Ekki öll nótt úti hjá Manchester United á móti Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2019 09:00 Sigurmark Barcelona að verða að veruleika. Luis Suarez hefur skallað boltann í Luke Shaw og hann er á leiðinni í markið. Getty/ Robbie Jay Barratt Knattspyrnuspekingur hjá breska ríkisútvarpinu er ekkert allt of svartsýnn á möguleika Manchester United á móti Barcelona á sæti í undanúrslitunum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap á heimavelli í gærkvöldi. Dion Dublin, fyrrum framherji Manchester United, fór yfir stöðuna hjá Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans, eftir 1-0 tapið á móti Barcelona. „Það jákvæðasta sem Manchester United getur tekið út úr tapinu á móti Barcelona á miðvikudagskvöldið en að liðið tapaði leiknum með aðeins einu marki,“ sagði Dion Dublin í útvarpspistli sínum fyrir Radio 5 live á BBC."We did not see enough of the creative side of Pogba's game. He will have to do much better next week." Dion Dublin has spoken!https://t.co/T9cKO0UvLq#mufc#Barcapic.twitter.com/Asrkc6FO9c — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„United liðið gerði ekki nóg til að eiga eitthvað skilið úr þessum fyrsta leik liðanna en úrslitin þýða að Manchester United á enn möguleika í þessu einvígi,“ sagði Dublin. „Auðvitað verður gríðarlega erfitt að vinna Barcelona í þeirra eigin bakgarði en ég trúi því að Ole Gunnar Solskjaer hafi hins vegar vopnin til þess,“ sagði Dublin. Manchester United gerði vissulega betur í fyrri leiknum á móti Barcelona en í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain sem tapaðist 2-0. United tryggði sig áfram með því að vinna seinni leikinn 3-1 í París. „Ef þeir mæta með jákvætt hugarfar þá geta þeir sett Barcelona liðið undir pressu. Við sáum það við og við í þessum fyrsta leik. United þarf bara eitt mark til að jafna einvígið og ég tel að þeir þurfi meira segja ekki að skora snemma í leiknum,“ sagði Dublin.Ole Gunnar Solskjaer still believes... #mufcpic.twitter.com/x8IVKoPaj3 — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„Svo lengi sem staðan helst 1-0 samanlagt þá verður United inn í einvíginu og halda alltaf voninni. Alveg eins og þeir gerðu í þessum seinni leik í síðustu umferð á móti Paris Saint Germain. Við sáum síðan hvað gerðist þar,“ saðgi Dublin. „United var allt of aðgerðalaust í byrjun leiksins á móti Barcelona. Þeirra upplegg var greinilega að leyfa Barcelona að vera með boltann og síðan að reyna að ná skyndisóknum. Ég býst aldrei við slíkri taktík á Old Trafford. Ég vil sjá United sýna að þetta sér þeirra heimavöllur og þar leyfi þeir engu liði að yfirspila sitt lið,“ sagði Dublin. „Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem liðið hans Solskjær reyndi að gera eitthvað. Þá litu þeir vel út og tempóið var gott. Góðu kaflar United voru kannski bara í 20 til 25 mínútur af þessum 90 mínútum en þá var liði að pressa Barcelona hátt og koma mönnum inn í teig Barcelona,“ sagði Dublin. „Barcelona gerði einföldu hlutina mjög vel og sköpuðu fleiri færi. Liðið hans Ernesto Valverde átti sigurinn skilinn og þeir eru líklegri til að komast áfram í undanúrslitin,“ sagði Dublin en það má finna allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira
Knattspyrnuspekingur hjá breska ríkisútvarpinu er ekkert allt of svartsýnn á möguleika Manchester United á móti Barcelona á sæti í undanúrslitunum Meistaradeildarinnar þrátt fyrir tap á heimavelli í gærkvöldi. Dion Dublin, fyrrum framherji Manchester United, fór yfir stöðuna hjá Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans, eftir 1-0 tapið á móti Barcelona. „Það jákvæðasta sem Manchester United getur tekið út úr tapinu á móti Barcelona á miðvikudagskvöldið en að liðið tapaði leiknum með aðeins einu marki,“ sagði Dion Dublin í útvarpspistli sínum fyrir Radio 5 live á BBC."We did not see enough of the creative side of Pogba's game. He will have to do much better next week." Dion Dublin has spoken!https://t.co/T9cKO0UvLq#mufc#Barcapic.twitter.com/Asrkc6FO9c — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„United liðið gerði ekki nóg til að eiga eitthvað skilið úr þessum fyrsta leik liðanna en úrslitin þýða að Manchester United á enn möguleika í þessu einvígi,“ sagði Dublin. „Auðvitað verður gríðarlega erfitt að vinna Barcelona í þeirra eigin bakgarði en ég trúi því að Ole Gunnar Solskjaer hafi hins vegar vopnin til þess,“ sagði Dublin. Manchester United gerði vissulega betur í fyrri leiknum á móti Barcelona en í fyrri leiknum á móti Paris Saint Germain sem tapaðist 2-0. United tryggði sig áfram með því að vinna seinni leikinn 3-1 í París. „Ef þeir mæta með jákvætt hugarfar þá geta þeir sett Barcelona liðið undir pressu. Við sáum það við og við í þessum fyrsta leik. United þarf bara eitt mark til að jafna einvígið og ég tel að þeir þurfi meira segja ekki að skora snemma í leiknum,“ sagði Dublin.Ole Gunnar Solskjaer still believes... #mufcpic.twitter.com/x8IVKoPaj3 — BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019„Svo lengi sem staðan helst 1-0 samanlagt þá verður United inn í einvíginu og halda alltaf voninni. Alveg eins og þeir gerðu í þessum seinni leik í síðustu umferð á móti Paris Saint Germain. Við sáum síðan hvað gerðist þar,“ saðgi Dublin. „United var allt of aðgerðalaust í byrjun leiksins á móti Barcelona. Þeirra upplegg var greinilega að leyfa Barcelona að vera með boltann og síðan að reyna að ná skyndisóknum. Ég býst aldrei við slíkri taktík á Old Trafford. Ég vil sjá United sýna að þetta sér þeirra heimavöllur og þar leyfi þeir engu liði að yfirspila sitt lið,“ sagði Dublin. „Það var ekki fyrr en í seinni hálfleik sem liðið hans Solskjær reyndi að gera eitthvað. Þá litu þeir vel út og tempóið var gott. Góðu kaflar United voru kannski bara í 20 til 25 mínútur af þessum 90 mínútum en þá var liði að pressa Barcelona hátt og koma mönnum inn í teig Barcelona,“ sagði Dublin. „Barcelona gerði einföldu hlutina mjög vel og sköpuðu fleiri færi. Liðið hans Ernesto Valverde átti sigurinn skilinn og þeir eru líklegri til að komast áfram í undanúrslitin,“ sagði Dublin en það má finna allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira