Strætóbílstjórar segjast ekki geta lifað á launum sínum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2019 20:00 Strætóbílstjórar almenningsvagna Kynnisferða segjast ekki geta lifað á launum sínum en þeir lögðu niður störf í fjórar klukkustundir í dag. Framkvæmdastjóri Strætó segir að farþegar virðist hafa verið meðvitaðir um verkfallsaðgerðir. Fréttastofa náði þó tali af nokkrum sem urðu seinir í skóla og vinnu vegna verkfallsins. Vagnstjórar tíu leiða lögðu niður störf frá klukkan sjö til níu í morgun. Vagnarnir voru stöðvaðir á fjölförnum stöðvum svo sem á Hlemmi eða í Mjódd. Vagnstjórar efndu til kröfugöngu í kringum Hlemm á meðan verkfallið stóðí morgun. Þá fóru þeir aftur til vinnu klukkan níu og lögðu svo niður störf að nýju klukkan fjögur til sex í dag.Dagurinn gengið vonum framar Framkvæmdastjóri Strætó segir að stór hluti farþega hafi verið meðvitaður um verkfallsaðgerðir. Dagurinn hafi gengið vonum framar. „Fólk hefur fundið aðrar leiðir sem það hefur nýtt sér. Það getur þess vegna verið einkabílinn sem er kannski ekki nógu gott,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Geta ekki lifað á laununum sínum Kristinn Eiðsson, vagnstjóri hjá Kynnisferðum, segir strætóbílstjóra almenningsvagna Kynnisferða ekki geta lifaðá launum sínum. „Þeir hafa svo lág laun miðað við til dæmis þá sem er hjá Strætó bs. Þeir eru með 55 þúsund krónum hærra í laun á mánuði en við. Við náum ekki að lifa áþessu,“ segir Kristinn og bætir við að grunnlaunin séu um 301 þúsund krónur á mánuði. Í samtali við fréttastofu segja bílstjórar að farþegar hafi tekiðþví vel þegar þeir lögðu niður störf. „Það var enginn reiður,“ segir Kristinn sem hefur fundið fyrir miklum samhug í dag. Náist samningar ekki stendur verkfalliðút apríl. „Það hafa auðvitað allir áhyggjur af verkföllum. Þau eru ekki gott mál. Ég vona bara að menn sjái sóma sinn í því að semja sem fyrst,“ segir Jóhannes. Kjaramál Strætó Verkföll 2019 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Strætóbílstjórar almenningsvagna Kynnisferða segjast ekki geta lifað á launum sínum en þeir lögðu niður störf í fjórar klukkustundir í dag. Framkvæmdastjóri Strætó segir að farþegar virðist hafa verið meðvitaðir um verkfallsaðgerðir. Fréttastofa náði þó tali af nokkrum sem urðu seinir í skóla og vinnu vegna verkfallsins. Vagnstjórar tíu leiða lögðu niður störf frá klukkan sjö til níu í morgun. Vagnarnir voru stöðvaðir á fjölförnum stöðvum svo sem á Hlemmi eða í Mjódd. Vagnstjórar efndu til kröfugöngu í kringum Hlemm á meðan verkfallið stóðí morgun. Þá fóru þeir aftur til vinnu klukkan níu og lögðu svo niður störf að nýju klukkan fjögur til sex í dag.Dagurinn gengið vonum framar Framkvæmdastjóri Strætó segir að stór hluti farþega hafi verið meðvitaður um verkfallsaðgerðir. Dagurinn hafi gengið vonum framar. „Fólk hefur fundið aðrar leiðir sem það hefur nýtt sér. Það getur þess vegna verið einkabílinn sem er kannski ekki nógu gott,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Geta ekki lifað á laununum sínum Kristinn Eiðsson, vagnstjóri hjá Kynnisferðum, segir strætóbílstjóra almenningsvagna Kynnisferða ekki geta lifaðá launum sínum. „Þeir hafa svo lág laun miðað við til dæmis þá sem er hjá Strætó bs. Þeir eru með 55 þúsund krónum hærra í laun á mánuði en við. Við náum ekki að lifa áþessu,“ segir Kristinn og bætir við að grunnlaunin séu um 301 þúsund krónur á mánuði. Í samtali við fréttastofu segja bílstjórar að farþegar hafi tekiðþví vel þegar þeir lögðu niður störf. „Það var enginn reiður,“ segir Kristinn sem hefur fundið fyrir miklum samhug í dag. Náist samningar ekki stendur verkfalliðút apríl. „Það hafa auðvitað allir áhyggjur af verkföllum. Þau eru ekki gott mál. Ég vona bara að menn sjái sóma sinn í því að semja sem fyrst,“ segir Jóhannes.
Kjaramál Strætó Verkföll 2019 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira