Aðför að tjáningarfrelsi Hanna Katrín Friðriksson og Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar 22. mars 2019 08:00 Ríkisstjórn, sem lofar í stjórnarsáttmála sínum að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks, ætlar nú að breyta almennum hegningarlögum á þann veg að þrengja ákvæði um hatursorðræðu. Breytingin þýðir, að mun erfiðara verður að fá nokkurn mann dæmdan fyrir hatursorðræðu í garð annarra vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Tilefni breytinganna virðist vera tveir dómar Hæstaréttar þar sem menn voru sakfelldir fyrir ummæli um hinsegin fólks. Við slíkt má ekki búa, að mati ríkisstjórnarinnar, sem lætur eins og tilgangur breytingarinnar sé að auka tjáningarfrelsi. Allt það fólk, sem tilheyrir þeim hópum sem ákvæðinu er ætlað að vernda, getur upplýst ríkisstjórnina um að hatursorðræða er í sjálfu sér ofbeldi. Orð meiða. Löggjafanum hefur sem betur fer lengi þótt ástæða til að koma í veg fyrir að einhverjir geti, í nafni tjáningarfrelsis, rógborið, hætt, smánað eða ógnað þeim hópum, sem eiga undir högg að sækja. Upphaflega var ákvæði um það sem almennt er kallað hatursorðræða bætt inn í almenn hegningarlög hér á landi árið 1973. Því hefur tvívegis verið breytt, í báðum tilvikum til að vernd þess nái örugglega til fleiri hópa. Árið 1996 var kynhneigð bætt við og kynvitund 2014, auk annarra breytinga sem lutu að því að skýra ákvæðið betur. Núna þegar lögin virka í raun eins og til er ætlast virðist ríkisstjórnin, sem ætlar að koma okkur í fremstu röð, vakna upp við vondan draum. Og viðbrögðin eru að þrengja ákvæðið með því að bæta við að háttsemin verði að teljast til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega vísað til tveggja dóma Hæstaréttar frá 2017, þar sem menn voru dæmdir fyrir ummæli um hinsegin fólk. Í öðrum þeirra vísaði Hæstiréttur til þess að hinum ákærða væri tryggt tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá en gagnstætt þeim réttindum hans stæðu réttindi samkynhneigðra til að njóta eins og aðrir friðhelgi einkalífs síns, „svo og jafnræðis og mannréttinda á við aðra án tillits til kynhneigðar þeirra“. Hvernig ríkisstjórnin getur lesið úr þessu einhverja hvatningu til að þrengja ákvæði um hatursorðræðu er gjörsamlega óskiljanlegt. Tólf umsagnir hafa nú borist allsherjar- og menntamálanefnd, sem fjallar um frumvarpið til þrengingar á ákvæði um hatursorðræðu. Í ellefu þessara umsagna, frá ýmsum samtökum hinsegin fólks, samtökum fatlaðra, mannréttindaskrifstofum, Kvenréttindasambandinu og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er sama krafa til Alþingis Íslendinga: Ekki samþykkja þessa breytingu, hún er vond, hún vegur að öryggi þeirra hópa sem ákvæði laganna á að vernda. Ekki „auka tjáningarfrelsi“ meirihlutans á kostnað jaðarhópa samfélagsins. Ljót og hatursfull orðræða sem er til þess fallin að vekja ótta og óöryggi gengur gegn tjáningarfrelsi í samfélaginu. Orðræðan getur leitt til þess að þeir sem fyrir henni verða geti ekki nýtt tjáningarfrelsi sitt óhindrað, því óttinn er sterkt afl. Boðaðar breytingar á lögum eru aðför að tjáningarfrelsi. Svo einfalt er það. Er þöggun jaðarhópa í íslensku samfélagi sjálfstætt markmið sitjandi ríkisstjórnar?Höfundar eru hjón. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hanna Katrín Friðriksson Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn, sem lofar í stjórnarsáttmála sínum að koma Íslandi í fremstu röð í málefnum hinsegin fólks, ætlar nú að breyta almennum hegningarlögum á þann veg að þrengja ákvæði um hatursorðræðu. Breytingin þýðir, að mun erfiðara verður að fá nokkurn mann dæmdan fyrir hatursorðræðu í garð annarra vegna þjóðernis, litarháttar, kynþáttar, trúarbragða, kynhneigðar eða kynvitundar. Tilefni breytinganna virðist vera tveir dómar Hæstaréttar þar sem menn voru sakfelldir fyrir ummæli um hinsegin fólks. Við slíkt má ekki búa, að mati ríkisstjórnarinnar, sem lætur eins og tilgangur breytingarinnar sé að auka tjáningarfrelsi. Allt það fólk, sem tilheyrir þeim hópum sem ákvæðinu er ætlað að vernda, getur upplýst ríkisstjórnina um að hatursorðræða er í sjálfu sér ofbeldi. Orð meiða. Löggjafanum hefur sem betur fer lengi þótt ástæða til að koma í veg fyrir að einhverjir geti, í nafni tjáningarfrelsis, rógborið, hætt, smánað eða ógnað þeim hópum, sem eiga undir högg að sækja. Upphaflega var ákvæði um það sem almennt er kallað hatursorðræða bætt inn í almenn hegningarlög hér á landi árið 1973. Því hefur tvívegis verið breytt, í báðum tilvikum til að vernd þess nái örugglega til fleiri hópa. Árið 1996 var kynhneigð bætt við og kynvitund 2014, auk annarra breytinga sem lutu að því að skýra ákvæðið betur. Núna þegar lögin virka í raun eins og til er ætlast virðist ríkisstjórnin, sem ætlar að koma okkur í fremstu röð, vakna upp við vondan draum. Og viðbrögðin eru að þrengja ákvæðið með því að bæta við að háttsemin verði að teljast til þess fallin að hvetja til eða kynda undir hatri, ofbeldi eða mismunun. Í greinargerð með frumvarpinu er sérstaklega vísað til tveggja dóma Hæstaréttar frá 2017, þar sem menn voru dæmdir fyrir ummæli um hinsegin fólk. Í öðrum þeirra vísaði Hæstiréttur til þess að hinum ákærða væri tryggt tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá en gagnstætt þeim réttindum hans stæðu réttindi samkynhneigðra til að njóta eins og aðrir friðhelgi einkalífs síns, „svo og jafnræðis og mannréttinda á við aðra án tillits til kynhneigðar þeirra“. Hvernig ríkisstjórnin getur lesið úr þessu einhverja hvatningu til að þrengja ákvæði um hatursorðræðu er gjörsamlega óskiljanlegt. Tólf umsagnir hafa nú borist allsherjar- og menntamálanefnd, sem fjallar um frumvarpið til þrengingar á ákvæði um hatursorðræðu. Í ellefu þessara umsagna, frá ýmsum samtökum hinsegin fólks, samtökum fatlaðra, mannréttindaskrifstofum, Kvenréttindasambandinu og Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, er sama krafa til Alþingis Íslendinga: Ekki samþykkja þessa breytingu, hún er vond, hún vegur að öryggi þeirra hópa sem ákvæði laganna á að vernda. Ekki „auka tjáningarfrelsi“ meirihlutans á kostnað jaðarhópa samfélagsins. Ljót og hatursfull orðræða sem er til þess fallin að vekja ótta og óöryggi gengur gegn tjáningarfrelsi í samfélaginu. Orðræðan getur leitt til þess að þeir sem fyrir henni verða geti ekki nýtt tjáningarfrelsi sitt óhindrað, því óttinn er sterkt afl. Boðaðar breytingar á lögum eru aðför að tjáningarfrelsi. Svo einfalt er það. Er þöggun jaðarhópa í íslensku samfélagi sjálfstætt markmið sitjandi ríkisstjórnar?Höfundar eru hjón.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun