Ræður kylfa kasti? Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. apríl 2019 09:30 Þegar WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta voru félaginu skipaðir skiptastjórar eins og venja er. Vegna umfangs skiptanna voru tveir skipaðir í stað eins. Samkvæmt gjaldþrotalögum er það á forræði héraðsdómara að skipa skiptastjóra. Sérstaklega er tekið fram að skiptastjóri sé opinber sýslumaður meðan á skiptum stendur. Með öðrum orðum fer skiptastjóri því með opinbert vald, en ekki eru þó gerðar aðrar kröfur en að viðkomandi uppfylli almennar hæfiskröfur. Að öðru leyti er ferlið við skipan dómara fullkomlega ógagnsætt og eiginlega óskiljanlegt fyrir þá sem standa utan við kerfið. Nú er ekki ofsagt að annar þeirra manna sem skipaðir voru yfir bú WOW air er umdeildur. Hann stýrir nú þegar skiptum á stóru þrotabúi og er þeim skiptum ólokið. Sú staðreynd ein ætti að vekja upp spurningar um hvort sami maður hafi einfaldlega tíma til að sinna hvoru tveggja. Við það bætist svo að kröfuhafar í það bú hafa fundið að störfum skiptastjórans, og meðal annars þeirri þóknun sem hann hafi tekið sér. Formaður félags kvenna í lögmennsku hefur sagt þóknunina „einsdæmi“. Því þarf varla að velta málinu lengi fyrir sér til að komast að þeirri niðurstöðu að skipan skiptastjóra yfir þrotabú WOW air orki í besta falli tvímælis. Þegar skýringa er leitað hjá þeim héraðsdómara sem hafði umsjón með skipuninni er hins vegar fátt um svör. Um sé að ræða óskráð grundvallarsjónarmið sem lögð eru til grundvallar. Ekki er að sjá af upptalningunni að þau ættu að leiða til þess að skiptastjóranum nýskipaða ætti að vera falið svo veigamikið verkefni. Þannig telur héraðsdómarinn að æskilegt sé að skiptastjóri hafi þannig umgjörð að geta leitað sér aðstoðar ef þörf krefur. Þess vegna sé frekar leitað til stærri lögmannsstofa. Skiptastjórinn Sveinn Andri er einyrki. Í kjölfar bankahrunsins var tilfinningin sú að þá skiptastjóra sem fengnir voru til verksins skorti nauðsynlega sérþekkingu á verkefninu. Frekar væri um að ræða lögmenn sem voru á réttum stað á réttum tíma og duttu í lukkupottinn. Svo virðist sem sama sé uppi á teningnum við skipti WOW air, að minnsta kosti ef við trúum útskýringum héraðsdómarans. En hvernig má það vera að dómstólar láti nánast kylfu ráða kasti við skipan í svo mikilvæg embætti? Eru slík vinnubrögð ekki til þess fallin að kasta rýrð á dómstólana sjálfa? Auðvitað. Ferlið á að vera eins formlegt og gagnsætt og frekast er unnt líkt og skiptastjórinn hefur sjálfur ítrekað bent á í öðrum málum sem dómstólum tengjast, til dæmis við skipan dómara við Landsrétt. Og umfram allt, hafið yfir allan vafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta voru félaginu skipaðir skiptastjórar eins og venja er. Vegna umfangs skiptanna voru tveir skipaðir í stað eins. Samkvæmt gjaldþrotalögum er það á forræði héraðsdómara að skipa skiptastjóra. Sérstaklega er tekið fram að skiptastjóri sé opinber sýslumaður meðan á skiptum stendur. Með öðrum orðum fer skiptastjóri því með opinbert vald, en ekki eru þó gerðar aðrar kröfur en að viðkomandi uppfylli almennar hæfiskröfur. Að öðru leyti er ferlið við skipan dómara fullkomlega ógagnsætt og eiginlega óskiljanlegt fyrir þá sem standa utan við kerfið. Nú er ekki ofsagt að annar þeirra manna sem skipaðir voru yfir bú WOW air er umdeildur. Hann stýrir nú þegar skiptum á stóru þrotabúi og er þeim skiptum ólokið. Sú staðreynd ein ætti að vekja upp spurningar um hvort sami maður hafi einfaldlega tíma til að sinna hvoru tveggja. Við það bætist svo að kröfuhafar í það bú hafa fundið að störfum skiptastjórans, og meðal annars þeirri þóknun sem hann hafi tekið sér. Formaður félags kvenna í lögmennsku hefur sagt þóknunina „einsdæmi“. Því þarf varla að velta málinu lengi fyrir sér til að komast að þeirri niðurstöðu að skipan skiptastjóra yfir þrotabú WOW air orki í besta falli tvímælis. Þegar skýringa er leitað hjá þeim héraðsdómara sem hafði umsjón með skipuninni er hins vegar fátt um svör. Um sé að ræða óskráð grundvallarsjónarmið sem lögð eru til grundvallar. Ekki er að sjá af upptalningunni að þau ættu að leiða til þess að skiptastjóranum nýskipaða ætti að vera falið svo veigamikið verkefni. Þannig telur héraðsdómarinn að æskilegt sé að skiptastjóri hafi þannig umgjörð að geta leitað sér aðstoðar ef þörf krefur. Þess vegna sé frekar leitað til stærri lögmannsstofa. Skiptastjórinn Sveinn Andri er einyrki. Í kjölfar bankahrunsins var tilfinningin sú að þá skiptastjóra sem fengnir voru til verksins skorti nauðsynlega sérþekkingu á verkefninu. Frekar væri um að ræða lögmenn sem voru á réttum stað á réttum tíma og duttu í lukkupottinn. Svo virðist sem sama sé uppi á teningnum við skipti WOW air, að minnsta kosti ef við trúum útskýringum héraðsdómarans. En hvernig má það vera að dómstólar láti nánast kylfu ráða kasti við skipan í svo mikilvæg embætti? Eru slík vinnubrögð ekki til þess fallin að kasta rýrð á dómstólana sjálfa? Auðvitað. Ferlið á að vera eins formlegt og gagnsætt og frekast er unnt líkt og skiptastjórinn hefur sjálfur ítrekað bent á í öðrum málum sem dómstólum tengjast, til dæmis við skipan dómara við Landsrétt. Og umfram allt, hafið yfir allan vafa.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun