Vöxtur Arctic Adventures ekki dregið úr gæðum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 25. apríl 2019 10:00 Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Arctic Adventures. „Það er alrangt að dregið hafi úr gæðum í ferðaþjónustu samhliða vexti Arctic Adventures. Það endurspeglast meðal annars í fjölbreyttara vöruframboði, sem margir ferðamenn sækjast í, og auknu öryggi ferðamanna,“ segir Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures. Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. Stéttarfélag leiðsögumanna, með Indriða Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóra, í stafni, lagðist gegn samruna Arctic Adventures og Into the Glacier og fleiri félaga, sem Samkeppniseftirlitið heimilaði og taldi hann geta haft áhrif á kjör leiðsögumanna. „Viðskiptavinum fjölgaði verulega í fyrra. Þeir töldu 300 þúsund og það stefnir í verulega aukningu í ár. Ef þjónustan væri slök myndu ferðamennirnir leita annað. Á tímum samfélagsmiðla og ferðasíðna spyrst fljótt út þegar fyrirtæki veita slæma þjónustu,“ segir Jón Þór. Í bréfi Leiðsagnar segir að fjöldi starfsmanna hjá Arctic Adventures hafi leitað til stéttarfélagsins vegna vanefnda fyrirtækisins á kjarasamningi. Aukinheldur séu starfsmenn, fyrst og fremst erlendir, skráðir í önnur stéttarfélög sem ekki fylgi kjarasamningi fyrir störfin og hóti atvinnumissi leiti þeir til félagsins. „Þetta er ekki rétt. Við höfum ekki fengið kvartanir frá starfsfólki og ef það koma upp vandamál leysum við að sjálfsögðu úr þeim. Okkur er annt um starfsmenn okkar. Hér starfa hátt í 200 leiðsögumenn, íslenskir og erlendir. Margir íslensku leiðsögumannanna eru með þeim reyndari sem starfa á landinu. Starfsmenn hafa frjálsar hendur í hvaða stéttarfélagi þeir eru, enda er félagafrelsi mikilvægt í íslenskum lögum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að þeir kjósi að vera í öðrum stéttarfélögum, til að mynda sjúkraréttindi eða aðgangur að orlofshúsum. Kjarasamningur leiðsögumanna stendur sama í hvaða stéttarfélagi fólk er.“ Jón Þór segir að það sé misskilningur að laun leiðsögumanna hafi lækkað við samruna við Extreme Iceland árið 2017. Samlegð hafi verið í samrunanum sem hafi gert það að verkum að færra starfsfólk þurfi til. „Arctic Adventures tók yfir framkvæmd á öllum ferðum og þegar í ljós kom að bæta þurfti við starfsfólki hjá Arctic voru þau störf auglýst, og sóttu margir um sem áður höfðu unnið fyrir Extreme Iceland og eru núna mikilvægur hluti af okkar leiðsögumannahópi. Þetta snerist ekki um að ráða fólk á lægra kaupi.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjóður GAMMA selur í Arctic Adventures Er salan sögð í samræmi við þá stefnu sjóðsins, GAMMA:Equity, að draga úr vægi óskráðra eigna í eignasafninu. 9. janúar 2019 08:00 Risar í íslenskri ferðaþjónustu sameina krafta sína Arctic Adventures hf. og Icelandic Tourism Fund (ITF) hafa gert samkomulag um sameiningu Into the Glacier ehf. og Arctic Adventures. Sameinað félag mun starfa undir merkjum Arctic Adventures. 9. janúar 2019 14:58 Lenti í hættulegustu aðstæðunum á Íslandi Ása Steinarsdóttir er með tvær háskólagráður og nærri 130 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún gaf 9-5 lífið upp á bátin og lagðist í ferðalög með myndavélina í farteskinu. Ása ruddi sér leið í karlaheimi náttúruljósmyndunar. 9. mars 2019 14:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
„Það er alrangt að dregið hafi úr gæðum í ferðaþjónustu samhliða vexti Arctic Adventures. Það endurspeglast meðal annars í fjölbreyttara vöruframboði, sem margir ferðamenn sækjast í, og auknu öryggi ferðamanna,“ segir Jón Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri Arctic Adventures. Leiðsögn, stéttarfélag leiðsögumanna, sagði í bréfi til Samkeppniseftirlitsins að aukin stærð og markaðsstyrkur Arctic Adventures hafi hingað til leitt til þess að gæðum ferðaþjónustunnar hafi hrakað í hlutfalli við vaxandi styrk fyrirtækisins. Stéttarfélag leiðsögumanna, með Indriða Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóra, í stafni, lagðist gegn samruna Arctic Adventures og Into the Glacier og fleiri félaga, sem Samkeppniseftirlitið heimilaði og taldi hann geta haft áhrif á kjör leiðsögumanna. „Viðskiptavinum fjölgaði verulega í fyrra. Þeir töldu 300 þúsund og það stefnir í verulega aukningu í ár. Ef þjónustan væri slök myndu ferðamennirnir leita annað. Á tímum samfélagsmiðla og ferðasíðna spyrst fljótt út þegar fyrirtæki veita slæma þjónustu,“ segir Jón Þór. Í bréfi Leiðsagnar segir að fjöldi starfsmanna hjá Arctic Adventures hafi leitað til stéttarfélagsins vegna vanefnda fyrirtækisins á kjarasamningi. Aukinheldur séu starfsmenn, fyrst og fremst erlendir, skráðir í önnur stéttarfélög sem ekki fylgi kjarasamningi fyrir störfin og hóti atvinnumissi leiti þeir til félagsins. „Þetta er ekki rétt. Við höfum ekki fengið kvartanir frá starfsfólki og ef það koma upp vandamál leysum við að sjálfsögðu úr þeim. Okkur er annt um starfsmenn okkar. Hér starfa hátt í 200 leiðsögumenn, íslenskir og erlendir. Margir íslensku leiðsögumannanna eru með þeim reyndari sem starfa á landinu. Starfsmenn hafa frjálsar hendur í hvaða stéttarfélagi þeir eru, enda er félagafrelsi mikilvægt í íslenskum lögum. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að þeir kjósi að vera í öðrum stéttarfélögum, til að mynda sjúkraréttindi eða aðgangur að orlofshúsum. Kjarasamningur leiðsögumanna stendur sama í hvaða stéttarfélagi fólk er.“ Jón Þór segir að það sé misskilningur að laun leiðsögumanna hafi lækkað við samruna við Extreme Iceland árið 2017. Samlegð hafi verið í samrunanum sem hafi gert það að verkum að færra starfsfólk þurfi til. „Arctic Adventures tók yfir framkvæmd á öllum ferðum og þegar í ljós kom að bæta þurfti við starfsfólki hjá Arctic voru þau störf auglýst, og sóttu margir um sem áður höfðu unnið fyrir Extreme Iceland og eru núna mikilvægur hluti af okkar leiðsögumannahópi. Þetta snerist ekki um að ráða fólk á lægra kaupi.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sjóður GAMMA selur í Arctic Adventures Er salan sögð í samræmi við þá stefnu sjóðsins, GAMMA:Equity, að draga úr vægi óskráðra eigna í eignasafninu. 9. janúar 2019 08:00 Risar í íslenskri ferðaþjónustu sameina krafta sína Arctic Adventures hf. og Icelandic Tourism Fund (ITF) hafa gert samkomulag um sameiningu Into the Glacier ehf. og Arctic Adventures. Sameinað félag mun starfa undir merkjum Arctic Adventures. 9. janúar 2019 14:58 Lenti í hættulegustu aðstæðunum á Íslandi Ása Steinarsdóttir er með tvær háskólagráður og nærri 130 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún gaf 9-5 lífið upp á bátin og lagðist í ferðalög með myndavélina í farteskinu. Ása ruddi sér leið í karlaheimi náttúruljósmyndunar. 9. mars 2019 14:00 Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf Fleiri fréttir Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum Sjá meira
Sjóður GAMMA selur í Arctic Adventures Er salan sögð í samræmi við þá stefnu sjóðsins, GAMMA:Equity, að draga úr vægi óskráðra eigna í eignasafninu. 9. janúar 2019 08:00
Risar í íslenskri ferðaþjónustu sameina krafta sína Arctic Adventures hf. og Icelandic Tourism Fund (ITF) hafa gert samkomulag um sameiningu Into the Glacier ehf. og Arctic Adventures. Sameinað félag mun starfa undir merkjum Arctic Adventures. 9. janúar 2019 14:58
Lenti í hættulegustu aðstæðunum á Íslandi Ása Steinarsdóttir er með tvær háskólagráður og nærri 130 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún gaf 9-5 lífið upp á bátin og lagðist í ferðalög með myndavélina í farteskinu. Ása ruddi sér leið í karlaheimi náttúruljósmyndunar. 9. mars 2019 14:00
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf
Stjórnendur ekki að hvetja starfsfólk til að nýta gervigreindina enda kynslóðamunur á notendum Atvinnulíf