Ótrúleg tilviljun réði því að upp komst um tilraun tölvuþrjóta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. apríl 2019 14:32 Háskólinn á Akureyri. f Frettablaðið/Pjetur Tölvuþrjótar höfðu á aðra milljón króna af Háskólanum á Akureyri með því að koma fram í nafni erlends fyrirtækis sem átti í viðskiptum við háskólann. Brutu þeir sér leið inn í tölvupóstsamskipti og fengu starfsmann háskólans til þess að millifæra fjármunina. Þá uppgötvaðist önnur tilraun tölvuþrjóta til að njósna um tölvu í háskólanum fyrir ótrúlega tilviljun.Greint er frá málinu á RÚV.is en í samtali við Vísi staðfestir Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningasviðs að háskólinn hafi lent í tölvuþrjótum. Vakin var athygli á athæfi þeirra í tölvupósti til nemenda og starfsmanna háskólans og þeir beðnir um að vera á varðbergi. Málið uppgötvaðist aðeins þegar fyrirtækið sem um ræðir hafði samband og fór að ganga á eftir greiðslunni. „Þessi óprúttni aðili villti á sér um heimildir og sendi uppfærðar og þar af leiðandi rangar greiðsluupplýsingar og starfsmaður HA millifærði upphæðina á þennan nýja bankareikning. Þegar þjónustuaðilinn fer að ýta á eftir greiðslunni uppgötvast svikin. Eftir frekari greiningu kemur í ljós að þessi óprúttni aðili hefur komist yfir aðgangsupplýsingar okkar starfsmanns og er því tjónið okkar, sem í þessu tilfelli var vel á aðra miljón króna,“ segir í tölvupóstinum.Sambærilegt tæki og það sem fannst í tölvu í háskólanum.Kaffi helltist yfir lyklaborð Katrín segir að að öllum líkindum séu fjármunirnir glataðir en tölvuglæpir á borð við þennan verða æ algengari og varar lögregla reglulega við slíkum glæpum. Hvetur Katrín stofnanir og fyirtæki til þess að vera á varðbergi gagnvart þessari hættu. Þá hefur verkferlum í háskólanum verið breytt vegna málsins og nú þurfa starfsmenn hans ávallt að hafa samband símleiðis og fá staðfestingu frá viðtakanda sé ætlunin að millifæra fjármuni háskólans til þriðja aðila. Annað mál uppgötvaðist einnig sem fyrr segir fyrir ótrúlega tilviljun. Eftir að kaffi helltist yfir lyklaborð í skólanum kom í ljós að litlu tæki hafði verið komið fyrir í tölvunni, svokölluðum Keylogger, sem skráir og les það sem slegið er á lyklaborð tölvunnar. Þannig er hægt að komast yfir lykilorð og annan texta. Katrín segir þó að eftir að tækið hafi verið skoðað hafi verið hægt að koma í veg fyrir að upplýsingarnar sem þar voru geymdar hafi verið sendar til þess sem kom tækinu fyrir. Eru þó starfsmenn og nemendur hvattir til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkri hættu. Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira
Tölvuþrjótar höfðu á aðra milljón króna af Háskólanum á Akureyri með því að koma fram í nafni erlends fyrirtækis sem átti í viðskiptum við háskólann. Brutu þeir sér leið inn í tölvupóstsamskipti og fengu starfsmann háskólans til þess að millifæra fjármunina. Þá uppgötvaðist önnur tilraun tölvuþrjóta til að njósna um tölvu í háskólanum fyrir ótrúlega tilviljun.Greint er frá málinu á RÚV.is en í samtali við Vísi staðfestir Katrín Árnadóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningasviðs að háskólinn hafi lent í tölvuþrjótum. Vakin var athygli á athæfi þeirra í tölvupósti til nemenda og starfsmanna háskólans og þeir beðnir um að vera á varðbergi. Málið uppgötvaðist aðeins þegar fyrirtækið sem um ræðir hafði samband og fór að ganga á eftir greiðslunni. „Þessi óprúttni aðili villti á sér um heimildir og sendi uppfærðar og þar af leiðandi rangar greiðsluupplýsingar og starfsmaður HA millifærði upphæðina á þennan nýja bankareikning. Þegar þjónustuaðilinn fer að ýta á eftir greiðslunni uppgötvast svikin. Eftir frekari greiningu kemur í ljós að þessi óprúttni aðili hefur komist yfir aðgangsupplýsingar okkar starfsmanns og er því tjónið okkar, sem í þessu tilfelli var vel á aðra miljón króna,“ segir í tölvupóstinum.Sambærilegt tæki og það sem fannst í tölvu í háskólanum.Kaffi helltist yfir lyklaborð Katrín segir að að öllum líkindum séu fjármunirnir glataðir en tölvuglæpir á borð við þennan verða æ algengari og varar lögregla reglulega við slíkum glæpum. Hvetur Katrín stofnanir og fyirtæki til þess að vera á varðbergi gagnvart þessari hættu. Þá hefur verkferlum í háskólanum verið breytt vegna málsins og nú þurfa starfsmenn hans ávallt að hafa samband símleiðis og fá staðfestingu frá viðtakanda sé ætlunin að millifæra fjármuni háskólans til þriðja aðila. Annað mál uppgötvaðist einnig sem fyrr segir fyrir ótrúlega tilviljun. Eftir að kaffi helltist yfir lyklaborð í skólanum kom í ljós að litlu tæki hafði verið komið fyrir í tölvunni, svokölluðum Keylogger, sem skráir og les það sem slegið er á lyklaborð tölvunnar. Þannig er hægt að komast yfir lykilorð og annan texta. Katrín segir þó að eftir að tækið hafi verið skoðað hafi verið hægt að koma í veg fyrir að upplýsingarnar sem þar voru geymdar hafi verið sendar til þess sem kom tækinu fyrir. Eru þó starfsmenn og nemendur hvattir til þess að vera á varðbergi gagnvart slíkri hættu.
Akureyri Lögreglumál Skóla - og menntamál Mest lesið Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Fleiri fréttir Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Samningar í höfn við sveitarfélögin en ekki ríkið Sjá meira