Ilhan Omar sögð hata Bandaríkin eftir ummæli um 11. september sem hún segir slitin úr samhengi Andri Eysteinsson skrifar 14. apríl 2019 15:03 Ilhan Omar hefur verið gagnrýnd af andstæðingum sínum en studd af samflokksmönnum Getty/Bloomberg/NewYorkPost Ilhan Omar, þingkona demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota, segir að ekki verði þaggað niður í henni. Þingkonan hefur verið harðlega gagnrýnd af stuðningsmönnum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og samflokksmönnum hans í Repúblikanaflokknum. Gagnrýnin kemur til vegna ummæla sem andstæðingar hennar telja að hafi gert lítið úr hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnanna í New York, 11. september 2011. BBC greinir frá. Einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001 Donald Trump deildi á dögunum myndbandi með fylgjendum sínum á Twitter, á myndbandinu, sem nú hefur verið fest (e. Pinned), sést Omar í pontu á fjórða árlega málsverði stofnunarinnar CAIR (Council on American-Islamic Relations) í Kalíforníu. Myndbandinu fylgdi textinn VIÐ MUNUM ALDREI GLEYMA (WE WILL NEVER FORGET). Þar segir hún að CAIR hafi verið stofnað eftir að einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001, og vísar þar til hryðjuverkaárásarinnar. Myndskeiðið sem Trump birtir inniheldur þennan ræðubút og er hann klipptur á milli fréttamynda frá deginum örlagaríka í New York. WE WILL NEVER FORGET! pic.twitter.com/VxrGFRFeJM — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2019 Repúblikanar hafa gagnrýnt þingkonuna ungu fyrir þessi ummæli og segja hana gera lítið úr hryðjuverkaárásunum með þeim. Samflokksmenn Omar í Demókrataflokknum hafa varið hana og segja ummælin tekin úr samhengi en ummælin voru hluti 20 mínútna langrar ræðu sem Omar hélt 23. mars síðastliðinn. Ummælin hluti af tuttugu mínútna langri ræðu„Ummælin í heild sinni voru eitthvað á þessa leið: „Hér er sannleikurinn. Í allt of langan tíma höfum við [múslimar] þurft að lifa sem annars flokks borgarar og í hreinskilni sagt er ég þreytt á því, hver einasti múslimi í þessu landi ætti að vera orðinn þreyttur á því,“ segir Omar áður en kemur að ummælin sem birtast í myndbandi Trump. „CAIR var stofnað eftir 11.september af því að þau áttuðu sig á því að einhverjir gerðu eitthvað og við öll misstum réttindi okkar í kjölfarið,“ sagði Omar.Omar sem sagði í ræðunni að CAIR hafi verið stofnað 2001 leiðrétti það seinna meir eftir að Washington Post hafði bent á að samtökin voru stofnuð 1994. Omar sagði að það sem hún hefði viljað sagt hafa væri að fjöldi félagsmanna hefði meira en tvöfaldast eftir árásirnar.Ræðubrotið komst í umræðuna vestanhafs 9. Apríl síðastliðinn og gagnrýndu fjöldi repúblikana þingkonuna harðlega og sögðu hana vera bæði stunda gyðingahatur og hatur á Bandaríkjunum sjálfum (anti-semitic and anti-american). Það voru þó ekki bara Repúblikanar á Twitter sem tóku ummælum Ilhan Omar illla. Dagblaðið New York Post birti mynd af tvíburaturnunum á forsíðu blaðsins með orðunum „Hér er eitthvað – 2.977 látnir vegna hryðjuverka.“ Forsíðan var gagnrýnd af stuðningsmönnum Omar en stuðningsmenn Trump fögnuðu henni mjög. Daginn eftir birti Trump myndbandið fræga á Twitter síðu sinni. Stuðningsmenn Omar tóku aftur til varnar og þar á meðal voru fjöldi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Stuðningsmenn hennar sögðu forsetann vera að hvetja til ofbeldis með framferði sínu.Í gærkvöldi þakkaði þingkonan, sem er önnur konan sem aðhyllist múslimatrú sem kjörin er á þing og sú fyrsta sem klæðist hijab höfuðklæði, fyrir veittan stuðning í baráttunni gegn ríkisstjórn sem byggði framboð sitt á því að banna múslimum inngöngu til Bandaríkjanna, og í baráttunni fyrir Bandaríkjunum sem allir ættu skilið. Bandaríkin Donald Trump Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Ilhan Omar, þingkona demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Minnesota, segir að ekki verði þaggað niður í henni. Þingkonan hefur verið harðlega gagnrýnd af stuðningsmönnum Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og samflokksmönnum hans í Repúblikanaflokknum. Gagnrýnin kemur til vegna ummæla sem andstæðingar hennar telja að hafi gert lítið úr hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnanna í New York, 11. september 2011. BBC greinir frá. Einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001 Donald Trump deildi á dögunum myndbandi með fylgjendum sínum á Twitter, á myndbandinu, sem nú hefur verið fest (e. Pinned), sést Omar í pontu á fjórða árlega málsverði stofnunarinnar CAIR (Council on American-Islamic Relations) í Kalíforníu. Myndbandinu fylgdi textinn VIÐ MUNUM ALDREI GLEYMA (WE WILL NEVER FORGET). Þar segir hún að CAIR hafi verið stofnað eftir að einhverjir gerðu eitthvað 11. september 2001, og vísar þar til hryðjuverkaárásarinnar. Myndskeiðið sem Trump birtir inniheldur þennan ræðubút og er hann klipptur á milli fréttamynda frá deginum örlagaríka í New York. WE WILL NEVER FORGET! pic.twitter.com/VxrGFRFeJM — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 12, 2019 Repúblikanar hafa gagnrýnt þingkonuna ungu fyrir þessi ummæli og segja hana gera lítið úr hryðjuverkaárásunum með þeim. Samflokksmenn Omar í Demókrataflokknum hafa varið hana og segja ummælin tekin úr samhengi en ummælin voru hluti 20 mínútna langrar ræðu sem Omar hélt 23. mars síðastliðinn. Ummælin hluti af tuttugu mínútna langri ræðu„Ummælin í heild sinni voru eitthvað á þessa leið: „Hér er sannleikurinn. Í allt of langan tíma höfum við [múslimar] þurft að lifa sem annars flokks borgarar og í hreinskilni sagt er ég þreytt á því, hver einasti múslimi í þessu landi ætti að vera orðinn þreyttur á því,“ segir Omar áður en kemur að ummælin sem birtast í myndbandi Trump. „CAIR var stofnað eftir 11.september af því að þau áttuðu sig á því að einhverjir gerðu eitthvað og við öll misstum réttindi okkar í kjölfarið,“ sagði Omar.Omar sem sagði í ræðunni að CAIR hafi verið stofnað 2001 leiðrétti það seinna meir eftir að Washington Post hafði bent á að samtökin voru stofnuð 1994. Omar sagði að það sem hún hefði viljað sagt hafa væri að fjöldi félagsmanna hefði meira en tvöfaldast eftir árásirnar.Ræðubrotið komst í umræðuna vestanhafs 9. Apríl síðastliðinn og gagnrýndu fjöldi repúblikana þingkonuna harðlega og sögðu hana vera bæði stunda gyðingahatur og hatur á Bandaríkjunum sjálfum (anti-semitic and anti-american). Það voru þó ekki bara Repúblikanar á Twitter sem tóku ummælum Ilhan Omar illla. Dagblaðið New York Post birti mynd af tvíburaturnunum á forsíðu blaðsins með orðunum „Hér er eitthvað – 2.977 látnir vegna hryðjuverka.“ Forsíðan var gagnrýnd af stuðningsmönnum Omar en stuðningsmenn Trump fögnuðu henni mjög. Daginn eftir birti Trump myndbandið fræga á Twitter síðu sinni. Stuðningsmenn Omar tóku aftur til varnar og þar á meðal voru fjöldi forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins. Stuðningsmenn hennar sögðu forsetann vera að hvetja til ofbeldis með framferði sínu.Í gærkvöldi þakkaði þingkonan, sem er önnur konan sem aðhyllist múslimatrú sem kjörin er á þing og sú fyrsta sem klæðist hijab höfuðklæði, fyrir veittan stuðning í baráttunni gegn ríkisstjórn sem byggði framboð sitt á því að banna múslimum inngöngu til Bandaríkjanna, og í baráttunni fyrir Bandaríkjunum sem allir ættu skilið.
Bandaríkin Donald Trump Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira