Segir vegið að sjálfstæði Seðlabankans Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 10:53 Þorsteinn Víglundsson hefur miklar áhyggjur af stöðu Seðlabanka Íslands í ljósi nýrra samninga. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur miklar áhyggjur af sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Honum líst ekkert á að krafa um lækkun stýrivaxta sé hluti af nýundirrituðum kjarasamningum. Þorsteinn fagnar þó kjarasamningunum almennt en er þó áhyggjufullur um sjálfstæði Seðlabankans. Samkomulagið var kynnt á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum seint í gærkvöldi þar sem verkalýðsfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld fögnuðu niðurstöðunni. „Það er mikið fagnaðarefni að kjarasamningar hafi náðst á stærstum hluta almenna vinnumarkaðarins. Samningarnir fela í sér umtalsverðar hækkanir eins og við var að búast. Það á eftir að koma í ljóst hvort þeir muni verða stefnumótandi fyrir aðra hópa en hætt er við því að millitekjuhópar á borð við iðnaðarmenn og háskólamenntaða ríkisstarfsmenn muni gera aðrar kröfur,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. Fram hefur komið að ein af forsendum samningsins sé sú að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti. Þeir eru í dag 4,5%. Þorsteinn hefur áhyggjur af því að tengja kjarasamninga við ákvarðanir í bankanum. Það þyki honum verst við samningana að vaxtalækkun sé gerð að forsenduskilyrði. „Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði. Það er ekki gert með því að gera ákvarðanir Seðlabankans að forsendu kjarasamninga. Þvert á móti er með því vegið að sjálfstæði bankans.“ Íslenskir bankar Seðlabankinn Verkföll 2019 Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur miklar áhyggjur af sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Honum líst ekkert á að krafa um lækkun stýrivaxta sé hluti af nýundirrituðum kjarasamningum. Þorsteinn fagnar þó kjarasamningunum almennt en er þó áhyggjufullur um sjálfstæði Seðlabankans. Samkomulagið var kynnt á blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum seint í gærkvöldi þar sem verkalýðsfélög, atvinnurekendur og stjórnvöld fögnuðu niðurstöðunni. „Það er mikið fagnaðarefni að kjarasamningar hafi náðst á stærstum hluta almenna vinnumarkaðarins. Samningarnir fela í sér umtalsverðar hækkanir eins og við var að búast. Það á eftir að koma í ljóst hvort þeir muni verða stefnumótandi fyrir aðra hópa en hætt er við því að millitekjuhópar á borð við iðnaðarmenn og háskólamenntaða ríkisstarfsmenn muni gera aðrar kröfur,“ segir Þorsteinn í færslu á Facebook. Fram hefur komið að ein af forsendum samningsins sé sú að Seðlabanki Íslands lækki stýrivexti. Þeir eru í dag 4,5%. Þorsteinn hefur áhyggjur af því að tengja kjarasamninga við ákvarðanir í bankanum. Það þyki honum verst við samningana að vaxtalækkun sé gerð að forsenduskilyrði. „Sjálfstæði Seðlabanka skiptir mjög miklu máli þegar kemur að trúverðugleika peningastefnu og hvað sem okkur finnst um peningastefnuna sem slíka þurfa allir ábyrgir aðilar, stjórnmálamenn sem og aðilar vinnumarkaðarins, að standa vörð um það sjálfstæði. Það er ekki gert með því að gera ákvarðanir Seðlabankans að forsendu kjarasamninga. Þvert á móti er með því vegið að sjálfstæði bankans.“
Íslenskir bankar Seðlabankinn Verkföll 2019 Viðreisn Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Efling segist hafa slegið 25 prósent af kröfum sínum Hreinar launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þúsund krónum í fjórum hækkunum yfir samningstímann, sem er til 3 ára og 8 mánaða. 3. apríl 2019 22:45