Sviðsljóssfíklar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 27. apríl 2019 07:45 Háværar umræður eiga sér stað um Þriðja orkupakkann. Margir góðkunningjar íslenskrar þjóðmálaumræðu hafa látið til sín taka; Guðni Ágústsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson og fleiri. Síðast heyrðist enn einu sinni frá Styrmi Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins en hann er í samtökunum Orkan okkar sem leggst gegn Þriðja orkupakkanum. Styrmir sagði baráttu samtakanna snúast um „föðurlandsást“ og „þjóðerniskennd“. Raunar gekk hann enn lengra og sagði sömu kenndir grundvöll Brexit-hreyfingarinnar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Óvíst er hvort Styrmir hafi lagst í djúpa greiningu á Brexit-ferlinu, en samlíkingin er í besta falli óheppileg. Hreyfingin um Brexit snerist öðru fremur um metorðagirni einstaklinga innan Íhaldsflokksins, sérstaklega Boris Johnson og Michaels Gove, og svo Theresu May sem taldi það þjóna eigin hagsmunum að fara huldu höfði í baráttunni. Morguninn eftir kjördag viðurkenndu forvígismenn Brexit að þeirra helstu fullyrðingar hefðu verið samhengislausar lygar. Það losna engar 350 milljónir sterlingspunda í viku hverri við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hvað þá að slíkum fjármunum sé hægt að veita í heilbrigðiskerfið. Eftirmál Brexit hafa einkum snúist um að vinda ofan af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Amennt er viðurkennt að sársaukalausast sé að breyta sem minnstu í sambandi Bretlands við Evrópusambandið. Það hefði því betur verið heima setið en af stað farið. Merkilegt er ef gamli ritstjórinn ætlar að gera Brexit-klúðrið að rómantískri fyrirmynd fyrir íslenskra andstæðinga Þriðja orkupakkans. Kannski missti Styrmir út úr sér kjarna málsins. Er það ætlun Orkunnar okkar að heyja baráttu í anda Brexit? Á að bjaga sannleikann og búa til hliðstæðan veruleika þar sem vegið er að sjálfstæði þjóðarinnar? Ýmislegt bendir til þess, en að baki fylkingunni standa annars vegar landsþekktir popúlistar og hins vegar gamlar kempur sem eygja síðasta möguleikann á að kreista lokageislana úr sviðsljósinu. Flestir ef ekki allir málsmetandi stjórnmálamenn og sérfræðingar sem hafa tjáð sig telja að í tilskipuninni felist hvorki framsal á fullveldi né yfirráðum yfir orkuauðlindum – treystum eigin dómgreind og sérfræðinga en ekki þekktra hestahvíslara. Ef barátta andstæðinga orkupakkans snýst um að Ísland dragi sig út úr alþjóðasamstarfi með uppsögn EES-samningsins er best að það sé sagt. Þá er hægt að eiga opna og hreinskiptna umræðu, enda er það svo í samningsbundnu samstarfi að ekki verður bæði sleppt og haldið. Ísland, líkt og Bretland, er eyja og enn einangraðri í alþjóðlegu tilliti. Stærstur hluti lífsgæða okkar er tilkominn vegna samskipta við aðrar þjóðir. Ekkert eitt hefur skipt meira máli í því en EES. Fólk ætti að horfa í kringum sig og átta sig á því að öll okkar tilvera byggist á óhindruðum milliríkjasamskiptum. Hvort sem það er bíllykillinn í vasanum eða kaffið í krúsinni. Íhugum það áður en við trúum orði frá gömlu sviðsljóssfíklunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Háværar umræður eiga sér stað um Þriðja orkupakkann. Margir góðkunningjar íslenskrar þjóðmálaumræðu hafa látið til sín taka; Guðni Ágústsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Davíð Oddsson og fleiri. Síðast heyrðist enn einu sinni frá Styrmi Gunnarssyni, fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins en hann er í samtökunum Orkan okkar sem leggst gegn Þriðja orkupakkanum. Styrmir sagði baráttu samtakanna snúast um „föðurlandsást“ og „þjóðerniskennd“. Raunar gekk hann enn lengra og sagði sömu kenndir grundvöll Brexit-hreyfingarinnar um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Óvíst er hvort Styrmir hafi lagst í djúpa greiningu á Brexit-ferlinu, en samlíkingin er í besta falli óheppileg. Hreyfingin um Brexit snerist öðru fremur um metorðagirni einstaklinga innan Íhaldsflokksins, sérstaklega Boris Johnson og Michaels Gove, og svo Theresu May sem taldi það þjóna eigin hagsmunum að fara huldu höfði í baráttunni. Morguninn eftir kjördag viðurkenndu forvígismenn Brexit að þeirra helstu fullyrðingar hefðu verið samhengislausar lygar. Það losna engar 350 milljónir sterlingspunda í viku hverri við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hvað þá að slíkum fjármunum sé hægt að veita í heilbrigðiskerfið. Eftirmál Brexit hafa einkum snúist um að vinda ofan af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Amennt er viðurkennt að sársaukalausast sé að breyta sem minnstu í sambandi Bretlands við Evrópusambandið. Það hefði því betur verið heima setið en af stað farið. Merkilegt er ef gamli ritstjórinn ætlar að gera Brexit-klúðrið að rómantískri fyrirmynd fyrir íslenskra andstæðinga Þriðja orkupakkans. Kannski missti Styrmir út úr sér kjarna málsins. Er það ætlun Orkunnar okkar að heyja baráttu í anda Brexit? Á að bjaga sannleikann og búa til hliðstæðan veruleika þar sem vegið er að sjálfstæði þjóðarinnar? Ýmislegt bendir til þess, en að baki fylkingunni standa annars vegar landsþekktir popúlistar og hins vegar gamlar kempur sem eygja síðasta möguleikann á að kreista lokageislana úr sviðsljósinu. Flestir ef ekki allir málsmetandi stjórnmálamenn og sérfræðingar sem hafa tjáð sig telja að í tilskipuninni felist hvorki framsal á fullveldi né yfirráðum yfir orkuauðlindum – treystum eigin dómgreind og sérfræðinga en ekki þekktra hestahvíslara. Ef barátta andstæðinga orkupakkans snýst um að Ísland dragi sig út úr alþjóðasamstarfi með uppsögn EES-samningsins er best að það sé sagt. Þá er hægt að eiga opna og hreinskiptna umræðu, enda er það svo í samningsbundnu samstarfi að ekki verður bæði sleppt og haldið. Ísland, líkt og Bretland, er eyja og enn einangraðri í alþjóðlegu tilliti. Stærstur hluti lífsgæða okkar er tilkominn vegna samskipta við aðrar þjóðir. Ekkert eitt hefur skipt meira máli í því en EES. Fólk ætti að horfa í kringum sig og átta sig á því að öll okkar tilvera byggist á óhindruðum milliríkjasamskiptum. Hvort sem það er bíllykillinn í vasanum eða kaffið í krúsinni. Íhugum það áður en við trúum orði frá gömlu sviðsljóssfíklunum.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun