Tveir sjóðir stofnaðir til að halda utan um uppbygginguna Heimir Már Pétursson skrifar 17. apríl 2019 21:35 Edouard Philippe er forsætisráðherra Frakklands. EPA Forseti Frakklands vill að Notre-Dame kirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum en stofnaðir hafa verið tveir sjóðir til að halda utan um framkvæmdirnar. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um endurbyggingu þakspírunnar sem brann til kaldra kola. Emmanuel Macron forseti Frakklands tilkynnti í gærkvöldi að stefnt skuli að því að Notre-Dame dómkirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum. Ríkisstjórn Frakklands fundaði um málið í dag og að fundi loknum sagði forsætisráðherra landsins, Edouard Philippe, það vilja kaþólsku kirkjunnar, frönsku þjóðarinnar og trúaðra jafnt sem trúlausra um allan heim að endurreisa þennan mikilvæga hluta franskrar menningar. „Þetta er vitaskuld gríðarlega krefjandi verkefni, söguleg ábyrgð, byggingarverkefni fyrir þessa kynslóð og komandi kynslóðir. Frakkland getur tekið þessari áskorun, ríkið getur tekið þessari áskorun, liðssöfnun er þegar hafin og þetta var umfjöllunarefni ríkisstjórnarfundarins í dag þar sem aðeins var fjallað um endurbyggingu Notre Dame,“ sagði Philippe. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um hvort og þá hvernig eigi að endurbyggja spíruna sem sett var á kirkjuna á nítjándu öld og varð eldinum að bráð, en elsti hluti kirkjunnar er um 850 ára gamall. Þá hafa stjórnvöld stofnað tvo sjóði sem eiga að halda utan um framlög til uppbyggingar kirkjunnar en nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir heitið háum fjárhæðum til verksins. „Þessir sjóðir munu fá peninga frá lögaðilum og einstaklingum til að fjármagna endurbyggningu og verndun Notre Dame dómsirkjunnar,“ sagði Philippe að loknum ríkisstjórnarfundi. Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00 Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. 17. apríl 2019 10:57 Páfi lofar slökkviliðsmenn sem björguðu Maríukirkjunni Páfagarður hefur lofað sérfræðiráðgjöf við endurbyggingu kirkjunnar sem stórkemmdist í eldsvoða á mánudag. 17. apríl 2019 19:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Forseti Frakklands vill að Notre-Dame kirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum en stofnaðir hafa verið tveir sjóðir til að halda utan um framkvæmdirnar. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um endurbyggingu þakspírunnar sem brann til kaldra kola. Emmanuel Macron forseti Frakklands tilkynnti í gærkvöldi að stefnt skuli að því að Notre-Dame dómkirkjan verði endurbyggð á næstu fimm árum. Ríkisstjórn Frakklands fundaði um málið í dag og að fundi loknum sagði forsætisráðherra landsins, Edouard Philippe, það vilja kaþólsku kirkjunnar, frönsku þjóðarinnar og trúaðra jafnt sem trúlausra um allan heim að endurreisa þennan mikilvæga hluta franskrar menningar. „Þetta er vitaskuld gríðarlega krefjandi verkefni, söguleg ábyrgð, byggingarverkefni fyrir þessa kynslóð og komandi kynslóðir. Frakkland getur tekið þessari áskorun, ríkið getur tekið þessari áskorun, liðssöfnun er þegar hafin og þetta var umfjöllunarefni ríkisstjórnarfundarins í dag þar sem aðeins var fjallað um endurbyggingu Notre Dame,“ sagði Philippe. Efnt verður til alþjóðlegrar samkeppni meðal arkitekta um hvort og þá hvernig eigi að endurbyggja spíruna sem sett var á kirkjuna á nítjándu öld og varð eldinum að bráð, en elsti hluti kirkjunnar er um 850 ára gamall. Þá hafa stjórnvöld stofnað tvo sjóði sem eiga að halda utan um framlög til uppbyggingar kirkjunnar en nú þegar hafa fjölmörg fyrirtæki og stofnanir heitið háum fjárhæðum til verksins. „Þessir sjóðir munu fá peninga frá lögaðilum og einstaklingum til að fjármagna endurbyggningu og verndun Notre Dame dómsirkjunnar,“ sagði Philippe að loknum ríkisstjórnarfundi.
Bruninn í Notre-Dame Frakkland Tengdar fréttir Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00 Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. 17. apríl 2019 10:57 Páfi lofar slökkviliðsmenn sem björguðu Maríukirkjunni Páfagarður hefur lofað sérfræðiráðgjöf við endurbyggingu kirkjunnar sem stórkemmdist í eldsvoða á mánudag. 17. apríl 2019 19:07 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Kalla eftir tillögum að nýrri spíru frá arkitektum heimsbyggðarinnar Frönsk yfirvöld munu bjóða arkitektum víða um heim að senda inn tillögur að hönnun á nýrri spíru fyrir Notre Dame dómkirkjuna. Eldri spíran varð eldinum sem geysaði í kirkjunni á mánudaginn að bráð. 17. apríl 2019 13:00
Hafa yfirheyrt þrjátíu manns vegna eldsvoðans í Notre Dame Þrjátíu verkamenn hjá fimm byggingafyrirtækjum, sem höfðu umsjón með viðgerðum á Notre Dame kirkjunni í París þegar eldur kviknaði, hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. 17. apríl 2019 10:57
Páfi lofar slökkviliðsmenn sem björguðu Maríukirkjunni Páfagarður hefur lofað sérfræðiráðgjöf við endurbyggingu kirkjunnar sem stórkemmdist í eldsvoða á mánudag. 17. apríl 2019 19:07