Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Ásgarðinum í kvöld en Stjarnan, Gerpla og Selfoss stóðu uppi sem sigurvegarar í kvöld.
Stjarnan kom, sá og sigraði í kvennaflokki. Þær enduðu með 53,925 stig en þær voru skarpastar í ár. Þær unnu einnig til gullverðlauna á öllum áhöldum.
Í karlaflokki var það hins vegar Gerpla sem tók gullið. Trampólínæfingar liðsins voru sér í lagi sterkar en Stjarnan var rúmum fjórum þúsund stigum á eftir Gerplu.
Einungis eitt blandað lið var sent til keppni og það var Gerpla. Því var auðvelt að vinna gullið í því en þau enduðu með rúmlega 41 þúsund stig.
Selfyssingar unnu til gullverðlauna í stúlknaflokki en einungis Stjarnan keppti í drengjaflokki. Því urðu þeir sjálfkrafa Íslandsmeistarar í fjölþraut og á einstökum áhöldum.
Gullið dreifðist á Íslandsmótinu í hópfimleikum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn