Katie og svartholið Katrín Atladóttir skrifar 15. apríl 2019 07:00 Í síðustu viku birtist í fyrsta skipti mynd af svartholi. Strax á eftir birtist mynd af ungri konu ásamt skjá með myndinni af svartholinu. Það fór ekki fram hjá neinum sem virti myndina af henni fyrir sér hversu stolt og ánægð hún var. Það var mynd af Katie Bouman, sem forritaði algrímið sem gerði kleift að setja saman myndina. Katie Bouman er 29 ára tölvunarfræðingur og hafði, ásamt 200 manna teymi, unnið að þessu markmiði í þrjú ár.Störf framtíðarinnar Talið er að það muni vanta 800 þúsund manns með tæknimenntun í Evrópu árið 2020. Auk þess er talið að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Þess vegna mun fólk þurfa að reiða sig mun frekar á tækni og tæknilæsi þegar kemur að störfum framtíðarinnar. Í dag eru konur miklu síður líklegri til að velja sér nám í tækni. Við verðum að auka veg þeirra, bæði svo þær missi ekki af tækifærum í þessum atvinnugreinum, en einnig því viljum ekki að ný tækni verði mótuð af körlum eingöngu. En hvað veldur því að konur sækja síður í þessar námsgreinar?Skortur á fyrirmyndum Ég tók nýlega þátt í málstofu sem bar yfirskriftina „Af hverju halda stelpur að þær geti ekki forritað?“. Allir sem þar komu fram voru sammála um að ástæðurnar væru sennilega margar og margþættar. Til dæmis er mikilvægt að kynna tækni og forritun fyrir börnum strax í grunnskóla, fólk velur sér ekki það sem það þekkir ekki. En hluti af ástæðunni er að fáar kvenkyns fyrirmyndir eru sýnilegar. Fyrirmyndir skipta nefnilega máli. Að sjá konur gera alls konar hluti, sáir fræjum hjá stelpum og gerir það að verkum að þær eru líklegri til að líta til þeirra starfa þegar þær hugsa um hvað þær vilja gera í framtíðinni. Ég er fullviss um að við munum sjá fleiri stúlkur sækja sér menntun í tækni í framtíðinni, ekki síst vegna fyrirmynda á borð við Katie Bouman.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Katrín Atladóttir Skóla - og menntamál Tækni Tengdar fréttir Forrit hinnar þrítugu Katie Bouman varpaði ljósi á svartholið Tuttugu og níu ára gömlum tölvunarfræðingi er nú hrósað víða um heim fyrir að hafa þróað reiknirit sem skapaði fyrstu myndina af svartholi. 11. apríl 2019 11:26 Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00 Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku birtist í fyrsta skipti mynd af svartholi. Strax á eftir birtist mynd af ungri konu ásamt skjá með myndinni af svartholinu. Það fór ekki fram hjá neinum sem virti myndina af henni fyrir sér hversu stolt og ánægð hún var. Það var mynd af Katie Bouman, sem forritaði algrímið sem gerði kleift að setja saman myndina. Katie Bouman er 29 ára tölvunarfræðingur og hafði, ásamt 200 manna teymi, unnið að þessu markmiði í þrjú ár.Störf framtíðarinnar Talið er að það muni vanta 800 þúsund manns með tæknimenntun í Evrópu árið 2020. Auk þess er talið að minnst 65% starfa framtíðarinnar séu ekki til í dag. Þess vegna mun fólk þurfa að reiða sig mun frekar á tækni og tæknilæsi þegar kemur að störfum framtíðarinnar. Í dag eru konur miklu síður líklegri til að velja sér nám í tækni. Við verðum að auka veg þeirra, bæði svo þær missi ekki af tækifærum í þessum atvinnugreinum, en einnig því viljum ekki að ný tækni verði mótuð af körlum eingöngu. En hvað veldur því að konur sækja síður í þessar námsgreinar?Skortur á fyrirmyndum Ég tók nýlega þátt í málstofu sem bar yfirskriftina „Af hverju halda stelpur að þær geti ekki forritað?“. Allir sem þar komu fram voru sammála um að ástæðurnar væru sennilega margar og margþættar. Til dæmis er mikilvægt að kynna tækni og forritun fyrir börnum strax í grunnskóla, fólk velur sér ekki það sem það þekkir ekki. En hluti af ástæðunni er að fáar kvenkyns fyrirmyndir eru sýnilegar. Fyrirmyndir skipta nefnilega máli. Að sjá konur gera alls konar hluti, sáir fræjum hjá stelpum og gerir það að verkum að þær eru líklegri til að líta til þeirra starfa þegar þær hugsa um hvað þær vilja gera í framtíðinni. Ég er fullviss um að við munum sjá fleiri stúlkur sækja sér menntun í tækni í framtíðinni, ekki síst vegna fyrirmynda á borð við Katie Bouman.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Forrit hinnar þrítugu Katie Bouman varpaði ljósi á svartholið Tuttugu og níu ára gömlum tölvunarfræðingi er nú hrósað víða um heim fyrir að hafa þróað reiknirit sem skapaði fyrstu myndina af svartholi. 11. apríl 2019 11:26
Ljósmynduðu svarthol í fyrsta skipti Aldrei áður hafa vísindamenn fengið beinar sjónrænar vísbendingar um tilvist svarthola. Myndin sem tilkynnt var um í dag er sú fyrsta sinnar tegundar. 10. apríl 2019 13:00
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun