Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri sjóða hjá GAMMA Capital Management og annar af stofnendum félagsins, og Guðmundur Björnsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs og áhættustýringar hjá GAMMA, munu taka til starfa hjá sjóðastýringarfyrirtækinu Júpíter, dótturfélagi Kviku banka.
Agnar tekur við sem forstöðumaður skuldabréfa og Guðmundur verður rekstrarstjóri Júpíters. Gert er ráð fyrir því að þeir taki til starfa hjá félaginu innan fárra vikna, samkvæmt upplýsingum Markaðarins. Þá mun Sverrir Bergsteinsson, sem hefur verið sjóðsstjóri hjá GAMMA, einnig færa sig yfir til Júpíters.
Kvika og hluthafar GAMMA náðu sem kunnugt er samkomulagi um kaup bankans á öllu hlutafé GAMMA í nóvember í fyrra og gengu kaupin endanlega í gegn í byrjun marsmánaðar eftir að Samkeppniseftirlitið samþykkti samrunann.
Júpíter hagnaðist um 82 milljónir á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 23 milljónir frá fyrra ári. Eignir í stýringu félagsins námu um 103 milljörðum í árslok 2018 og jukust um 33 milljarða milli ára.
Agnar Möller fer yfir til Júpíters
Hörður Ægisson skrifar

Mest lesið

„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent


Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent


KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti
Viðskipti innlent

Jón Guðni tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar
Viðskipti innlent

Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs
Viðskipti innlent

Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti
Viðskipti innlent

Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent