Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2019 15:35 Konan var handtekin að morgni 10. nóvember. FBL/GVA Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. Vínandamagn í blóði konunnar mældist 1,95 prómill sem svarar til drykkju 9-10 bjóra samkvæmt viðmiðum á heimasíðu FÍB. Konan gætti barnabarna sinna á meðan móðirin var erlendis og tengdasonurinn að heiman. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er sökuð um að hafa stungið tengdason sinn með hnífi. Stakkst hnífurinn 15-20 sentímetra inn í líkama mannsins sem óttaðist um líf sitt, að því er kom fram í máli tengdasonarins í dómsal í morgun. RÚV hefur eftir honum að hann hafi verið hræddur umrædda nótt og sé enn hræddur. Vísir greindi frá því í febrúar að tengdamóðirin hefði sagt í yfirheyrslu hjá lögreglu að tengdasonurinn hefði jafnvel gengið á hnífinn. Hún þvertók að hafa nokkru sinni sagt þetta í dómsal í dag. Sömuleiðis neitaði hún að hafa falið farsíma tengdasonarins og stungið á dekk bíls hans. Auk þessa er hún grunuð um að hafa reynt að koma sönnunargögnum undan en í bíl fyrir utan húsið fundust hnífur og blóðug föt. RÚV greinir frá ólíkum frásögnum ákærðu og fórnarlambsins í dómsal í dag. Konan segir manninn hafa stungið sjálfan sig. Maðurinn segist hafa reiðst konunni fyrir að passa börnin undir svo miklum áhrifum áfengis. Hann hafi sofnað en svo vaknað við það að konan var komin inn í herbergi til sín. Hann hafi ætlað að ýta henni út úr herberginu þegar hann fann fyrir hnífsstungunni. Læknir sem sinnti manninum og skoðaði áverka sagði í bréfi til lögreglu að hnífurinn hefði runnið á rifjum fram hjá brjóstkassanum. Hefði árásin verið lífshættuleg og einungis heppni að hnífurinn hafi gengið niður á rif og runnið eftir rifjunum utan við brjóstholið. Hefði hann auðveldlega geta farið á milli rifja og inn í brjósthol og þá með mun alvarlegri afleiðingum. Dóttirin, sem var sem fyrr segir erlendis umrædda nótt, vildi ekki tjá sig um málið í dómsal að því er RÚV greinir frá. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. Vínandamagn í blóði konunnar mældist 1,95 prómill sem svarar til drykkju 9-10 bjóra samkvæmt viðmiðum á heimasíðu FÍB. Konan gætti barnabarna sinna á meðan móðirin var erlendis og tengdasonurinn að heiman. Aðalmeðferð í málinu fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Konan er sökuð um að hafa stungið tengdason sinn með hnífi. Stakkst hnífurinn 15-20 sentímetra inn í líkama mannsins sem óttaðist um líf sitt, að því er kom fram í máli tengdasonarins í dómsal í morgun. RÚV hefur eftir honum að hann hafi verið hræddur umrædda nótt og sé enn hræddur. Vísir greindi frá því í febrúar að tengdamóðirin hefði sagt í yfirheyrslu hjá lögreglu að tengdasonurinn hefði jafnvel gengið á hnífinn. Hún þvertók að hafa nokkru sinni sagt þetta í dómsal í dag. Sömuleiðis neitaði hún að hafa falið farsíma tengdasonarins og stungið á dekk bíls hans. Auk þessa er hún grunuð um að hafa reynt að koma sönnunargögnum undan en í bíl fyrir utan húsið fundust hnífur og blóðug föt. RÚV greinir frá ólíkum frásögnum ákærðu og fórnarlambsins í dómsal í dag. Konan segir manninn hafa stungið sjálfan sig. Maðurinn segist hafa reiðst konunni fyrir að passa börnin undir svo miklum áhrifum áfengis. Hann hafi sofnað en svo vaknað við það að konan var komin inn í herbergi til sín. Hann hafi ætlað að ýta henni út úr herberginu þegar hann fann fyrir hnífsstungunni. Læknir sem sinnti manninum og skoðaði áverka sagði í bréfi til lögreglu að hnífurinn hefði runnið á rifjum fram hjá brjóstkassanum. Hefði árásin verið lífshættuleg og einungis heppni að hnífurinn hafi gengið niður á rif og runnið eftir rifjunum utan við brjóstholið. Hefði hann auðveldlega geta farið á milli rifja og inn í brjósthol og þá með mun alvarlegri afleiðingum. Dóttirin, sem var sem fyrr segir erlendis umrædda nótt, vildi ekki tjá sig um málið í dómsal að því er RÚV greinir frá.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent