Stjarnan meistari meistaranna eftir vítaspyrnukeppni Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. apríl 2019 22:35 Baldur Sigurðsson með bikarinn mynd/stjarnan Stjarnan er Meistari meistaranna eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Valsmenn spiluðu manni færri í 45 mínútur eftir að landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var rekinn af velli. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Hannes Þór, sem var að spila sinn fyrsta mótsleik með Val, gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann missti boltann og var stálheppinn að Stjörnumenn hafi skotið boltanum yfir markið. Undir lok fyrri hálfleiks gerði markvörðurinn önnur og dýrkeyptari mistök. Hann missti boltann of langt frá sér og Þorsteinn Már Ragnarsson komst í hann. Hannes braut á honum til þess að bjarga marki. Atvikið átti sér stað fyrir utan teig og fékk Hannes því að líta rauða spjaldið. Tíu menn Vals þéttu raðirnar og var lítið um opin marktækifæri í seinni hálfleik. Undir lokin reyndu menn hvað þeir gátu að fá fram úrslit en ekki kom mark og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni var boðið upp á stórglæsilegar spyrnur sem markmennirnir gátu ekki gert neitt í og að tíu spyrnum loknum voru komin tíu mörk. Í bráðabana varð Haraldur Björnsson hetja leiksins, hann varði frá Orra Sigurði Ómarssyni og tryggði Stjörnunni sigur. Stjarnan lyfti því bikarnum á loft á Valsvellinum að Hlíðarenda og er Meistari meistaranna. Íslenski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira
Stjarnan er Meistari meistaranna eftir sigur á Val í vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Valsmenn spiluðu manni færri í 45 mínútur eftir að landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson var rekinn af velli. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Hannes Þór, sem var að spila sinn fyrsta mótsleik með Val, gerði sig sekan um slæm mistök þegar hann missti boltann og var stálheppinn að Stjörnumenn hafi skotið boltanum yfir markið. Undir lok fyrri hálfleiks gerði markvörðurinn önnur og dýrkeyptari mistök. Hann missti boltann of langt frá sér og Þorsteinn Már Ragnarsson komst í hann. Hannes braut á honum til þess að bjarga marki. Atvikið átti sér stað fyrir utan teig og fékk Hannes því að líta rauða spjaldið. Tíu menn Vals þéttu raðirnar og var lítið um opin marktækifæri í seinni hálfleik. Undir lokin reyndu menn hvað þeir gátu að fá fram úrslit en ekki kom mark og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Í vítaspyrnukeppninni var boðið upp á stórglæsilegar spyrnur sem markmennirnir gátu ekki gert neitt í og að tíu spyrnum loknum voru komin tíu mörk. Í bráðabana varð Haraldur Björnsson hetja leiksins, hann varði frá Orra Sigurði Ómarssyni og tryggði Stjörnunni sigur. Stjarnan lyfti því bikarnum á loft á Valsvellinum að Hlíðarenda og er Meistari meistaranna.
Íslenski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Handbolti Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Sjá meira