Deila um 300 milljónir til endurbóta á Óðinstorgi Atli Ísleifsson skrifar 22. mars 2019 13:24 Ætlunin er að koma fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Reykjavíkurborg Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bjóða skuli út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 300 milljónir króna og hafa borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt forgangsröðun meirihlutans. Borgarráð tók málið fyrir á fundi sínum í gær og sátu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu málsins. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í maí og að þeim ljúki í september næstkomandi. Í bréfi frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að framkvæmdir á Óðinstorgi felist í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu. „Komið verður fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Framkvæmdir í Týsgötu fela í sér endurnýjun yfirborðs götu og göngusvæða auk gróðursetningar. Verkið er samstarfsverkefni með Veitum ohf sem endurnýja fráveitulagnir, hitaveitu, kalt vatn og raflagnir,“ segir í bréfinu. Vinningstillögur í hönnunarsamkeppni um Óðinstorg voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur 2015.Mynd úr vinningstillögu sem kynnt var árið 2015.ReykjavíkurborgVerkefni sem þolir bið Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins létu bóka að þeir leggist gegn þeirri forgangsröðun sem verkefnið Óðinstorg og önnur álíka, beri vitni um. Þoli þau vel bið. „Þó það sé vissulega mikilvægt að bæta borgarlandið eru önnur verkefni sem ekki er gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun brýnni. Má hér nefna skólahúsnæði reykvískra barna sem þurfa að hafa forgang. Hér er um að ræða 300 milljónir kr. samkvæmt áætlun en nýleg dæmi eru um hressilega framúrkeyrslu verkefna. Þá er óvissa um viðbótarkostnað vegna fornleifa. Uppsafnaður skortur á viðhaldi undir stjórn núverandi meirihlutaflokka hefur valdið ómældum skaða. Ljóst er að fara þarf í fjárfrekar viðhaldsframkvæmdir á skólahúsnæði borgarinnar sem ættu að vera ofar á forgangslistanum. Þetta er skýrt dæmi um ranga forgangsröðun í rekstri borgarinnar,“ segir í bókun borgarfulltrúa minnihlutans.ReykjavíkurborgVísað til föðurhúsanna Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna svöruðu því til að lengi hafi staðið til að taka Óðinstorg í gegn. Hafi verkefni sem falla undir Torg í biðstöðu heppnast afar vel, en þar séu gerðar tilraunir með að nýta borgarrýmið, torg, götur og bílastæði á nýjan hátt. „Forgangsröðun meirihlutaflokka borgarstjórnar í fjárfestingaáætlun hefur einmitt einkennst af áherslu á viðhald og framkvæmdir í skólahúsnæði, frístundaheimilum og leikskólum um alla borg og ummælum um viðhaldsleysi vísað til föðurhúsanna,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa meirihlutaflokkanna. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að bjóða skuli út framkvæmdir við endurgerð Óðinstorgs og Týsgötu að hluta. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 300 milljónir króna og hafa borgarfulltrúar minnihlutans gagnrýnt forgangsröðun meirihlutans. Borgarráð tók málið fyrir á fundi sínum í gær og sátu borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu málsins. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í maí og að þeim ljúki í september næstkomandi. Í bréfi frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar segir að framkvæmdir á Óðinstorgi felist í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu. „Komið verður fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Framkvæmdir í Týsgötu fela í sér endurnýjun yfirborðs götu og göngusvæða auk gróðursetningar. Verkið er samstarfsverkefni með Veitum ohf sem endurnýja fráveitulagnir, hitaveitu, kalt vatn og raflagnir,“ segir í bréfinu. Vinningstillögur í hönnunarsamkeppni um Óðinstorg voru kynntar í Ráðhúsi Reykjavíkur 2015.Mynd úr vinningstillögu sem kynnt var árið 2015.ReykjavíkurborgVerkefni sem þolir bið Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins létu bóka að þeir leggist gegn þeirri forgangsröðun sem verkefnið Óðinstorg og önnur álíka, beri vitni um. Þoli þau vel bið. „Þó það sé vissulega mikilvægt að bæta borgarlandið eru önnur verkefni sem ekki er gert ráð fyrir á fjárhagsáætlun brýnni. Má hér nefna skólahúsnæði reykvískra barna sem þurfa að hafa forgang. Hér er um að ræða 300 milljónir kr. samkvæmt áætlun en nýleg dæmi eru um hressilega framúrkeyrslu verkefna. Þá er óvissa um viðbótarkostnað vegna fornleifa. Uppsafnaður skortur á viðhaldi undir stjórn núverandi meirihlutaflokka hefur valdið ómældum skaða. Ljóst er að fara þarf í fjárfrekar viðhaldsframkvæmdir á skólahúsnæði borgarinnar sem ættu að vera ofar á forgangslistanum. Þetta er skýrt dæmi um ranga forgangsröðun í rekstri borgarinnar,“ segir í bókun borgarfulltrúa minnihlutans.ReykjavíkurborgVísað til föðurhúsanna Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna svöruðu því til að lengi hafi staðið til að taka Óðinstorg í gegn. Hafi verkefni sem falla undir Torg í biðstöðu heppnast afar vel, en þar séu gerðar tilraunir með að nýta borgarrýmið, torg, götur og bílastæði á nýjan hátt. „Forgangsröðun meirihlutaflokka borgarstjórnar í fjárfestingaáætlun hefur einmitt einkennst af áherslu á viðhald og framkvæmdir í skólahúsnæði, frístundaheimilum og leikskólum um alla borg og ummælum um viðhaldsleysi vísað til föðurhúsanna,“ segir í bókun borgarráðsfulltrúa meirihlutaflokkanna.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira