Allt á floti og lífshættulegar aðstæður við Dettifoss Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. apríl 2019 11:45 Svona voru aðstæður við Dettifoss í morgun. Bæst hefur í vatnsflauminn eftir því sem liðið hefur á daginn. Mynd/Sigurður Erlingsson Lífshættulegar aðstæður hafa skapast við Dettifoss eftir miklar leysingar undanfarna daga. Dettifossvegi hefur verið lokað vegna ástandsins og óvíst er hversu lengi lokunin varir. Í uppfærslu á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs segir að vatn sé nú farið að flæða yfir Dettifossveg og um Sanddal, en ganga þarf um Sanddal frá bílastæðinu við fossinn til þess að komast að fossinum. „Það fer í raun og veru allt á flot þarna á svæðinu umhverfis fossinn. Leiðirnar sem fólk fer að þessu eru gamlir flóðafarvegir og þeir fyllast núna af vatni í þessu,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við Vísi. Auk þess sem að vatnið rennur yfir Dettifossveg rennur það á köflum undir snjóbreiðunni á svæðinu sem gengið er um til þess að komast að fossinum.Dettifoss að sumri til.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vatnajökulsþjóðgjarðs áttuðu sig á aðstæðunum í morgun en mikil hlýindi hafa verið á Norðurlandi undanfarna daga. Guðmundur segir ljóst að aðstæðurnar séu lífshættulegar reyni fólk að ganga að fossinum, því hafi sú ákvörðun verið tekin að loka Dettifossvegi, í samráði við lögreglu og Vegagerðina, og loka því fyrir aðgengi að fossinum. „Þetta er svo mikið vatnsstreymi undir snjónum. Fólk getur mögulega labbað yfir á snjónum en ef það pompar í gegn er engin leið til baka. Þetta er bara lífshættulegt. Menn átta sig ekki alveg á hættunni,“ segir Guðmundur og rifjar upp banaslys sem varð í Sveinsgili við Torfajökul árið 2016 er erlendur ferðamaður rann af snjóbrú og út í á sem rann undir hjarnið. Sem fyrr segir er óvíst hvenær vegurinn að fossinum verður opnaður aftur en Guðmundur bendir á að samskonar aðstæður hafi skapast vorið 2016. Þá var lokað fyrir aðgengi að fossinum í um einn og hálfan sólarhring. Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Þjóðgarðar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira
Lífshættulegar aðstæður hafa skapast við Dettifoss eftir miklar leysingar undanfarna daga. Dettifossvegi hefur verið lokað vegna ástandsins og óvíst er hversu lengi lokunin varir. Í uppfærslu á Facebook-síðu Vatnajökulsþjóðgarðs segir að vatn sé nú farið að flæða yfir Dettifossveg og um Sanddal, en ganga þarf um Sanddal frá bílastæðinu við fossinn til þess að komast að fossinum. „Það fer í raun og veru allt á flot þarna á svæðinu umhverfis fossinn. Leiðirnar sem fólk fer að þessu eru gamlir flóðafarvegir og þeir fyllast núna af vatni í þessu,“ segir Guðmundur Ögmundsson, þjóðgarðsvörður í Ásbyrgi, í samtali við Vísi. Auk þess sem að vatnið rennur yfir Dettifossveg rennur það á köflum undir snjóbreiðunni á svæðinu sem gengið er um til þess að komast að fossinum.Dettifoss að sumri til.Vísir/VilhelmStarfsmenn Vatnajökulsþjóðgjarðs áttuðu sig á aðstæðunum í morgun en mikil hlýindi hafa verið á Norðurlandi undanfarna daga. Guðmundur segir ljóst að aðstæðurnar séu lífshættulegar reyni fólk að ganga að fossinum, því hafi sú ákvörðun verið tekin að loka Dettifossvegi, í samráði við lögreglu og Vegagerðina, og loka því fyrir aðgengi að fossinum. „Þetta er svo mikið vatnsstreymi undir snjónum. Fólk getur mögulega labbað yfir á snjónum en ef það pompar í gegn er engin leið til baka. Þetta er bara lífshættulegt. Menn átta sig ekki alveg á hættunni,“ segir Guðmundur og rifjar upp banaslys sem varð í Sveinsgili við Torfajökul árið 2016 er erlendur ferðamaður rann af snjóbrú og út í á sem rann undir hjarnið. Sem fyrr segir er óvíst hvenær vegurinn að fossinum verður opnaður aftur en Guðmundur bendir á að samskonar aðstæður hafi skapast vorið 2016. Þá var lokað fyrir aðgengi að fossinum í um einn og hálfan sólarhring.
Ferðamennska á Íslandi Norðurþing Samgöngur Skútustaðahreppur Þjóðgarðar Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Sjá meira