Sleggjan í Fjölskyldugarðinn og hringekjan gerð upp Atli Ísleifsson skrifar 1. apríl 2019 13:07 Hringekjan hefur þurft að þola íslenskra veðráttu í um tuttugu ár og er kominn tími á andlitslyftingu. Vísir/Atli Gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa tekið eftir að lítið er eftir af hringekjunni sem staðið hefur í garðinum síðustu ár og áratugi. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að verið sé að gera hringekjuna upp og að mikið standi til í garðinum á næstu mánuðum. Þorkell segir að þannig verði Sleggjan, sem var eitt helsta aðdráttarafl Smáratívolís í Smáralind sem nýverið lokaði, sett saman og opnuð í Fjölskyldugarðinum í sumar. Hann segir að ákveðið hafi verið að taka hringekjuna í Húsdýragarðinum í sundur og gera hana upp þar sem hún hafi verið mjög slitin. „Hún var smíðuð fyrir um tuttugu árum og er búin að standa úti og þola íslenska veðráttu síðan. Hún var því orðin mjög illa farin og er verið að taka hana í gegn.“ Þorkell segir að hringekjan hafi verið tekin í sundur og einingar sendar til framleiðandans á Ítalíu þar sem þær eru málaðar upp á nýtt. Verði hringekjan svo sett saman á ný og standi vonir til að það gerist í maí, fyrir sumarvertíðina. „Það fer eftir því hvernig gengur að gera við þessa hluti úti.“ Sleggjan svokallaða í Smáratívolíi.Smáratívolí Á nýjan stað Þorkell segist gera ráð fyrir að hringekjan verði flutt úr Húsdýragarðinum og í Fjölskyldugarðinn þar sem alltaf stóð til að hún ætti að vera. Hringekjunni hafi upphaflega verið komið fyrir við hlið hestagerðisins í garðinum til bráðabirgða þar sem hún svo ílengdist. Ráðist var í miklar framkvæmdir í Fjölskyldugarðinum á síðasta ári þar sem nýr fallturn var meðal annars opnaður, ökuskólinn tekinn í gegn og nýr leikkastali settur saman. Þorkell segir að áframhald verði í sumar. „Við höldum áfram í sumar og munum leggja nokkra áherslu á svæði sem hefur verið að koðna niður á síðustu árum, þar sem torfærubílarnir voru hér áður fyrr.“ Hann segir að með komu Sleggjunnar og nýjum fallturni sé verið að svara kalli um að höfða betur til eldri barna og unglinga. Börn og uppeldi Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50 Smáratívolí heyrir brátt sögunni til Smáratívolí í Smáralind mun hætta starfsemi í lok febrúar. 27. desember 2018 09:20 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Gestir Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa tekið eftir að lítið er eftir af hringekjunni sem staðið hefur í garðinum síðustu ár og áratugi. Þorkell Heiðarsson, framkvæmdastjóri garðsins, segir að verið sé að gera hringekjuna upp og að mikið standi til í garðinum á næstu mánuðum. Þorkell segir að þannig verði Sleggjan, sem var eitt helsta aðdráttarafl Smáratívolís í Smáralind sem nýverið lokaði, sett saman og opnuð í Fjölskyldugarðinum í sumar. Hann segir að ákveðið hafi verið að taka hringekjuna í Húsdýragarðinum í sundur og gera hana upp þar sem hún hafi verið mjög slitin. „Hún var smíðuð fyrir um tuttugu árum og er búin að standa úti og þola íslenska veðráttu síðan. Hún var því orðin mjög illa farin og er verið að taka hana í gegn.“ Þorkell segir að hringekjan hafi verið tekin í sundur og einingar sendar til framleiðandans á Ítalíu þar sem þær eru málaðar upp á nýtt. Verði hringekjan svo sett saman á ný og standi vonir til að það gerist í maí, fyrir sumarvertíðina. „Það fer eftir því hvernig gengur að gera við þessa hluti úti.“ Sleggjan svokallaða í Smáratívolíi.Smáratívolí Á nýjan stað Þorkell segist gera ráð fyrir að hringekjan verði flutt úr Húsdýragarðinum og í Fjölskyldugarðinn þar sem alltaf stóð til að hún ætti að vera. Hringekjunni hafi upphaflega verið komið fyrir við hlið hestagerðisins í garðinum til bráðabirgða þar sem hún svo ílengdist. Ráðist var í miklar framkvæmdir í Fjölskyldugarðinum á síðasta ári þar sem nýr fallturn var meðal annars opnaður, ökuskólinn tekinn í gegn og nýr leikkastali settur saman. Þorkell segir að áframhald verði í sumar. „Við höldum áfram í sumar og munum leggja nokkra áherslu á svæði sem hefur verið að koðna niður á síðustu árum, þar sem torfærubílarnir voru hér áður fyrr.“ Hann segir að með komu Sleggjunnar og nýjum fallturni sé verið að svara kalli um að höfða betur til eldri barna og unglinga.
Börn og uppeldi Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Tengdar fréttir Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50 Smáratívolí heyrir brátt sögunni til Smáratívolí í Smáralind mun hætta starfsemi í lok febrúar. 27. desember 2018 09:20 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Rekstur Smáratívolís þungur alveg frá opnun Smáratívolí mun loka í lok febrúar næstkomandi. 27. desember 2018 13:50
Smáratívolí heyrir brátt sögunni til Smáratívolí í Smáralind mun hætta starfsemi í lok febrúar. 27. desember 2018 09:20