Meint harðræði við mótmælendur til nefndar um eftirlit með lögreglu Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 21. mars 2019 10:21 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, á fundinum í morgun. vísir/vilhelm Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan slíkt er gert frá árinu 2009. Í viðtali við Vísi daginn eftir tók aðalvarðstjóri lögreglu ekki undir það að lögreglan hafi beitt harðræði og sagði hann þjóðerni mótmælenda engu skipta. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur mánuð til að greina erindið og senda það áfram til meðferðar hjá réttu embætti. Það embætti sem fær málið til meðferðar hefur síðan þrjá mánuði til að bregðast við. Þegar embættið hefur síðan brugðist við kvörtuninni eða eftir atvikum kæru, þá ef mál fer til saksóknara, ber að upplýsa nefndina um niðurstöðuna. Nefndin fær þá málið aftur til sín og fer yfir það. Hún getur þá, ef tilefni er til, komið að óbindandi tilmælum eða ábendingum um það sem betur má fara. Þannig er minnsti málsmeðferðartími fjórir mánuðir. Á fundinum kom fram að nefndin myndi geta staðið við að greina málið og senda það áfram innan mánaðar.Uppfært klukkan 11:38: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefði fjóra mánuði til að greina málið. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt. Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24 Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Aðgerðir lögreglu vegna mótmæla á Austurvelli undanfarna daga eru komnar inn á borð nefndar um eftirlit með lögreglu. Mótmælin hófust í síðustu viku en tilefni þeirra eru aðstæður hælisleitenda hér á landi. Til stimpinga kom á Austurvelli þann 11. mars vegna tilraunar mótmælenda til að tjalda og vildu margir meina að lögreglan hefði gengið of hart fram gagnvart mótmælendum. Piparúða var meðal annars beitt en það er í fyrsta skipti síðan slíkt er gert frá árinu 2009. Í viðtali við Vísi daginn eftir tók aðalvarðstjóri lögreglu ekki undir það að lögreglan hafi beitt harðræði og sagði hann þjóðerni mótmælenda engu skipta. Opinn fundur allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis um aðgerðir lögreglu hófst klukkan 8:30 í morgun. Á meðal þeirra sem komu fyrir nefndina voru þau Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Fram kom í máli Sigríðar Bjarkar að aðgerðir lögreglu væru komnar til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglunnar. Málið yrði yfirfarið af óháðum aðilum en fullt af myndefni er til frá Austurvelli, ekki síst frá 11. mars. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur mánuð til að greina erindið og senda það áfram til meðferðar hjá réttu embætti. Það embætti sem fær málið til meðferðar hefur síðan þrjá mánuði til að bregðast við. Þegar embættið hefur síðan brugðist við kvörtuninni eða eftir atvikum kæru, þá ef mál fer til saksóknara, ber að upplýsa nefndina um niðurstöðuna. Nefndin fær þá málið aftur til sín og fer yfir það. Hún getur þá, ef tilefni er til, komið að óbindandi tilmælum eða ábendingum um það sem betur má fara. Þannig er minnsti málsmeðferðartími fjórir mánuðir. Á fundinum kom fram að nefndin myndi geta staðið við að greina málið og senda það áfram innan mánaðar.Uppfært klukkan 11:38: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefði fjóra mánuði til að greina málið. Það er ekki rétt og hefur verið leiðrétt.
Hælisleitendur Lögreglan Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24 Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15 Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Mótmælendur hafna því að hafa hindrað aðgengi að þinghúsinu Segja frásögn lögreglunnar ekki sannleikanum samkvæm. 19. mars 2019 15:24
Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45
Lögreglan á fund þingnefndar vegna harðræðis á Austurvelli Þingmenn í minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar óskuðu eftir fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu til að svara fyrir harðræði. Formaður nefndarinnar fordæmir umgengni mótmælenda. 20. mars 2019 07:15
Lögreglan sver af sér rasisma og harðræði Varðstjóri segir mótmælendur hafa óhlýðnast og ráðist á lögreglumenn. 12. mars 2019 11:15