Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. apríl 2019 19:15 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. Skarðið sem WOW air skilur eftir sig hefur minnkað eftir að önnur flugfélög hafa aukið sitt framboð. Nú virðist vanta um 200 þúsund ferðamenn í sumar sem annars hefðu komið. Fall WOW air var til umræðu á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Ferðamálaráðherra segir að skarðið sem félagið skildi eftir sig í ferðaþjónustunni sé þegar farið að minnka. „Það eru Wizz air, Icelandair og Trasavia sem nú þegar hafa bara á einni viku minnkað þetta, þannig að brotthvarfið er að fara úr 300 þúsund ferðamönnum um það bil til landsins, og í 200 þúsund. Þannig ég myndi nú segja að þetta væri bjartari mynd en margir gerðu ráð fyrir," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamálastofa birti í dag samantekt um einkenni ferðamanna sem komu til landsins með WOW air annars vegar og Icelandair hins vegar, til þess að draga skýrari mynd af áhrifunum. Þar kemur fram að yngri ferðamenn hafa komið með WOW air. Á síðasta ári voru 60% farþega félagsins undir 34 ára aldri en hlutfallið er 46% hjá Icelandair. Ferðamynstur þeirra um landið var svipað og þeir nýttu sér svipaða afþreyingu, þó marktækt færri WOW ferðamenn hafi farið í skoðunarferðir. WOW farþegarnir hafa þó dvalið hér skemur, munurinn er að meðaltali ein gistinótt í einstaka mánuðum. Þá gista þeir síður á hótelum og eyða minna. Meðalútgjöld WOW farþega voru um 189 þúsund krónur samanborið við 233 þúsund krónur hjá Icelandair farþegum. Einna mestu munar um minni eyðslu á veitingastöðum og kaffihúsum. Ráðherra segir Isavia vinna að því að fylla enn fremur í skarð WOW air. „Það getur alveg komið til að eitthvað fleira sé hægt að gera til að sækja það sem við misstum við fall WOW," segir Þórdís.Eins og hvað? „Þessi samtöl við flugfélög til dæmis. Og við höfum þegar séð töluvert meira framboð heldur en var fyrir viku síðan. Þannig að þetta er að skila árangri og þetta er að gerast á einungis viku. Þannig við höldum bara áfram á sömu leið og höldum þessum samtölum áfram," segir Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira
Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. Skarðið sem WOW air skilur eftir sig hefur minnkað eftir að önnur flugfélög hafa aukið sitt framboð. Nú virðist vanta um 200 þúsund ferðamenn í sumar sem annars hefðu komið. Fall WOW air var til umræðu á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun. Ferðamálaráðherra segir að skarðið sem félagið skildi eftir sig í ferðaþjónustunni sé þegar farið að minnka. „Það eru Wizz air, Icelandair og Trasavia sem nú þegar hafa bara á einni viku minnkað þetta, þannig að brotthvarfið er að fara úr 300 þúsund ferðamönnum um það bil til landsins, og í 200 þúsund. Þannig ég myndi nú segja að þetta væri bjartari mynd en margir gerðu ráð fyrir," segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Ferðamálastofa birti í dag samantekt um einkenni ferðamanna sem komu til landsins með WOW air annars vegar og Icelandair hins vegar, til þess að draga skýrari mynd af áhrifunum. Þar kemur fram að yngri ferðamenn hafa komið með WOW air. Á síðasta ári voru 60% farþega félagsins undir 34 ára aldri en hlutfallið er 46% hjá Icelandair. Ferðamynstur þeirra um landið var svipað og þeir nýttu sér svipaða afþreyingu, þó marktækt færri WOW ferðamenn hafi farið í skoðunarferðir. WOW farþegarnir hafa þó dvalið hér skemur, munurinn er að meðaltali ein gistinótt í einstaka mánuðum. Þá gista þeir síður á hótelum og eyða minna. Meðalútgjöld WOW farþega voru um 189 þúsund krónur samanborið við 233 þúsund krónur hjá Icelandair farþegum. Einna mestu munar um minni eyðslu á veitingastöðum og kaffihúsum. Ráðherra segir Isavia vinna að því að fylla enn fremur í skarð WOW air. „Það getur alveg komið til að eitthvað fleira sé hægt að gera til að sækja það sem við misstum við fall WOW," segir Þórdís.Eins og hvað? „Þessi samtöl við flugfélög til dæmis. Og við höfum þegar séð töluvert meira framboð heldur en var fyrir viku síðan. Þannig að þetta er að skila árangri og þetta er að gerast á einungis viku. Þannig við höldum bara áfram á sömu leið og höldum þessum samtölum áfram," segir Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Sjá meira