Nýtt flugfélag Hreiðars gæti fengið flugrekstrarleyfi innan nokkurra vikna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2019 19:28 Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hótela, er bjartsýnn á að stofnun nýja flugfélagsins verði að veruleika. Mynd/aðsend Flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðars Hermannssonar, hótelstjóra Stracta hotels, gæti fengist innan nokkurra vikna, að sögn Hreiðars. Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með.Mbl greindi fyrst frá stöðu mála og ræddi við Hreiðar í dag. Hreiðar staðfestir í samtali við Vísi að vinna við stofnun nýja flugfélagsins, sem komi til með að fylla að nokkru leyti í skarð WOW air, sé töluvert langt á veg komin.Fyrst flogið til Evrópu og svo bætt við Bandaríkjaflugi Hreiðar segir að tvær flugvélar verði í flota nýja flugfélagsins til að byrja með. Fyrst verði flogið til London, Kaupmannahafnar, tveggja áfangastaða í Þýskalandi, og Alicante og Tenerife á Spáni. Stefnt er að því að hefja Bandaríkjaflug þegar síðar bætist í flugvélaflotann. „Þetta er það sem verður byrjað á, með tveimur vélum, og síðan er reiknað með að verði komnar fjórar eftir tólf mánuði. Það er verið að reikna málið allt eftir rauntölum sem við höfum undir höndum í flugrekstri. Þetta eru raunáætlanir miðað við að sé staðið rétt að öllum hlutum.“En hver er stofnkostnaðurinn við svona verkefni?„Hann er nú mikill en ég hef ekki sett neinar ákveðnar upphæðir. Ég ætla mér að borga allt sem kostar að koma öllu í þannig horf að fari fram hlutafjársöfnun,“ segir Hreiðar. Hann vill þó ekki gefa upp nákvæmar tölur í því samhengi. Stjórnendur og flugfreyjur hjá WOW air koma að stofnun félagsins Fyrrverandi starfsfólk WOW air stendur að stofnun félagsins með Hreiðari. Hann vill ekki segja frekari deili á fólkinu en segir þó um að ræða fólk úr fjölbreyttum starfshópum, allt frá fyrrverandi stjórnendum hjá WOW til flugliða.Starfsfólk WOW air kemur að stofnun nýja flugfélagsins. Félagið er þó ótengt bæði Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW, og hópfjármögnunarsíðunni Hluthafi.com.Vísir/vilhelmÞá segir Hreiðar að fámennur hópur standi sér næst í skipulagningunni en tugir úr röðum WOW komi þó að verkefninu í heildina. Engin tenging sé við síðuna Hluthafa.com, sem stofnuð var um miðjan apríl til að fjármagna stofnun nýs flugfélags í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þegar fer fram hlutafjárútboð verður svo öllum starfsmönnum boðin hlutabréf. Þá er hugmynd að þeir fái hærri prósentu fyrir framlagt fé heldur en aðrir, þannig að þau verði í oddaaðstöðu því að enginn annar en starfsfólkið veit best hvernig á að halda á hlutunum,“ segir Hreiðar. Þá gagnrýnir hann hvernig farið var með starfsfólk WOW air í kjölfar gjaldþrotsins. „Það var alltaf rætt um peninga en aldrei rætt um fólkið sem varð fyrir risahöggi. Það var bara verið að þvæla um einhverja peninga aftur á bak og áfram af hálfu yfirvalda. Ég ætla að leggja mikið á mig til að þetta verði að veruleika.“Flugrekstrarleyfið velti á trúverðugleika Starfsemi flugfélagsins veltur á því að það fái flugrekstrarleyfi sem sótt er um hjá Samgöngustofu. Hreiðar segir að leyfið gæti fengist innan nokkurra vikna – og jafnvel fyrr. „Þetta er risavinna og menn eru að nefna tölur í því. En þetta eru nokkrar vikur ef vel gengur,“ segir Hreiðar. „Það fer eftir því hvort allt er nógu trúverðugt, fjármagn, hlutafé og heildarbatteríið. Það ræðst rosa mikið af því.“ Hreiðar segir að ekkert hafi verið neglt niður varðandi leigu á flugvélum. Framboð á markaðnum hafi þó verið skannað. „Það virðist vera sæmilegt jafnvægi á markaðnum og það lítur ekki illa út. Það á líka eftir að velja hvort þetta verður Airbus eða Boeing. Það veltur á því hvor er á undan í tækni í sambandi við eldsneytisneyslu,“ segir Hreiðar. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 Skúli sagður hafa fundað með eigendum KEA-hótela Einn af þeim er bandarísku fjárfestirinn sem velti fyrir sér hvers vegna yfirvöld komu ekki WOW til aðstoðar. 13. apríl 2019 19:44 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag Hreiðars Hermannssonar, hótelstjóra Stracta hotels, gæti fengist innan nokkurra vikna, að sögn Hreiðars. Þá hefur leiðaráætlun fyrir flugfélagið verið lögð upp en gert er ráð fyrir að flogið verði til nokkurra áfangastaða í Evrópu til að byrja með.Mbl greindi fyrst frá stöðu mála og ræddi við Hreiðar í dag. Hreiðar staðfestir í samtali við Vísi að vinna við stofnun nýja flugfélagsins, sem komi til með að fylla að nokkru leyti í skarð WOW air, sé töluvert langt á veg komin.Fyrst flogið til Evrópu og svo bætt við Bandaríkjaflugi Hreiðar segir að tvær flugvélar verði í flota nýja flugfélagsins til að byrja með. Fyrst verði flogið til London, Kaupmannahafnar, tveggja áfangastaða í Þýskalandi, og Alicante og Tenerife á Spáni. Stefnt er að því að hefja Bandaríkjaflug þegar síðar bætist í flugvélaflotann. „Þetta er það sem verður byrjað á, með tveimur vélum, og síðan er reiknað með að verði komnar fjórar eftir tólf mánuði. Það er verið að reikna málið allt eftir rauntölum sem við höfum undir höndum í flugrekstri. Þetta eru raunáætlanir miðað við að sé staðið rétt að öllum hlutum.“En hver er stofnkostnaðurinn við svona verkefni?„Hann er nú mikill en ég hef ekki sett neinar ákveðnar upphæðir. Ég ætla mér að borga allt sem kostar að koma öllu í þannig horf að fari fram hlutafjársöfnun,“ segir Hreiðar. Hann vill þó ekki gefa upp nákvæmar tölur í því samhengi. Stjórnendur og flugfreyjur hjá WOW air koma að stofnun félagsins Fyrrverandi starfsfólk WOW air stendur að stofnun félagsins með Hreiðari. Hann vill ekki segja frekari deili á fólkinu en segir þó um að ræða fólk úr fjölbreyttum starfshópum, allt frá fyrrverandi stjórnendum hjá WOW til flugliða.Starfsfólk WOW air kemur að stofnun nýja flugfélagsins. Félagið er þó ótengt bæði Skúla Mogensen, fyrrverandi forstjóra WOW, og hópfjármögnunarsíðunni Hluthafi.com.Vísir/vilhelmÞá segir Hreiðar að fámennur hópur standi sér næst í skipulagningunni en tugir úr röðum WOW komi þó að verkefninu í heildina. Engin tenging sé við síðuna Hluthafa.com, sem stofnuð var um miðjan apríl til að fjármagna stofnun nýs flugfélags í kjölfar gjaldþrots WOW air. „Þegar fer fram hlutafjárútboð verður svo öllum starfsmönnum boðin hlutabréf. Þá er hugmynd að þeir fái hærri prósentu fyrir framlagt fé heldur en aðrir, þannig að þau verði í oddaaðstöðu því að enginn annar en starfsfólkið veit best hvernig á að halda á hlutunum,“ segir Hreiðar. Þá gagnrýnir hann hvernig farið var með starfsfólk WOW air í kjölfar gjaldþrotsins. „Það var alltaf rætt um peninga en aldrei rætt um fólkið sem varð fyrir risahöggi. Það var bara verið að þvæla um einhverja peninga aftur á bak og áfram af hálfu yfirvalda. Ég ætla að leggja mikið á mig til að þetta verði að veruleika.“Flugrekstrarleyfið velti á trúverðugleika Starfsemi flugfélagsins veltur á því að það fái flugrekstrarleyfi sem sótt er um hjá Samgöngustofu. Hreiðar segir að leyfið gæti fengist innan nokkurra vikna – og jafnvel fyrr. „Þetta er risavinna og menn eru að nefna tölur í því. En þetta eru nokkrar vikur ef vel gengur,“ segir Hreiðar. „Það fer eftir því hvort allt er nógu trúverðugt, fjármagn, hlutafé og heildarbatteríið. Það ræðst rosa mikið af því.“ Hreiðar segir að ekkert hafi verið neglt niður varðandi leigu á flugvélum. Framboð á markaðnum hafi þó verið skannað. „Það virðist vera sæmilegt jafnvægi á markaðnum og það lítur ekki illa út. Það á líka eftir að velja hvort þetta verður Airbus eða Boeing. Það veltur á því hvor er á undan í tækni í sambandi við eldsneytisneyslu,“ segir Hreiðar.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 Skúli sagður hafa fundað með eigendum KEA-hótela Einn af þeim er bandarísku fjárfestirinn sem velti fyrir sér hvers vegna yfirvöld komu ekki WOW til aðstoðar. 13. apríl 2019 19:44 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40
Skúli sagður hafa fundað með eigendum KEA-hótela Einn af þeim er bandarísku fjárfestirinn sem velti fyrir sér hvers vegna yfirvöld komu ekki WOW til aðstoðar. 13. apríl 2019 19:44