Sterling: Kominn tími til þess að fólkið sem ræður taki á kynþáttaníði Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 26. mars 2019 08:30 Sterling fagnar marki sínu í gærkvöld vísir/getty Sigur Englands á Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 stendur í skugganum af kynþáttaníði sem leikmenn Englands sátu undir frá stuðningsmönnum Svartfjallalands. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, varð sjálfur vitni af því þegar stuðningsmenn heimamanna í Svartfjallalandi nýddust á Danny Rose. Þá sagði Callum Hudson-Odoi frá því að hann hafi orðið var við kynþáttaníð úr stúkunni og Raheem Sterling setti á Twitter í gærkvöldi mynd af sér þar sem hann er með hendurnar á eyrunum og sagði „besta leiðin til þess að slökkva í höturunum, og já ég á við rasista.“ Sterling hefur áður orðið fyrir kynþáttaníði í vetur, þar á meðal heima fyrir í Englandi. Eftir leikinn í gærkvöld, sem England vann 5-1 og Sterling var á meðal markaskorara, var hann spurður að því hvort refsa ætti fyrir hegðun stuðningsmannanna með því að spila næstu leiki fyrir luktum dyrum. „Já. Það þarf að refsa þeim alvarlega til þess að þeir hugsi sig um áður en þeir gera þetta aftur,“ sagði Sterling.Best way to silence the haters (and yeah I mean racists) #2019 #getsomeeducationpic.twitter.com/ohhkOJtdey — Raheem Sterling (@sterling7) March 25, 2019 „Það er kominn tími til þess að fólkið sem ræður seti alvöru stimpil á þetta. Hversu mikið gerir það að sekta bara?“ „Það verður að refsa harðar, refsa öllum stuðningsmönnunum og banna þeim að fara á leiki. Ef liðið þeirra þarf að spila án stuðningsmanna þá verður það erfiðara fyrir liðið og stuðningsmennirnir munu hugsa sig tvisvar um.“ Regluverk UEFA segir að kynþáttaníði frá stuðningsmönnum skuli refsa með að minnsta kosti hluta af stúkunni lokaðri í næstu leikjum. Sterling sagði þó eftir leikinn að hann hafi sjálfur ekki heyrt neitt í þessum tiltekna leik, en hann heyrði af því frá Danny Rose. Spurður út í fagnið þar sem hann setti hendurnar á eyrun sagði Sterling: „Ég vildi bara sýna þeim að þeir þurfa að gera meira en þetta til þess að koma okkur úr jafnvægi og stoppa okkur. Við vitum allir hver húðlitur okkar er, svo ég veit ekki afhverju þetta er svona mikið mál, það er ekki eins og þeir séu að segja okkur eitthvað nýtt.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
Sigur Englands á Svartfjallalandi í undankeppni EM 2020 stendur í skugganum af kynþáttaníði sem leikmenn Englands sátu undir frá stuðningsmönnum Svartfjallalands. Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, varð sjálfur vitni af því þegar stuðningsmenn heimamanna í Svartfjallalandi nýddust á Danny Rose. Þá sagði Callum Hudson-Odoi frá því að hann hafi orðið var við kynþáttaníð úr stúkunni og Raheem Sterling setti á Twitter í gærkvöldi mynd af sér þar sem hann er með hendurnar á eyrunum og sagði „besta leiðin til þess að slökkva í höturunum, og já ég á við rasista.“ Sterling hefur áður orðið fyrir kynþáttaníði í vetur, þar á meðal heima fyrir í Englandi. Eftir leikinn í gærkvöld, sem England vann 5-1 og Sterling var á meðal markaskorara, var hann spurður að því hvort refsa ætti fyrir hegðun stuðningsmannanna með því að spila næstu leiki fyrir luktum dyrum. „Já. Það þarf að refsa þeim alvarlega til þess að þeir hugsi sig um áður en þeir gera þetta aftur,“ sagði Sterling.Best way to silence the haters (and yeah I mean racists) #2019 #getsomeeducationpic.twitter.com/ohhkOJtdey — Raheem Sterling (@sterling7) March 25, 2019 „Það er kominn tími til þess að fólkið sem ræður seti alvöru stimpil á þetta. Hversu mikið gerir það að sekta bara?“ „Það verður að refsa harðar, refsa öllum stuðningsmönnunum og banna þeim að fara á leiki. Ef liðið þeirra þarf að spila án stuðningsmanna þá verður það erfiðara fyrir liðið og stuðningsmennirnir munu hugsa sig tvisvar um.“ Regluverk UEFA segir að kynþáttaníði frá stuðningsmönnum skuli refsa með að minnsta kosti hluta af stúkunni lokaðri í næstu leikjum. Sterling sagði þó eftir leikinn að hann hafi sjálfur ekki heyrt neitt í þessum tiltekna leik, en hann heyrði af því frá Danny Rose. Spurður út í fagnið þar sem hann setti hendurnar á eyrun sagði Sterling: „Ég vildi bara sýna þeim að þeir þurfa að gera meira en þetta til þess að koma okkur úr jafnvægi og stoppa okkur. Við vitum allir hver húðlitur okkar er, svo ég veit ekki afhverju þetta er svona mikið mál, það er ekki eins og þeir séu að segja okkur eitthvað nýtt.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
Danny Rose varð fyrir kynþáttaníði í kvöld: „Þetta er ekki boðlegt“ Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, staðfesti eftir leik Englands gegn Svartfjallalandi í kvöld að Danny Rose, bakvörður Englands, hafi orðið fyrir kynþáttaníði. 25. mars 2019 22:19