Dæmd til að greiða tæpar 11 milljónir í bætur vegna leyndra galla á húsi Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2019 10:14 Dómurinn var birtur á vef Héraðsdóms Suðurlands í gær. fbl/eyþór Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt hjón til að greiða öðrum hjónum tæpar ellefu milljónir króna í bætur vegna leyndra galla á húsi á Selfossi sem gekk þeirra á milli í kaup og sölu árið 2016. Um er að ræða hús sem var byggt árið 2005. Hjónin sem dæmd voru til greiðslu bóta höfðu keypt það fokhelt árið 2006 og búið í því allt þar til þau seldu húsið árið 2016. Hjónin sem seldu sáu um alla smíði og framkvæmdir í húsinu en eiginmaðurinn er löggiltur fasteignasali. Húsið er 192 fermetrar að stærð en kaupverð þess var 43,5 milljónir króna. Aðila málsins greindi á hversu oft kaupendurnir skoðuðu húsið. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að kaupendur hafi skoðað húsið tvisvar í apríl 2016 og í um klukkustund þegar eignin var afhent í júlí sama ár. Seljendurnir vildu meina að kaupendur hafi skoðað eignina gaumgæfilega fjórum sinnum áður en þeir gerðu tilboð. Eignin hafi verið skoðuð aftur í um eina klukkustund fyrir afhendingu og kaupendur ekki gert neinar athugasemdir við ástand eignarinnar.Gallar hafi komið í ljós þegar flutt var inn Þegar kaupendurnir fluttu inn hafi smám saman komið í ljós gallar á fasteigninni. Blettir og slettur voru víða á klæðningu hússins en um var að ræða viðarvörn sem hafði lekið á hana. Kaupendurnir töldu einnig að innveggir hússins væru víða skakkir, hlykkjóttir og hornskakkir en matsmaður sagði að frávik á veggjum væru að mestu innan marka sem talin eru ásættanleg í byggingum. Þá töldu kaupendur að hluti flísa í forstofu, í alrými og við svalahurð virtist laus. Vatnshalli á niðurföllum rangur, fúgun vanti á milli flísa bílskúrshólfs og ekki hafi verið gengið frá rakavarnarlagi undir gólfflísum baðherbergja. Kaupendurnir töldu einnig að útihurðir hússins héldu ekki vatni þegar rigndi á þær og matsmaður tók undir að frágangur á hurðum væri þannig að vatni gæti lekið með þeim í slagviðri.Ekki í samræmi við fagþekkingu Kaupendurnir settu einnig út á að rakavarnarlag í útveggjum hússins og lofti virtist óþétt og þurfi að laga. Grunur lægi einnig á að rakasperra í veggjum og loftum sé óþétt og leiði að auki til óeðlilega mikillar loftunar. Taldi matsmaðurinn að frágangur rakavarnar væri ófullnægjandi á ýmsan hátt og ekki í samræmi við almenna fagþekkingu iðnaðarmanna. Vindur og regnvatn átti greiða leið inn í húsið vegna þess að opnanleg fög voru víða óþétt og var matsmaðurinn því sammála.Töldu sig blekkta Kaupendurnir töldu sig hafa verið blekkta í umræddum viðskiptum því þeir töldu sig vera að kaupa vandað hús, byggt af fagmönnum, sem síðar hafi komið í ljós að var ekki. Féllst Héraðsdómur Suðurlands á kröfu kaupenda að þeim yrðu dæmdar bætur vegna þess. Auk 10,6 milljóna í skaðabætur voru seljendurnir dæmdir til að greiða kaupendum hússins 4,6 milljónir króna í málskostnað. Árborg Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt hjón til að greiða öðrum hjónum tæpar ellefu milljónir króna í bætur vegna leyndra galla á húsi á Selfossi sem gekk þeirra á milli í kaup og sölu árið 2016. Um er að ræða hús sem var byggt árið 2005. Hjónin sem dæmd voru til greiðslu bóta höfðu keypt það fokhelt árið 2006 og búið í því allt þar til þau seldu húsið árið 2016. Hjónin sem seldu sáu um alla smíði og framkvæmdir í húsinu en eiginmaðurinn er löggiltur fasteignasali. Húsið er 192 fermetrar að stærð en kaupverð þess var 43,5 milljónir króna. Aðila málsins greindi á hversu oft kaupendurnir skoðuðu húsið. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands kemur fram að kaupendur hafi skoðað húsið tvisvar í apríl 2016 og í um klukkustund þegar eignin var afhent í júlí sama ár. Seljendurnir vildu meina að kaupendur hafi skoðað eignina gaumgæfilega fjórum sinnum áður en þeir gerðu tilboð. Eignin hafi verið skoðuð aftur í um eina klukkustund fyrir afhendingu og kaupendur ekki gert neinar athugasemdir við ástand eignarinnar.Gallar hafi komið í ljós þegar flutt var inn Þegar kaupendurnir fluttu inn hafi smám saman komið í ljós gallar á fasteigninni. Blettir og slettur voru víða á klæðningu hússins en um var að ræða viðarvörn sem hafði lekið á hana. Kaupendurnir töldu einnig að innveggir hússins væru víða skakkir, hlykkjóttir og hornskakkir en matsmaður sagði að frávik á veggjum væru að mestu innan marka sem talin eru ásættanleg í byggingum. Þá töldu kaupendur að hluti flísa í forstofu, í alrými og við svalahurð virtist laus. Vatnshalli á niðurföllum rangur, fúgun vanti á milli flísa bílskúrshólfs og ekki hafi verið gengið frá rakavarnarlagi undir gólfflísum baðherbergja. Kaupendurnir töldu einnig að útihurðir hússins héldu ekki vatni þegar rigndi á þær og matsmaður tók undir að frágangur á hurðum væri þannig að vatni gæti lekið með þeim í slagviðri.Ekki í samræmi við fagþekkingu Kaupendurnir settu einnig út á að rakavarnarlag í útveggjum hússins og lofti virtist óþétt og þurfi að laga. Grunur lægi einnig á að rakasperra í veggjum og loftum sé óþétt og leiði að auki til óeðlilega mikillar loftunar. Taldi matsmaðurinn að frágangur rakavarnar væri ófullnægjandi á ýmsan hátt og ekki í samræmi við almenna fagþekkingu iðnaðarmanna. Vindur og regnvatn átti greiða leið inn í húsið vegna þess að opnanleg fög voru víða óþétt og var matsmaðurinn því sammála.Töldu sig blekkta Kaupendurnir töldu sig hafa verið blekkta í umræddum viðskiptum því þeir töldu sig vera að kaupa vandað hús, byggt af fagmönnum, sem síðar hafi komið í ljós að var ekki. Féllst Héraðsdómur Suðurlands á kröfu kaupenda að þeim yrðu dæmdar bætur vegna þess. Auk 10,6 milljóna í skaðabætur voru seljendurnir dæmdir til að greiða kaupendum hússins 4,6 milljónir króna í málskostnað.
Árborg Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Fleiri fréttir Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Sjá meira