Ólafía Þórunn keyrði sig út og varð að taka sér pásu frá golfinu Stefán Árni Pálsson skrifar 29. apríl 2019 11:30 Ólafía Þórunn var gestur í Atvinnumönnunum okkar á Stöð 2 í gær. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fædd 15. október 1992 í Reykjavík. Hún er yngst fimm systkina og var snemma farin að munda golfkylfur og hefur ekki lagt þær frá sér síðan. Hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014 og var hún síðan fyrst allra Íslendinga til að keppa á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð í heimi þegar kemur að golfi. Auðunn Blöndal hitti Ólafíu í Atvinnumönnunum okkar á dögunum og var þátturinn sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann hitti hana bæði í Flórída og í Arizona og fékk að fylgjast með henni æfa fyrir komandi mót. Í þættinum kom í ljós að Ólafía eltir einfaldlega góða veðrið til að æfa við bestu aðstæður og hefur golfið sannarlega tekið á hana, bæði andlega og líkamlega. „Ég keyrði mig algjörlega út og var orðin mjög þreytt andlega og líkamlega,“ segir Ólafía í þættinum og gerðist það undir lok síðasta árs. „Þú byrjar að finna tómatilfinningu innan í þér og sama hvað þú gerir, hún fer aldrei nema þú takir þér pásu í ákveðið langan tíma. Það getur alveg tekið nokkur ár að koma sér út úr því til fulls. Ég var að gera allt of mikið í einu og segja já við allt of mörgum verkefnum. Ég skildi ekki af hverju ég væri alltaf svona þreytt. Svo fór ég í blóðprufu og þær voru ekki góðar og læknarnir skildu ekki af hverju.“ „Hún var ekki jafn ánægð undir lok síðasta árs. Hún var aðeins þreyttari og gleðin var minni og brosti ekki jafn mikið,“ segir Thomas Bojanowski, unnusti hennar. „Þetta var bara andleg þreyta. Golf er svo andleg íþrótt og þetta var ekki alveg að gera sig. Þetta var að gerast á versta tíma og ég var undir þvílíkri pressu að reyna halda kortinu mínu. Ég var í úrtökumóti og þú ert orðinn það tómur að innan að þér er bara alveg sama, það er ekki gott. Ég spilaði ekkert golf frá því í nóvember til byrjun janúar. Mér líður alveg vel í dag og mun betur en mér leið í nóvember.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er fædd 15. október 1992 í Reykjavík. Hún er yngst fimm systkina og var snemma farin að munda golfkylfur og hefur ekki lagt þær frá sér síðan. Hún gerðist atvinnumaður í golfi árið 2014 og var hún síðan fyrst allra Íslendinga til að keppa á LPGA mótaröðinni sem er stærsta mótaröð í heimi þegar kemur að golfi. Auðunn Blöndal hitti Ólafíu í Atvinnumönnunum okkar á dögunum og var þátturinn sýndur á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann hitti hana bæði í Flórída og í Arizona og fékk að fylgjast með henni æfa fyrir komandi mót. Í þættinum kom í ljós að Ólafía eltir einfaldlega góða veðrið til að æfa við bestu aðstæður og hefur golfið sannarlega tekið á hana, bæði andlega og líkamlega. „Ég keyrði mig algjörlega út og var orðin mjög þreytt andlega og líkamlega,“ segir Ólafía í þættinum og gerðist það undir lok síðasta árs. „Þú byrjar að finna tómatilfinningu innan í þér og sama hvað þú gerir, hún fer aldrei nema þú takir þér pásu í ákveðið langan tíma. Það getur alveg tekið nokkur ár að koma sér út úr því til fulls. Ég var að gera allt of mikið í einu og segja já við allt of mörgum verkefnum. Ég skildi ekki af hverju ég væri alltaf svona þreytt. Svo fór ég í blóðprufu og þær voru ekki góðar og læknarnir skildu ekki af hverju.“ „Hún var ekki jafn ánægð undir lok síðasta árs. Hún var aðeins þreyttari og gleðin var minni og brosti ekki jafn mikið,“ segir Thomas Bojanowski, unnusti hennar. „Þetta var bara andleg þreyta. Golf er svo andleg íþrótt og þetta var ekki alveg að gera sig. Þetta var að gerast á versta tíma og ég var undir þvílíkri pressu að reyna halda kortinu mínu. Ég var í úrtökumóti og þú ert orðinn það tómur að innan að þér er bara alveg sama, það er ekki gott. Ég spilaði ekkert golf frá því í nóvember til byrjun janúar. Mér líður alveg vel í dag og mun betur en mér leið í nóvember.“ Hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær.
Atvinnumennirnir okkar Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira