Kirkjan Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. apríl 2019 08:15 Meðan Notre Dame dómkirkjan í París brann safnaðist fólk saman í grenndinni og sameinaðist í söng fyrir kirkjuna sína. Víða um borgina mátti sjá fólk á hnjánum biðjandi bænir. Allir báru þá heitu ósk í hjarta að það tækist að bjarga þessari sögufrægu byggingu frá því að verða rústir einar. Það tókst og nú hefst uppbyggingarstarf sem verður afar kostnaðarsamt. Enginn setur það samt sérstaklega fyrir sig. Það koma þeir tímar þegar ekkert annað er í boði en að byggja upp þar sem eyðilegging hefur orðið. Sá tími er nú í París. Frakkar eru sameinaðir í þeirri uppbyggingu og hafa heimsbyggðina með sér í liði og einhverja auðkýfinga. Það verður reyndar að viðurkennast að stundum er ansi erfitt að átta sig á því hvaða gagn auðkýfingar gera í þessum heimi. En ef þeir eru tilbúnir til að leggja einhvern hluta af auðæfum sínum til uppbyggingar á ómetanlegum menningarverðmætum, eins og Notre Dame, þá má vel kinka kolli til þeirra í viðurkenningarskyni. Auðkýfingarnir eru allavega loksins komnir á rétta braut, þótt þeir haldist þar sennilega ekki mjög lengi. Þeir einstaklingar sem andvarpað hafa vegna umhyggju heimsbyggðarinnar fyrir örlögum Notre Dame og sagt að hún sé bara bygging virðast hvorki búa yfir miklu fegurðarskyni né tilfinningu fyrir menningarverðmætum. Þeim virðist hafa fundist það fremur kjánalegt að fólk skyldi bresta í grát vegna þess að aldagömul bygging var hugsanlega að verða eyðileggingu að bráð. Það er hægt að láta sér þykja vænt um margt í þessum heimi, þar á meðal byggingu eins og Notre Dame sem í augum margra er fallegasta tákn Frakklands. Hún er kirkja og hefur verið musteri trúar um aldir og það er nær ómögulegt að líta hana augum án þess að fyllast lotningu. Hinn sjálfhverfi nútímamaður hefur líka afskaplega gott af því að hrífast af einhverju öðru en sjálfum sér. Það er sagt að Notre Dame sé miklu meira en bara bygging og meira en bara kirkja og það er vissulega rétt. En hún er samt kirkja, reist til að minna á dýrð almættisins og geymir mikla dýrgripi. Víða um heim standa voldugar gamlar kirkjur sem reistar voru guði til dýrðar á tímum þar sem ekkert var til sparað þegar kom að skreytingum. Ferðamenn af öllum þjóðernum hafa fyrir sið að fara þar inn og líta dýrðina augum. Þeir geta vart komist hjá því í leiðinni að fyllast lotningu í garð guðdómsins. Svo eru aðrar kirkjur þar sem lítið er um íburð, en altarið og krossinn minna samt á guðdóminn og helgina sem býr í öllum kirkjum. Enda er kirkja guðs hús og verður það hvort sem íburður blasir við eða er lítill sem enginn. Nú berast þær fréttir að til standi að Notre Dame verði endurreist á fimm árum. Það er gott að fá þau tíðindi og sérstaklega nú fyrir páskahátíð þar sem kirkjur gegna stóru og veigamiklu hlutverki og minna mannkynið á stórkostlegan og eilífan boðskap um dauða og upprisu. Landsmönnum öllum skal óskað gleðilegra páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Meðan Notre Dame dómkirkjan í París brann safnaðist fólk saman í grenndinni og sameinaðist í söng fyrir kirkjuna sína. Víða um borgina mátti sjá fólk á hnjánum biðjandi bænir. Allir báru þá heitu ósk í hjarta að það tækist að bjarga þessari sögufrægu byggingu frá því að verða rústir einar. Það tókst og nú hefst uppbyggingarstarf sem verður afar kostnaðarsamt. Enginn setur það samt sérstaklega fyrir sig. Það koma þeir tímar þegar ekkert annað er í boði en að byggja upp þar sem eyðilegging hefur orðið. Sá tími er nú í París. Frakkar eru sameinaðir í þeirri uppbyggingu og hafa heimsbyggðina með sér í liði og einhverja auðkýfinga. Það verður reyndar að viðurkennast að stundum er ansi erfitt að átta sig á því hvaða gagn auðkýfingar gera í þessum heimi. En ef þeir eru tilbúnir til að leggja einhvern hluta af auðæfum sínum til uppbyggingar á ómetanlegum menningarverðmætum, eins og Notre Dame, þá má vel kinka kolli til þeirra í viðurkenningarskyni. Auðkýfingarnir eru allavega loksins komnir á rétta braut, þótt þeir haldist þar sennilega ekki mjög lengi. Þeir einstaklingar sem andvarpað hafa vegna umhyggju heimsbyggðarinnar fyrir örlögum Notre Dame og sagt að hún sé bara bygging virðast hvorki búa yfir miklu fegurðarskyni né tilfinningu fyrir menningarverðmætum. Þeim virðist hafa fundist það fremur kjánalegt að fólk skyldi bresta í grát vegna þess að aldagömul bygging var hugsanlega að verða eyðileggingu að bráð. Það er hægt að láta sér þykja vænt um margt í þessum heimi, þar á meðal byggingu eins og Notre Dame sem í augum margra er fallegasta tákn Frakklands. Hún er kirkja og hefur verið musteri trúar um aldir og það er nær ómögulegt að líta hana augum án þess að fyllast lotningu. Hinn sjálfhverfi nútímamaður hefur líka afskaplega gott af því að hrífast af einhverju öðru en sjálfum sér. Það er sagt að Notre Dame sé miklu meira en bara bygging og meira en bara kirkja og það er vissulega rétt. En hún er samt kirkja, reist til að minna á dýrð almættisins og geymir mikla dýrgripi. Víða um heim standa voldugar gamlar kirkjur sem reistar voru guði til dýrðar á tímum þar sem ekkert var til sparað þegar kom að skreytingum. Ferðamenn af öllum þjóðernum hafa fyrir sið að fara þar inn og líta dýrðina augum. Þeir geta vart komist hjá því í leiðinni að fyllast lotningu í garð guðdómsins. Svo eru aðrar kirkjur þar sem lítið er um íburð, en altarið og krossinn minna samt á guðdóminn og helgina sem býr í öllum kirkjum. Enda er kirkja guðs hús og verður það hvort sem íburður blasir við eða er lítill sem enginn. Nú berast þær fréttir að til standi að Notre Dame verði endurreist á fimm árum. Það er gott að fá þau tíðindi og sérstaklega nú fyrir páskahátíð þar sem kirkjur gegna stóru og veigamiklu hlutverki og minna mannkynið á stórkostlegan og eilífan boðskap um dauða og upprisu. Landsmönnum öllum skal óskað gleðilegra páska.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun