Funda mögulega á morgun vegna WOW-vélarinnar í Keflavík Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2019 19:30 Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur nú óskað eftir fundi með Isavia í vikunni til að ræða framhaldið. Önnur vél félagsins er í kyrrsett í Keflavík og mun Isavia ekki láta vélina af hendi nema félagið greiði skuldir WOW air. Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin byggir á 136 gr. loftferðalaga sem heimilar Isavia sem starfrækir flugvöllinn að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Flugvélarnar eru báðar í eigu félagsins Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að síðustu daga hafi Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Fyrirtækið hefur síðan verið í sambandi við okkur í gegnum fulltrúa sína á Íslandi og það er áformað að lögfræðingar okkar eigi fund með fulltrúum þeirra núna eftir helgi. Líklegast á mánudaginn,“ segir Guðjón. Á fundinum verður líklega farið yfir hvort eigandi vélarinnar muni greiða skuld WOW air við Isavia en Isavia hefur ekki gefið upp heildarupphæðina. Því hefur hins vegar verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. „Mun þá þurfa að greiða þessi gjöld eða leggja fram viðeigandi tryggingu til að fá vélina aftur,“ segir Guðjón en kyrrsetta vélin er TF-GPA. Verðmæti hennar metið á um fimmtán til átján milljarða króna og verður því að teljast líklegt að eigandi vélarinnar greiði Isavia skuld Wow air við Isavia. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. „Í umboði þrotabúsins erum við að annast hana þar til hún verður sótt af eiganda,“ segir Guðjón. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Félagið Air Lease Corporation, sem á tvær flugvélar á Keflavíkurflugvelli sem WOW air hafði á leigu, hefur nú óskað eftir fundi með Isavia í vikunni til að ræða framhaldið. Önnur vél félagsins er í kyrrsett í Keflavík og mun Isavia ekki láta vélina af hendi nema félagið greiði skuldir WOW air. Tvær flugvélar WOW air eru á Keflavíkurflugvelli og hefur Isavia kyrrsett aðra þeirra vegna skulda WOW við félagið. Kyrrsetningin byggir á 136 gr. loftferðalaga sem heimilar Isavia sem starfrækir flugvöllinn að aftra för loftfars af flugvelli þar til gjöld eru greidd eða trygging sett fram fyrir greiðslu. Flugvélarnar eru báðar í eigu félagsins Air Lease Corporation sem einnig átti flugvélar sem kyrrsettar voru í Bandaríkjunum og Kanada að ósk eigandans. Talið er að þær flugvélar séu nú þegar komnar í notkun hjá öðrum flugfélögum enda auðvelt að leigja út nýjar Airbus flugvélar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að síðustu daga hafi Isavia hafi verið í sambandi við eiganda flugvélarinnar. „Fyrirtækið hefur síðan verið í sambandi við okkur í gegnum fulltrúa sína á Íslandi og það er áformað að lögfræðingar okkar eigi fund með fulltrúum þeirra núna eftir helgi. Líklegast á mánudaginn,“ segir Guðjón. Á fundinum verður líklega farið yfir hvort eigandi vélarinnar muni greiða skuld WOW air við Isavia en Isavia hefur ekki gefið upp heildarupphæðina. Því hefur hins vegar verið haldið fram að skuldirnar séu á bilinu einn til tveir milljarðar króna. „Mun þá þurfa að greiða þessi gjöld eða leggja fram viðeigandi tryggingu til að fá vélina aftur,“ segir Guðjón en kyrrsetta vélin er TF-GPA. Verðmæti hennar metið á um fimmtán til átján milljarða króna og verður því að teljast líklegt að eigandi vélarinnar greiði Isavia skuld Wow air við Isavia. Flugvélin sem ekki er kyrrsett ber einkennisstafina TF-SKY en báðar eru þær af gerðinni Airbus A321. „Í umboði þrotabúsins erum við að annast hana þar til hún verður sótt af eiganda,“ segir Guðjón.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Staða ferðaþjónustunnar þröng fyrir gjaldþrot WOW air Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það nauðsynlegt að tryggja meira flugframboð til þess að fylla upp í það skarð sem WOW air skildi eftir. 31. mars 2019 14:27
Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15
Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Fall Wow air hefur víðtæk áhrif á ferðaþjónustutengda starfsemi á landinu. 31. mars 2019 12:38