„Ég var ekki rekinn“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2019 18:17 Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion. „Nei, ég var ekki rekinn,“ sagði Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion banka, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Höskuldur hefur stýrt bankanum undanfarin níu ár en hann sagði við RÚV að þessi ákvörðun um að hætta væri alfarið hans eigin. Bankinn hefur tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri með gjaldþrotum kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air fyrr í vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Höskuldur sagði við RÚV að þessir skellir hefðu ekki eingöngu átt þátt í því að hann ákvað að hætta, þó þeir hafi vissulega verið hluti af þeirri heild sem varð til þess að hann sagði starfi sínu lausu. Hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið mjög vel, bankinn sé með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW sé langt undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Sagðist Höskuldur hafa verið lengi við störf og búinn að velta þessari ákvörðun fyrir sér undanfarna daga og vikur. Hann komst að þeirri niðurstöðu að komið sé nóg og ágætt að fara að gera eitthvað annað. Hann sagði að arftaka sínum biði skemmtilegt verkefni því staðan sé góð og hægt að byggja vel ofan á hana. Var Höskuldur spurður hvað hefði engu að síður valdið því að bankinn skilaði tapi undanfarið en hann sagði að fall þessara fyrrnefndu fyrirtækja hefðu haft neikvæð áhrif á afkomuna en benti á að grunnreksturinn væri góður. Sagði Höskuldur að það væri hlutverk bankastjórnenda að taka áhættu og langflestum tilvikum gangi það upp og rati ekki í fréttirnar. „Við höfum örugglega gert einhver mistök þarna,“ sagði Höskuldur um fyrirtækin þrjú. Íslenskir bankar Salan á Arion banka United Silicon Vistaskipti WOW Air Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Nei, ég var ekki rekinn,“ sagði Höskuldur Ólafsson, fráfarandi bankastjóri Arion banka, í samtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins fyrr í dag. Höskuldur hefur stýrt bankanum undanfarin níu ár en hann sagði við RÚV að þessi ákvörðun um að hætta væri alfarið hans eigin. Bankinn hefur tekið á sig þrjá skelli undanfarin misseri með gjaldþrotum kísilversins United Silicon í janúar í fyrra, flugfélagsins Primera Air síðastliðið haust og WOW air fyrr í vetur. Lánveiting Arion vegna United Silicon nam átta milljörðum og tapaði bankinn um þremur milljörðum vegna Primera. Höskuldur sagði við RÚV að þessir skellir hefðu ekki eingöngu átt þátt í því að hann ákvað að hætta, þó þeir hafi vissulega verið hluti af þeirri heild sem varð til þess að hann sagði starfi sínu lausu. Hann sagði útlánastarfsemi bankans hafa gengið mjög vel, bankinn sé með 830 milljarða króna lánabók og höggið af WOW sé langt undir hálfu prósenti, eða undir 4,15 milljörðum miðað við það sem hann sagði í viðtalinu. Sagðist Höskuldur hafa verið lengi við störf og búinn að velta þessari ákvörðun fyrir sér undanfarna daga og vikur. Hann komst að þeirri niðurstöðu að komið sé nóg og ágætt að fara að gera eitthvað annað. Hann sagði að arftaka sínum biði skemmtilegt verkefni því staðan sé góð og hægt að byggja vel ofan á hana. Var Höskuldur spurður hvað hefði engu að síður valdið því að bankinn skilaði tapi undanfarið en hann sagði að fall þessara fyrrnefndu fyrirtækja hefðu haft neikvæð áhrif á afkomuna en benti á að grunnreksturinn væri góður. Sagði Höskuldur að það væri hlutverk bankastjórnenda að taka áhættu og langflestum tilvikum gangi það upp og rati ekki í fréttirnar. „Við höfum örugglega gert einhver mistök þarna,“ sagði Höskuldur um fyrirtækin þrjú.
Íslenskir bankar Salan á Arion banka United Silicon Vistaskipti WOW Air Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira