Allt á floti og lífshættulegar aðstæður við Dettifoss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2019 11:45 Svona voru aðstæður við Dettifoss í morgun. Bæst hefur í vatnsflauminn eftir því sem liðið hefur á daginn. Mynd/Sigurður Erlingsson Lífshættulegar aðstæður hafa skapast við Dettifoss eftir miklar leysingar undanfarna daga. Dettifossvegi hefur verið lokað vegna ástandsins og óvíst er hversu lengi lokunin varir. Í uppfærslu á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs segir að vatn sé nú farið að flæða yfir Dettifossveg og um Sanddal, en ganga þarf um Sanddal frá bílastæðinu við fossinn til þess að komast að fossinum. „Það fer í raun og veru allt á flot þarna á svæðinu umhverfis fossinn. Leiðirnar sem fólk fer að þessu eru gamlir flóðafarvegir og þeir fyllast núna af vatni í þessu,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við Vísi. Auk þess sem að vatnið rennur yfir Dettifossveg rennur það á köflum undir snjóbreiðunni á svæðinu sem gengið er um til þess að komast að fossinum.Dettifoss að sumri til.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vatnajökulsþjóðgjarðs áttuðu sig á aðstæðunum í morgun en mikil hlýindi hafa verið á Norðurlandi undanfarna daga. Guðmundur segir ljóst að aðstæðurnar séu lífshættulegar reyni fólk að ganga að fossinum, því hafi sú ákvörðun verið tekin að loka Dettifossvegi, í samráði við lögreglu og Vegagerðina, og loka því fyrir aðgengi að fossinum. „Þetta er svo mikið vatnsstreymi undir snjónum. Fólk getur mögulega labbað yfir á snjónum en ef það pompar í gegn er engin leið til baka. Þetta er bara lífshættulegt. Menn átta sig ekki alveg á hættunni,“ segir Guðmundur og rifjar upp banaslys sem varð í Sveinsgili við Torfajökul árið 2016 er erlendur ferðamaður rann af snjóbrú og út í á sem rann undir hjarnið. Sem fyrr segir er óvíst hvenær vegurinn að fossinum verður opnaður aftur en Guðmundur bendir á að samskonar aðstæður hafi skapast vorið 2016. Þá var lokað fyrir aðgengi að fossinum í um einn og hálfan sólarhring. Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Þjóðgarðar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Lífshættulegar aðstæður hafa skapast við Dettifoss eftir miklar leysingar undanfarna daga. Dettifossvegi hefur verið lokað vegna ástandsins og óvíst er hversu lengi lokunin varir. Í uppfærslu á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs segir að vatn sé nú farið að flæða yfir Dettifossveg og um Sanddal, en ganga þarf um Sanddal frá bílastæðinu við fossinn til þess að komast að fossinum. „Það fer í raun og veru allt á flot þarna á svæðinu umhverfis fossinn. Leiðirnar sem fólk fer að þessu eru gamlir flóðafarvegir og þeir fyllast núna af vatni í þessu,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við Vísi. Auk þess sem að vatnið rennur yfir Dettifossveg rennur það á köflum undir snjóbreiðunni á svæðinu sem gengið er um til þess að komast að fossinum.Dettifoss að sumri til.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vatnajökulsþjóðgjarðs áttuðu sig á aðstæðunum í morgun en mikil hlýindi hafa verið á Norðurlandi undanfarna daga. Guðmundur segir ljóst að aðstæðurnar séu lífshættulegar reyni fólk að ganga að fossinum, því hafi sú ákvörðun verið tekin að loka Dettifossvegi, í samráði við lögreglu og Vegagerðina, og loka því fyrir aðgengi að fossinum. „Þetta er svo mikið vatnsstreymi undir snjónum. Fólk getur mögulega labbað yfir á snjónum en ef það pompar í gegn er engin leið til baka. Þetta er bara lífshættulegt. Menn átta sig ekki alveg á hættunni,“ segir Guðmundur og rifjar upp banaslys sem varð í Sveinsgili við Torfajökul árið 2016 er erlendur ferðamaður rann af snjóbrú og út í á sem rann undir hjarnið. Sem fyrr segir er óvíst hvenær vegurinn að fossinum verður opnaður aftur en Guðmundur bendir á að samskonar aðstæður hafi skapast vorið 2016. Þá var lokað fyrir aðgengi að fossinum í um einn og hálfan sólarhring.
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Þjóðgarðar Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira