mun hætta um miðjan apríl að óbreyttu. Alice Harpa Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, segir mönnunina ekki eins og best verður á kosið og það geti gengið erfiðlega að sinna skyldum gagnvart upptökusvæði stofnunarinnar, en SAk á að sinna bæði Norðurog Austurlandi. „Fjöldi mála sem koma inn á borð BUG-teymis er mikill og það segir sig því sjálft að við værum til í að hafa betri mönnun. Við erum að vinna í að fullmanna teymið og ég á von á að það náist á næstunni. Á meðan leysum við málin með öðrum leiðum svo ekki myndist skörð í þjónustuna,“ segir Alice Harpa. Alice Harpa er bjartsýn á að manna teymið. Eins og staðan sé hins vegar núna er ekkert í hendi og ef áfram heldur sem horfir verður aðeins iðjuþjálfi í fullu starfi við teymið eftir rúman hálfan mánuð. „Við erum að skoða ákveðnar leiðir og ég tel að við náum að manna þetta teymi á næstunni. Bráðamálum er að sjálfsögðu sinnt strax. Áhersla okkar er sem fyrr að tryggja góða og örugga þjónustu fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Alice Harpa. Mikið hefur verið rætt um barna- og unglingageðlækningar á síðustu misserum og á sama tíma eru biðlistar hjá BUGL í Reykjavík. Einnig hefur verið erfitt að manna sérfræðistöður á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðustu árin og hefur Fréttablaðið áður greint frá því, þó að það hafi færst til betri vegar á allra síðustu misserum. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Barna- og unglingageðteymi Sjúkrahússins á Akureyri, SAk, er afar illa mannað en 12. apríl hættir eini sálfræðingurinn í teyminu störfum á sjúkrahúsinu. Þá eru aðeins eftir einn iðjuþjálfi og geðlæknir í hálfri stöðu sem starfar frá Reykjavík. Auglýst var eftir sálfræðingi á síðasta ári og sótti einn um stöðuna en hætti við. Þá voru tveir sálfræðingar starfandi við teymið. Annar þeirra hætti síðastliðið haust og hinn mun hætta um miðjan apríl að óbreyttu. Alice Harpa Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs Sjúkrahússins á Akureyri, segir mönnunina ekki eins og best verður á kosið og það geti gengið erfiðlega að sinna skyldum gagnvart upptökusvæði stofnunarinnar, en SAk á að sinna bæði Norðurog Austurlandi. „Fjöldi mála sem koma inn á borð BUG-teymis er mikill og það segir sig því sjálft að við værum til í að hafa betri mönnun. Við erum að vinna í að fullmanna teymið og ég á von á að það náist á næstunni. Á meðan leysum við málin með öðrum leiðum svo ekki myndist skörð í þjónustuna,“ segir Alice Harpa. Alice Harpa er bjartsýn á að manna teymið. Eins og staðan sé hins vegar núna er ekkert í hendi og ef áfram heldur sem horfir verður aðeins iðjuþjálfi í fullu starfi við teymið eftir rúman hálfan mánuð. „Við erum að skoða ákveðnar leiðir og ég tel að við náum að manna þetta teymi á næstunni. Bráðamálum er að sjálfsögðu sinnt strax. Áhersla okkar er sem fyrr að tryggja góða og örugga þjónustu fyrir okkar skjólstæðinga,“ segir Alice Harpa. Mikið hefur verið rætt um barna- og unglingageðlækningar á síðustu misserum og á sama tíma eru biðlistar hjá BUGL í Reykjavík. Einnig hefur verið erfitt að manna sérfræðistöður á Sjúkrahúsinu á Akureyri síðustu árin og hefur Fréttablaðið áður greint frá því, þó að það hafi færst til betri vegar á allra síðustu misserum.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira