Ilhan Omar sögð hata Bandaríkin eftir ummæli um 11. september sem hún segir slitin úr samhengi Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 15:03 Ilhan Omar hefur verið gagnrýnd af andstæðingum sínum en studd af samflokksmönnum Getty/Bloomberg/NewYorkPost Ilhan Omar, þingkona demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota, segir að ekki verði þaggað niður í henni. Þingkonan hefur verið harðlega gagnrýnd af stuðningsmönnum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og samflokksmönnum hans í Repúblikanaflokknum. Gagnrýnin kemur til vegna ummæla sem andstæðingar hennar telja að hafi gert lítið úr hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnanna í New York, 11. september 2011. BBC greinir frá. Einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001 Donald Trump deildi á dögunum myndbandi með fylgjendum sínum á Twitter, á myndbandinu, sem nú hefur verið fest (e. Pinned), sést Omar í pontu á fjórða árlega málsverði stofnunarinnar CAIR (Council on American-Islamic Relations) í Kalíforníu. Myndbandinu fylgdi textinn VIÐ MUNUM ALDREI GLEYMA (WE WILL NEVER FORGET). Þar segir hún að CAIR hafi verið stofnað eftir að einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001, og vísar þar til hryðjuverkaárásarinnar. Myndskeiðið sem Trump birtir inniheldur þennan ræðubút og er hann klipptur á milli fréttamynda frá deginum örlagaríka í New York. WE WILL NEVER FORGET! pic.twitter.com/VxrGFRFeJM — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2019 Repúblikanar hafa gagnrýnt þingkonuna ungu fyrir þessi ummæli og segja hana gera lítið úr hryðjuverkaárásunum með þeim. Samflokksmenn Omar í Demókrataflokknum hafa varið hana og segja ummælin tekin úr samhengi en ummælin voru hluti 20 mínútna langrar ræðu sem Omar hélt 23. mars síðastliðinn. Ummælin hluti af tuttugu mínútna langri ræðu„Ummælin í heild sinni voru eitthvað á þessa leið: „Hér er sannleikurinn. Í allt of langan tíma höfum við [múslimar] þurft að lifa sem annars flokks borgarar og í hreinskilni sagt er ég þreytt á því, hver einasti múslimi í þessu landi ætti að vera orðinn þreyttur á því,“ segir Omar áður en kemur að ummælin sem birtast í myndbandi Trump. „CAIR var stofnað eftir 11.september af því að þau áttuðu sig á því að einhverjir gerðu eitthvað og við öll misstum réttindi okkar í kjölfarið,“ sagði Omar.Omar sem sagði í ræðunni að CAIR hafi verið stofnað 2001 leiðrétti það seinna meir eftir að Washington Post hafði bent á að samtökin voru stofnuð 1994. Omar sagði að það sem hún hefði viljað sagt hafa væri að fjöldi félagsmanna hefði meira en tvöfaldast eftir árásirnar.Ræðubrotið komst í umræðuna vestanhafs 9. Apríl síðastliðinn og gagnrýndu fjöldi repúblikana þingkonuna harðlega og sögðu hana vera bæði stunda gyðingahatur og hatur á Bandaríkjunum sjálfum (anti-semitic and anti-american). Það voru þó ekki bara Repúblikanar á Twitter sem tóku ummælum Ilhan Omar illla. Dagblaðið New York Post birti mynd af tvíburaturnunum á forsíðu blaðsins með orðunum „Hér er eitthvað – 2.977 látnir vegna hryðjuverka.“ Forsíðan var gagnrýnd af stuðningsmönnum Omar en stuðningsmenn Trump fögnuðu henni mjög. Daginn eftir birti Trump myndbandið fræga á Twitter síðu sinni. Stuðningsmenn Omar tóku aftur til varnar og þar á meðal voru fjöldi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Stuðningsmenn hennar sögðu forsetann vera að hvetja til ofbeldis með framferði sínu.Í gærkvöldi þakkaði þingkonan, sem er önnur konan sem aðhyllist múslimatrú sem kjörin er á þing og sú fyrsta sem klæðist hijab höfuðklæði, fyrir veittan stuðning í baráttunni gegn ríkisstjórn sem byggði framboð sitt á því að banna múslimum inngöngu til Bandaríkjanna, og í baráttunni fyrir Bandaríkjunum sem allir ættu skilið. Bandaríkin Donald Trump Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira
Ilhan Omar, þingkona demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota, segir að ekki verði þaggað niður í henni. Þingkonan hefur verið harðlega gagnrýnd af stuðningsmönnum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og samflokksmönnum hans í Repúblikanaflokknum. Gagnrýnin kemur til vegna ummæla sem andstæðingar hennar telja að hafi gert lítið úr hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnanna í New York, 11. september 2011. BBC greinir frá. Einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001 Donald Trump deildi á dögunum myndbandi með fylgjendum sínum á Twitter, á myndbandinu, sem nú hefur verið fest (e. Pinned), sést Omar í pontu á fjórða árlega málsverði stofnunarinnar CAIR (Council on American-Islamic Relations) í Kalíforníu. Myndbandinu fylgdi textinn VIÐ MUNUM ALDREI GLEYMA (WE WILL NEVER FORGET). Þar segir hún að CAIR hafi verið stofnað eftir að einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001, og vísar þar til hryðjuverkaárásarinnar. Myndskeiðið sem Trump birtir inniheldur þennan ræðubút og er hann klipptur á milli fréttamynda frá deginum örlagaríka í New York. WE WILL NEVER FORGET! pic.twitter.com/VxrGFRFeJM — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2019 Repúblikanar hafa gagnrýnt þingkonuna ungu fyrir þessi ummæli og segja hana gera lítið úr hryðjuverkaárásunum með þeim. Samflokksmenn Omar í Demókrataflokknum hafa varið hana og segja ummælin tekin úr samhengi en ummælin voru hluti 20 mínútna langrar ræðu sem Omar hélt 23. mars síðastliðinn. Ummælin hluti af tuttugu mínútna langri ræðu„Ummælin í heild sinni voru eitthvað á þessa leið: „Hér er sannleikurinn. Í allt of langan tíma höfum við [múslimar] þurft að lifa sem annars flokks borgarar og í hreinskilni sagt er ég þreytt á því, hver einasti múslimi í þessu landi ætti að vera orðinn þreyttur á því,“ segir Omar áður en kemur að ummælin sem birtast í myndbandi Trump. „CAIR var stofnað eftir 11.september af því að þau áttuðu sig á því að einhverjir gerðu eitthvað og við öll misstum réttindi okkar í kjölfarið,“ sagði Omar.Omar sem sagði í ræðunni að CAIR hafi verið stofnað 2001 leiðrétti það seinna meir eftir að Washington Post hafði bent á að samtökin voru stofnuð 1994. Omar sagði að það sem hún hefði viljað sagt hafa væri að fjöldi félagsmanna hefði meira en tvöfaldast eftir árásirnar.Ræðubrotið komst í umræðuna vestanhafs 9. Apríl síðastliðinn og gagnrýndu fjöldi repúblikana þingkonuna harðlega og sögðu hana vera bæði stunda gyðingahatur og hatur á Bandaríkjunum sjálfum (anti-semitic and anti-american). Það voru þó ekki bara Repúblikanar á Twitter sem tóku ummælum Ilhan Omar illla. Dagblaðið New York Post birti mynd af tvíburaturnunum á forsíðu blaðsins með orðunum „Hér er eitthvað – 2.977 látnir vegna hryðjuverka.“ Forsíðan var gagnrýnd af stuðningsmönnum Omar en stuðningsmenn Trump fögnuðu henni mjög. Daginn eftir birti Trump myndbandið fræga á Twitter síðu sinni. Stuðningsmenn Omar tóku aftur til varnar og þar á meðal voru fjöldi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Stuðningsmenn hennar sögðu forsetann vera að hvetja til ofbeldis með framferði sínu.Í gærkvöldi þakkaði þingkonan, sem er önnur konan sem aðhyllist múslimatrú sem kjörin er á þing og sú fyrsta sem klæðist hijab höfuðklæði, fyrir veittan stuðning í baráttunni gegn ríkisstjórn sem byggði framboð sitt á því að banna múslimum inngöngu til Bandaríkjanna, og í baráttunni fyrir Bandaríkjunum sem allir ættu skilið.
Bandaríkin Donald Trump Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Fleiri fréttir Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Sjá meira