Ekki jafn fýsilegt og áður að sækja erlent vinnuafl að utan Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 18. apríl 2019 09:30 Ásgeir Jónsson forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands. Vísir/Baldur Hrafnkell Þær hækkanir á lægstu launum, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum, eru til þess fallnar að verðleggja hluta af erlenda vinnuaflinu hér á landi út af vinnumarkaðinum. Þannig munum við ekki sjá sömu krafta og áður ýta hagkerfinu áfram að sögn Ásgeirs Jónssonar, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands. „Áður fyrr var mikið um yfirborganir og það var eiginlega enginn á taxtakaupi. Þess vegna lögðu verkalýðsfélögin ekki svo mikla áherslu á lægstu taxta. Þau horfðu fremur til þess að tryggja atvinnu og halda atvinnuleysi lágu,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að síðustu ár hafi mikið af erlendu vinnuafli verið flutt inn og unnið á taxtakaupi. „Núna með því að hækka lægstu taxtana má segja að þessi leið sem mörg fyrirtæki hafa farið, það er að segja, að flytja inn erlent vinnuafl í miklu magni og láta það vinna á lágmarkstöxtum, sé ekki jafn greið. Líklega munu mörg fyrirtæki reyna að auka sjálfvirkni eins og við sjáum í Krónunni og Bónus en þetta mun breyta ansi miklu fyrir vöxt ferðaþjónustunnar.“ Hlutfall útlendinga af heildarfjölda atvinnulausra á Íslandi hefur vaxið síðustu misseri. Hlutfallið nam 28 prósentum í ársbyrjun 2018 en jókst jafnt og þétt, og var komið í 36 prósent í febrúar 2019. Í mars lækkaði það niður í 33 prósent og má ætla að gjaldþrot WOW air í lok mars hafi átt þátt í því. Ásgeir nefnir að hvergi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafi verið minni launamunur á milli menntaðra og ómenntaðra en á Íslandi. „Við höfum séð síðustu árin að það hefur verið mikil eftirspurn eftir ófaglærðu vinnuafli en ekki í jafn miklum mæli eftir fólki með háskólagráðu. Það má velta því fyrir sér hversu lengi við hefðum getað haldið áfram á þessari braut. Að fljúga ferðamönnum til landsins í massavís og flytja inn erlent vinnuafl til að þjónusta þá. Í langtímasamhengi er nauðsynlegt að leggja áherslu á gæði fremur en fjölda starfa.“ Samkvæmt nýjum kjarasamningum sem undirritaðir voru í byrjun apríl nema launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum 90 þúsund krónum yfir samningstímann sem nær frá 2019 til 2022. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um samninginn á meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Þær hækkanir á lægstu launum, sem kveðið er á um í nýjum kjarasamningum, eru til þess fallnar að verðleggja hluta af erlenda vinnuaflinu hér á landi út af vinnumarkaðinum. Þannig munum við ekki sjá sömu krafta og áður ýta hagkerfinu áfram að sögn Ásgeirs Jónssonar, forseta hagfræðideildar Háskóla Íslands. „Áður fyrr var mikið um yfirborganir og það var eiginlega enginn á taxtakaupi. Þess vegna lögðu verkalýðsfélögin ekki svo mikla áherslu á lægstu taxta. Þau horfðu fremur til þess að tryggja atvinnu og halda atvinnuleysi lágu,“ segir Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Hann bendir á að síðustu ár hafi mikið af erlendu vinnuafli verið flutt inn og unnið á taxtakaupi. „Núna með því að hækka lægstu taxtana má segja að þessi leið sem mörg fyrirtæki hafa farið, það er að segja, að flytja inn erlent vinnuafl í miklu magni og láta það vinna á lágmarkstöxtum, sé ekki jafn greið. Líklega munu mörg fyrirtæki reyna að auka sjálfvirkni eins og við sjáum í Krónunni og Bónus en þetta mun breyta ansi miklu fyrir vöxt ferðaþjónustunnar.“ Hlutfall útlendinga af heildarfjölda atvinnulausra á Íslandi hefur vaxið síðustu misseri. Hlutfallið nam 28 prósentum í ársbyrjun 2018 en jókst jafnt og þétt, og var komið í 36 prósent í febrúar 2019. Í mars lækkaði það niður í 33 prósent og má ætla að gjaldþrot WOW air í lok mars hafi átt þátt í því. Ásgeir nefnir að hvergi á meðal aðildarríkja Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) hafi verið minni launamunur á milli menntaðra og ómenntaðra en á Íslandi. „Við höfum séð síðustu árin að það hefur verið mikil eftirspurn eftir ófaglærðu vinnuafli en ekki í jafn miklum mæli eftir fólki með háskólagráðu. Það má velta því fyrir sér hversu lengi við hefðum getað haldið áfram á þessari braut. Að fljúga ferðamönnum til landsins í massavís og flytja inn erlent vinnuafl til að þjónusta þá. Í langtímasamhengi er nauðsynlegt að leggja áherslu á gæði fremur en fjölda starfa.“ Samkvæmt nýjum kjarasamningum sem undirritaðir voru í byrjun apríl nema launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum 90 þúsund krónum yfir samningstímann sem nær frá 2019 til 2022. Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um samninginn á meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífsins.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira