Neysla ungmenna á kókaíni að aukast og verða hættulegri Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 11. apríl 2019 19:15 Neysla ungmenna á kókaíni hefur aukist á undanförnum árum. Þar að auki eru efnin sterkari og fólk er farið að sprauta þeim í sig og reykja þau. Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, segir þróunina gríðarlegt vandamál. „Það eru þrettán prósent þeirra ungmenna sem komu í fyrra, voru með kókaínneyslu sem fyrstu greiningu á neyslu, fíknivanda, og þetta er að aukast mjög mikið síðustu árinn,“ sagði Víðir í fréttum Stöðvar 2. Hann sagði neysluna hafa náð toppi í góðærinu 2007 en það hafi dottið niður. Nú sé komin mikil neysla. „Það sem er alvarlegt við þessa neyslu á kókaíni er að unga fólkið okkar er ekki bara að taka þetta í nefið, heldur er það að sprauta sig með þessu, það er að reykja þetta. Það fær gríðarlega mikinn styrk af efninu inn í taugakerfið og það er mjög hættulegt,“ sagði Víðir. „Við erum að heyra mjög sorglegar fréttir af þessu og þetta er gríðarlegur vandi.“ Hann segir að í fyrra hafi um tvö hundruð krakkar, yngri en tuttugu ára gamlir, komið á vog. „Við teljum að þrjátíu til fjörutíu prósent af þessum krökkum séu að sprauta sig með fíkniefnum.“ Af þeim sem séu yngri en nítján ára séu þrettán prósent að nota kókaín. „Það er því ansi stór hópur.“ Víðir sagði einnig að á undanförnum hafi ungt fólk fengið aðgang að miklu sterkari efnum en áður. „Áður fyrr var það þannig að salarnir geymdu lélegri efnin fyrir ungmenni sem höfðu minni fjárráð og gátu ekki borgað eins mikið og fullorðna fólkið fékk góðu efnin. Núna er svo mikið framboð, virðist vera, af kókaíni að það er mjög ungt fólk að fá mjög sterk efni,“ sagði Víðir. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. 11. apríl 2019 18:30 Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Neysla ungmenna á kókaíni hefur aukist á undanförnum árum. Þar að auki eru efnin sterkari og fólk er farið að sprauta þeim í sig og reykja þau. Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, segir þróunina gríðarlegt vandamál. „Það eru þrettán prósent þeirra ungmenna sem komu í fyrra, voru með kókaínneyslu sem fyrstu greiningu á neyslu, fíknivanda, og þetta er að aukast mjög mikið síðustu árinn,“ sagði Víðir í fréttum Stöðvar 2. Hann sagði neysluna hafa náð toppi í góðærinu 2007 en það hafi dottið niður. Nú sé komin mikil neysla. „Það sem er alvarlegt við þessa neyslu á kókaíni er að unga fólkið okkar er ekki bara að taka þetta í nefið, heldur er það að sprauta sig með þessu, það er að reykja þetta. Það fær gríðarlega mikinn styrk af efninu inn í taugakerfið og það er mjög hættulegt,“ sagði Víðir. „Við erum að heyra mjög sorglegar fréttir af þessu og þetta er gríðarlegur vandi.“ Hann segir að í fyrra hafi um tvö hundruð krakkar, yngri en tuttugu ára gamlir, komið á vog. „Við teljum að þrjátíu til fjörutíu prósent af þessum krökkum séu að sprauta sig með fíkniefnum.“ Af þeim sem séu yngri en nítján ára séu þrettán prósent að nota kókaín. „Það er því ansi stór hópur.“ Víðir sagði einnig að á undanförnum hafi ungt fólk fengið aðgang að miklu sterkari efnum en áður. „Áður fyrr var það þannig að salarnir geymdu lélegri efnin fyrir ungmenni sem höfðu minni fjárráð og gátu ekki borgað eins mikið og fullorðna fólkið fékk góðu efnin. Núna er svo mikið framboð, virðist vera, af kókaíni að það er mjög ungt fólk að fá mjög sterk efni,“ sagði Víðir.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. 11. apríl 2019 18:30 Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Andlát ungrar konu eftir afskipti lögreglu til rannsóknar Konan hafði verið í samkvæmi þar sem mikið var um eiturlyf. Foreldrar hennar eru ósáttir við meðferð lögreglu á dóttur þeirra. 11. apríl 2019 18:30
Kókaínið hér á landi verður sífellt hreinna og hættulegra Rannsóknastofa Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði merkir aukningu í styrkleika kókaíns sem haldlagt hefur verið hér á landi síðustu ár. 11. apríl 2019 06:15