Forstjóri Icelandair vindur ofan af röngum ákvörðunum og vill meira út úr starfsfólki sínu Birgir Olgeirsson skrifar 4. apríl 2019 18:08 Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segir fyrirtækið hafa einblínt of á vöxt í stað arðsemi og vill meira út úr starfsmönnum sínum. Þetta segir Bogi Nils Bogason í viðtali við breska tímaritið Financial Times þar sem er sagt frá því að fyrirtækið hafi skilað tapi árið 2018 sem er í fyrsta sinn í áratug sem það gerist. „Frá árinu 2009 höfum við einblínt mikið á vöxt fyrirtækisins en þegar þú gerir það þá ertu ekki að beina sjónum þínum að kostnaði,“ er haft eftir Boga. „Við erum að borga flugmönnunum og áhöfn vélanna góð laun en það er tækifæri til að ná meira út úr því,“ segir forstjórinn. Icelandair átti tvívegis í viðræðum við WOW air um að taka yfir hið síðarnefnda. Bogi segir WOW air einfaldlega hafa verið of skuldsett. Á vef Financial Times er WOW air sagt hafa skuldað um 150 milljónir dollara, eða sem jafngildir um 17,8 milljörðum íslenskra króna, áður en það varð gjaldþrota. Bogi sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WOW air varð gjaldþrota því það var mikið högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Hann vill meina að félaginu hafi gengið illa vegna mikils kostnaður heima fyrir og stærðar. „Það er gríðarleg áskorun fyrir lítið lággjaldaflugfélag á Íslandi að keppa við stór flugfélög á borð við Wizz Air, sem gera út í austur Evrópu og greiða laun þar,“ segir Bogi. Vill hann meina að WOW hafi verið hluti af því fáránlega landslagi sem hefur verið í flugrekstri í Evrópu undanfarin ár. Daglegum áætlunarferðum í Evrópu hefur fjölgað úr 26 þúsund árið 2013 í 30 þúsund árið 2018. Bogi segir Icelandair hafa gengið illa vegna þess að króna hefur styrkst þrjú ár í röð og olíuverð hækkað. Hann segir fyrrverandi forstjóra Icelandair hafa endurskipulagt leiðakerfi Icelandair skipt um áherslur í markaðsstarfi. Þessar áherslu breytingar voru ekki réttar að mati Boga og ekki skilað árangri. Er félagið nú í þeirri vinnu að vinda ofan af þessum breytingum. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir fyrirtækið hafa einblínt of á vöxt í stað arðsemi og vill meira út úr starfsmönnum sínum. Þetta segir Bogi Nils Bogason í viðtali við breska tímaritið Financial Times þar sem er sagt frá því að fyrirtækið hafi skilað tapi árið 2018 sem er í fyrsta sinn í áratug sem það gerist. „Frá árinu 2009 höfum við einblínt mikið á vöxt fyrirtækisins en þegar þú gerir það þá ertu ekki að beina sjónum þínum að kostnaði,“ er haft eftir Boga. „Við erum að borga flugmönnunum og áhöfn vélanna góð laun en það er tækifæri til að ná meira út úr því,“ segir forstjórinn. Icelandair átti tvívegis í viðræðum við WOW air um að taka yfir hið síðarnefnda. Bogi segir WOW air einfaldlega hafa verið of skuldsett. Á vef Financial Times er WOW air sagt hafa skuldað um 150 milljónir dollara, eða sem jafngildir um 17,8 milljörðum íslenskra króna, áður en það varð gjaldþrota. Bogi sagðist hafa orðið fyrir vonbrigðum þegar WOW air varð gjaldþrota því það var mikið högg fyrir íslenskt efnahagslíf. Hann vill meina að félaginu hafi gengið illa vegna mikils kostnaður heima fyrir og stærðar. „Það er gríðarleg áskorun fyrir lítið lággjaldaflugfélag á Íslandi að keppa við stór flugfélög á borð við Wizz Air, sem gera út í austur Evrópu og greiða laun þar,“ segir Bogi. Vill hann meina að WOW hafi verið hluti af því fáránlega landslagi sem hefur verið í flugrekstri í Evrópu undanfarin ár. Daglegum áætlunarferðum í Evrópu hefur fjölgað úr 26 þúsund árið 2013 í 30 þúsund árið 2018. Bogi segir Icelandair hafa gengið illa vegna þess að króna hefur styrkst þrjú ár í röð og olíuverð hækkað. Hann segir fyrrverandi forstjóra Icelandair hafa endurskipulagt leiðakerfi Icelandair skipt um áherslur í markaðsstarfi. Þessar áherslu breytingar voru ekki réttar að mati Boga og ekki skilað árangri. Er félagið nú í þeirri vinnu að vinda ofan af þessum breytingum.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira