Sviðsljóssfíklar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. apríl 2019 07:45 Háværar umræður eiga sér stað um Þriðja orkupakkann. Margir góðkunningjar íslenskrar þjóðmálaumræðu hafa látið til sín taka; Guðni Ágústsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson og fleiri. Síðast heyrðist enn einu sinni frá Styrmi Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins en hann er í samtökunum Orkan okkar sem leggst gegn Þriðja orkupakkanum. Styrmir sagði baráttu samtakanna snúast um „föðurlandsást“ og „þjóðerniskennd“. Raunar gekk hann enn lengra og sagði sömu kenndir grundvöll Brexit-hreyfingarinnar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Óvíst er hvort Styrmir hafi lagst í djúpa greiningu á Brexit-ferlinu, en samlíkingin er í besta falli óheppileg. Hreyfingin um Brexit snerist öðru fremur um metorðagirni einstaklinga innan Íhaldsflokksins, sérstaklega Boris Johnson og Michaels Gove, og svo Theresu May sem taldi það þjóna eigin hagsmunum að fara huldu höfði í baráttunni. Morguninn eftir kjördag viðurkenndu forvígismenn Brexit að þeirra helstu fullyrðingar hefðu verið samhengislausar lygar. Það losna engar 350 milljónir sterlingspunda í viku hverri við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hvað þá að slíkum fjármunum sé hægt að veita í heilbrigðiskerfið. Eftirmál Brexit hafa einkum snúist um að vinda ofan af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Amennt er viðurkennt að sársaukalausast sé að breyta sem minnstu í sambandi Bretlands við Evrópusambandið. Það hefði því betur verið heima setið en af stað farið. Merkilegt er ef gamli ritstjórinn ætlar að gera Brexit-klúðrið að rómantískri fyrirmynd fyrir íslenskra andstæðinga Þriðja orkupakkans. Kannski missti Styrmir út úr sér kjarna málsins. Er það ætlun Orkunnar okkar að heyja baráttu í anda Brexit? Á að bjaga sannleikann og búa til hliðstæðan veruleika þar sem vegið er að sjálfstæði þjóðarinnar? Ýmislegt bendir til þess, en að baki fylkingunni standa annars vegar landsþekktir popúlistar og hins vegar gamlar kempur sem eygja síðasta möguleikann á að kreista lokageislana úr sviðsljósinu. Flestir ef ekki allir málsmetandi stjórnmálamenn og sérfræðingar sem hafa tjáð sig telja að í tilskipuninni felist hvorki framsal á fullveldi né yfirráðum yfir orkuauðlindum – treystum eigin dómgreind og sérfræðinga en ekki þekktra hestahvíslara. Ef barátta andstæðinga orkupakkans snýst um að Ísland dragi sig út úr alþjóðasamstarfi með uppsögn EES-samningsins er best að það sé sagt. Þá er hægt að eiga opna og hreinskiptna umræðu, enda er það svo í samningsbundnu samstarfi að ekki verður bæði sleppt og haldið. Ísland, líkt og Bretland, er eyja og enn einangraðri í alþjóðlegu tilliti. Stærstur hluti lífsgæða okkar er tilkominn vegna samskipta við aðrar þjóðir. Ekkert eitt hefur skipt meira máli í því en EES. Fólk ætti að horfa í kringum sig og átta sig á því að öll okkar tilvera byggist á óhindruðum milliríkjasamskiptum. Hvort sem það er bíllykillinn í vasanum eða kaffið í krúsinni. Íhugum það áður en við trúum orði frá gömlu sviðsljóssfíklunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Háværar umræður eiga sér stað um Þriðja orkupakkann. Margir góðkunningjar íslenskrar þjóðmálaumræðu hafa látið til sín taka; Guðni Ágústsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson og fleiri. Síðast heyrðist enn einu sinni frá Styrmi Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins en hann er í samtökunum Orkan okkar sem leggst gegn Þriðja orkupakkanum. Styrmir sagði baráttu samtakanna snúast um „föðurlandsást“ og „þjóðerniskennd“. Raunar gekk hann enn lengra og sagði sömu kenndir grundvöll Brexit-hreyfingarinnar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Óvíst er hvort Styrmir hafi lagst í djúpa greiningu á Brexit-ferlinu, en samlíkingin er í besta falli óheppileg. Hreyfingin um Brexit snerist öðru fremur um metorðagirni einstaklinga innan Íhaldsflokksins, sérstaklega Boris Johnson og Michaels Gove, og svo Theresu May sem taldi það þjóna eigin hagsmunum að fara huldu höfði í baráttunni. Morguninn eftir kjördag viðurkenndu forvígismenn Brexit að þeirra helstu fullyrðingar hefðu verið samhengislausar lygar. Það losna engar 350 milljónir sterlingspunda í viku hverri við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hvað þá að slíkum fjármunum sé hægt að veita í heilbrigðiskerfið. Eftirmál Brexit hafa einkum snúist um að vinda ofan af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Amennt er viðurkennt að sársaukalausast sé að breyta sem minnstu í sambandi Bretlands við Evrópusambandið. Það hefði því betur verið heima setið en af stað farið. Merkilegt er ef gamli ritstjórinn ætlar að gera Brexit-klúðrið að rómantískri fyrirmynd fyrir íslenskra andstæðinga Þriðja orkupakkans. Kannski missti Styrmir út úr sér kjarna málsins. Er það ætlun Orkunnar okkar að heyja baráttu í anda Brexit? Á að bjaga sannleikann og búa til hliðstæðan veruleika þar sem vegið er að sjálfstæði þjóðarinnar? Ýmislegt bendir til þess, en að baki fylkingunni standa annars vegar landsþekktir popúlistar og hins vegar gamlar kempur sem eygja síðasta möguleikann á að kreista lokageislana úr sviðsljósinu. Flestir ef ekki allir málsmetandi stjórnmálamenn og sérfræðingar sem hafa tjáð sig telja að í tilskipuninni felist hvorki framsal á fullveldi né yfirráðum yfir orkuauðlindum – treystum eigin dómgreind og sérfræðinga en ekki þekktra hestahvíslara. Ef barátta andstæðinga orkupakkans snýst um að Ísland dragi sig út úr alþjóðasamstarfi með uppsögn EES-samningsins er best að það sé sagt. Þá er hægt að eiga opna og hreinskiptna umræðu, enda er það svo í samningsbundnu samstarfi að ekki verður bæði sleppt og haldið. Ísland, líkt og Bretland, er eyja og enn einangraðri í alþjóðlegu tilliti. Stærstur hluti lífsgæða okkar er tilkominn vegna samskipta við aðrar þjóðir. Ekkert eitt hefur skipt meira máli í því en EES. Fólk ætti að horfa í kringum sig og átta sig á því að öll okkar tilvera byggist á óhindruðum milliríkjasamskiptum. Hvort sem það er bíllykillinn í vasanum eða kaffið í krúsinni. Íhugum það áður en við trúum orði frá gömlu sviðsljóssfíklunum.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun