Húsbílaáskorunin Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 3. apríl 2019 10:59 Með uppgangi ferðaþjónustunnar undanfarin ár hér og landi höfum við sem samfélag þurft að takast á við ýmsar óvæntar áskoranir. Má þar meðal annars nefna utanvegaakstur og ágang ferðamanna við hinar ýmsu náttúruperlur okkar. Ein slík óvænt áskorun er leiga húsbíla og ónæði sem af þeim getur stafað. Í síðasta mánuði beindi ég fyrirspurn til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um húsbíla, svokallaða Campers á ensku. Svar ráðherra sem barst í síðustu viku er um margt áhugavert. Þar kemur fram að það sé ekki fyllilega vitað hversu margar gistinætur séu í slíkum farartækjum utan hefðbundinna tjaldsvæða, en þær séu líklega á bilinu 150.000-250.000 á ári. Þannig gæti fjöldinn verið á bilinu 2-3 prósent allra gistinátta og gistináttagjald af þeim þá á bilinu 45-75 milljónir króna á ári. Þessar tölur eru þó með þeim fyrirvara að tölur um slíka gistingu eru ekki sérstaklega aðgreindar frá tjaldgistingu.Ýmsir möguleikar í stöðunni Einnig spurði ég ráðherra hvort mögulegt væri að innheimta gistináttaskatt af leigu slíkra bifreiða af bílaleigunni, það er að segja þegar bíllinn er leigður út. Í rauninni er ekkert í lögum um gistináttagjald sem hindrar það. Hins vegar er enn sem komið er gert ráð fyrir að leigjendur bílanna greiði á þeim gististöðum sem þeir gista á t.d. á tjaldstæðunum.Það hefur komið upp í umræðunni undanfarið að slíkir bílar gisti oft utan skilgreindra svæða og valdi þannig jafnvel ónæði og ama. Ef gistináttagjaldið væri innheimt af bílaleigunni væri hins vegar hægt að beina bílunum inn á hefðbundin tjaldsvæði og minnka þannig ágang á svæði utan þeirra.Ráðherra telur að starfshópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála, sem skoðar nú gjaldtöku af ferðaþjónustunni í samræmi við stjórnarsáttmála, ætti að skoða þessa leið eða sambærilegar til að innheimta gjaldið. Ég tel það vera fagnaðarefni. Slíkt væri bæði skynsamlegt fjárhagslega og einnig góð leið til að beina ferðamönnum að gististöðum þar sem gert er ráð fyrir að þeir hafi næturstað.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Með uppgangi ferðaþjónustunnar undanfarin ár hér og landi höfum við sem samfélag þurft að takast á við ýmsar óvæntar áskoranir. Má þar meðal annars nefna utanvegaakstur og ágang ferðamanna við hinar ýmsu náttúruperlur okkar. Ein slík óvænt áskorun er leiga húsbíla og ónæði sem af þeim getur stafað. Í síðasta mánuði beindi ég fyrirspurn til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um húsbíla, svokallaða Campers á ensku. Svar ráðherra sem barst í síðustu viku er um margt áhugavert. Þar kemur fram að það sé ekki fyllilega vitað hversu margar gistinætur séu í slíkum farartækjum utan hefðbundinna tjaldsvæða, en þær séu líklega á bilinu 150.000-250.000 á ári. Þannig gæti fjöldinn verið á bilinu 2-3 prósent allra gistinátta og gistináttagjald af þeim þá á bilinu 45-75 milljónir króna á ári. Þessar tölur eru þó með þeim fyrirvara að tölur um slíka gistingu eru ekki sérstaklega aðgreindar frá tjaldgistingu.Ýmsir möguleikar í stöðunni Einnig spurði ég ráðherra hvort mögulegt væri að innheimta gistináttaskatt af leigu slíkra bifreiða af bílaleigunni, það er að segja þegar bíllinn er leigður út. Í rauninni er ekkert í lögum um gistináttagjald sem hindrar það. Hins vegar er enn sem komið er gert ráð fyrir að leigjendur bílanna greiði á þeim gististöðum sem þeir gista á t.d. á tjaldstæðunum.Það hefur komið upp í umræðunni undanfarið að slíkir bílar gisti oft utan skilgreindra svæða og valdi þannig jafnvel ónæði og ama. Ef gistináttagjaldið væri innheimt af bílaleigunni væri hins vegar hægt að beina bílunum inn á hefðbundin tjaldsvæði og minnka þannig ágang á svæði utan þeirra.Ráðherra telur að starfshópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála, sem skoðar nú gjaldtöku af ferðaþjónustunni í samræmi við stjórnarsáttmála, ætti að skoða þessa leið eða sambærilegar til að innheimta gjaldið. Ég tel það vera fagnaðarefni. Slíkt væri bæði skynsamlegt fjárhagslega og einnig góð leið til að beina ferðamönnum að gististöðum þar sem gert er ráð fyrir að þeir hafi næturstað.Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun