Formaðurinn segir málið ekki beinast persónulega gegn Jóni Steinari Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2019 10:28 Berglind Svavarsdóttir segir málið snúast um stöðu félagsins en ekki að það beinist persónulega gegn heiðursfélaganum Jóni Steinari. „Þetta mál snýst um stöðu félagsins sem slíks,“ segir Berglind Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands.Vísir greindi í gær fá áfrýjunarbeiðni Lögmannafélags Íslands í máli þess gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Hann hlaut áminningu frá félaginu, sem hann kærði. Landsréttur snéri nýlega við dómi sem féll í héraði Jóni í vil; niðurstaðan er sú að Lögmannafélagið hefði ekki lögsögu í téðu máli.Hafnar því alfarið að um aðför sé að ræða Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Jóns Steinars, gagnrýndi harðlega þá ákvörðun stjórnar að leitast við að málið rati fyrir Hæstarétt Íslands, hann sagði nóg komið og málið væri reyndar félaginu til skammar. Berglind segir það rétt, að þeir félagar Björgvin og Jón Steinar séu ekkert lambið að leika sér við.Jón Steinar og Björgvin skilja ekkert á hvaða vegferð Lögmannafélagið er. Þar er formaður Berglind Svavarsdótti sem hér sést ásamt þeim Davíð Þór Björgvinssyni og Benedikt Bogasyni á málþingi um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli dómara Landsréttar.„En, þetta snýst um heimild félagsins til að fylgja eftir eftirlits og agavaldi sem því er fengið samkvæmt lögum, samþykktum og siðareglum. Snýst bara um heimild félagsins – ekki um persónuna.“En, nú telur Jón Steinar þetta einhvers konar hluta af aðför að sér í kjölfar gagnrýni hans á dómstóla?„Ég mótmæli því algerlega. Málið er lagatæknilegs eðlis frekar en að þetta snúist um persónu. Þetta snýst um stöðu félagsins. Svo er það þannig að stjórnin hefur ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi. Við vitum ekki hvort það verður veitt. Og meðan það er til meðferðar í kerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig nánar um það,“ segir Berglind. Hún vill alls ekki persónugera málið.Kostnaðurinn mun koma í ljós á aðalfundiEn, almennt frá sjónarhóli leikmanns þá skýtur það skökku við, sé litið til hinnar nauðsynlegu virðingar sem dómstólar þurfa að njóta í réttarríki, að Lögmannafélagið efist um niðurstöðu Landsréttar? „Já, það er sjónarmið. En, við erum nú komin með þessi þrjú dómsstig. Við teljum að þetta mál hafi annars vegar verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni félagsins; að fá vitneskju um stöðu þess. Þannig teljum skilyrði að sækja um þetta áfrýjunarleyfi. Sem verður bara að koma í ljós hvort verður veitt.“ Björgvin spyr hvað þetta kosti félagið?„Ég er bara því miður ekki með takteinum. En, þetta kemur væntanlega upp á aðalfundi félagsins, um leið og farið verður yfir reikninga félagsins. Þá upplýsist það. Þeir munu væntanlega mæta þar.“ Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
„Þetta mál snýst um stöðu félagsins sem slíks,“ segir Berglind Svavarsdóttur, formanni Lögmannafélags Íslands.Vísir greindi í gær fá áfrýjunarbeiðni Lögmannafélags Íslands í máli þess gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni. Hann hlaut áminningu frá félaginu, sem hann kærði. Landsréttur snéri nýlega við dómi sem féll í héraði Jóni í vil; niðurstaðan er sú að Lögmannafélagið hefði ekki lögsögu í téðu máli.Hafnar því alfarið að um aðför sé að ræða Björgvin Þorsteinsson, lögmaður Jóns Steinars, gagnrýndi harðlega þá ákvörðun stjórnar að leitast við að málið rati fyrir Hæstarétt Íslands, hann sagði nóg komið og málið væri reyndar félaginu til skammar. Berglind segir það rétt, að þeir félagar Björgvin og Jón Steinar séu ekkert lambið að leika sér við.Jón Steinar og Björgvin skilja ekkert á hvaða vegferð Lögmannafélagið er. Þar er formaður Berglind Svavarsdótti sem hér sést ásamt þeim Davíð Þór Björgvinssyni og Benedikt Bogasyni á málþingi um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í máli dómara Landsréttar.„En, þetta snýst um heimild félagsins til að fylgja eftir eftirlits og agavaldi sem því er fengið samkvæmt lögum, samþykktum og siðareglum. Snýst bara um heimild félagsins – ekki um persónuna.“En, nú telur Jón Steinar þetta einhvers konar hluta af aðför að sér í kjölfar gagnrýni hans á dómstóla?„Ég mótmæli því algerlega. Málið er lagatæknilegs eðlis frekar en að þetta snúist um persónu. Þetta snýst um stöðu félagsins. Svo er það þannig að stjórnin hefur ákveðið að sækja um áfrýjunarleyfi. Við vitum ekki hvort það verður veitt. Og meðan það er til meðferðar í kerfinu tel ég ekki rétt að tjá mig nánar um það,“ segir Berglind. Hún vill alls ekki persónugera málið.Kostnaðurinn mun koma í ljós á aðalfundiEn, almennt frá sjónarhóli leikmanns þá skýtur það skökku við, sé litið til hinnar nauðsynlegu virðingar sem dómstólar þurfa að njóta í réttarríki, að Lögmannafélagið efist um niðurstöðu Landsréttar? „Já, það er sjónarmið. En, við erum nú komin með þessi þrjú dómsstig. Við teljum að þetta mál hafi annars vegar verulegt almennt gildi og varði mikilvæga hagsmuni félagsins; að fá vitneskju um stöðu þess. Þannig teljum skilyrði að sækja um þetta áfrýjunarleyfi. Sem verður bara að koma í ljós hvort verður veitt.“ Björgvin spyr hvað þetta kosti félagið?„Ég er bara því miður ekki með takteinum. En, þetta kemur væntanlega upp á aðalfundi félagsins, um leið og farið verður yfir reikninga félagsins. Þá upplýsist það. Þeir munu væntanlega mæta þar.“
Dómsmál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Lögmannafélag Íslands unir ekki dómi Landsréttar Lögmannafélagið er ekki tilbúið að sleppa Jóni Steinari þó fyrir liggi dómur Landsréttar um að áminning félagsins á hendur honum standist ekki. 15. apríl 2019 14:53
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent