Óþarfa lagabreyting um eitt leyfisbréf Guðríður Arnardóttir skrifar 23. apríl 2019 15:54 Fyrir Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til breytinga á lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Helstu rökin fyrir lagabreytingunni eru þau að ákvæði núgildandi laga sem heimila kennurum að kenna sitt sérsvið á aðliggjandi skólastigi hafi aldrei komið til framkvæmda og lagabreytingu þurfi til að tryggja þessum kennurum starfsöryggi og rétta launasetningu. Í 21. grein núgildandi laga nr. 87/2008 segir: 1. Leyfisbréf grunnskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu yngri barna veitir honum heimild til kennslu elstu aldursflokka í leikskólum. 2. Leyfisbréf leikskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu eldri barna veitir honum heimild til kennslu í 1.–3. bekkjum grunnskóla. 3. Leyfisbréf framhaldsskólakennara veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í 8.–10. bekkjum grunnskóla. 4. Leyfisbréf grunnskólakennara sem lokið hefur a.m.k. 120 námseininga sérmenntun í kennslugrein veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í byrjunaráföngum framhaldsskóla. Umboðsmaður Alþingis hefur ályktað um gildi greinarinnar á þann veg að kennarar sem uppfylla menntunarskilyrði 21. greinarinnar séu jafn réttháir þegar kemur að ráðningu til kennslu á aðliggjandi skólastigi, þá má fastráða og þannig tryggja þeim starfsöryggi. Félag framhaldsskólakennara hefur auk þess látið vinna lögfræðiálit um gildi greinarinnar og er niðurstaða þess álits sú sama. Á það hefur verið réttilega bent að launasetning er viðfangsefni kjarasamninga og lítið mál og einfalt að skrifa í kjarasamninga jafnlaunasetningu kennara á öllum skólastigum. Það hefur félag framhaldsskólakennara reyndar þegar gert í kjarasamningi við Fjölmennt, þar sem leyfisbréf til kennslu óháð skólastigi gildir jafnt við launasetningu. Eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum mun draga úr sérhæfingu kennara. Auk þess koma framhaldsskólakennarar inn í kennarastarfið á öðrum forsendum en leik- og grunnskólakennarar, flestir framhaldsskólakennarar mennta sig í tilteknum greinum út frá áhugasviði og langflestir leggja fyrir sig kennslu eftir að hafa lokið grunngráðu í bók- eða verkgreinum. Ég biðla til Alþingis að knýja ekki fram svo róttæka lagabreytingu algjörlega þvert gegn vilja heillar starfsstéttar, þeirra kennara sem best þekkja innviði framhaldsskólans og menntun framhaldsskólakennara. Fulltrúar framhaldsskólakennara sem og háskólasamfélagið sem sér um menntun framhaldsskólakennara hefur varað eindregið við frumvarpinu og ákvæði þess um eitt leyfisbréf til kennslu umræddra skólastiga. Væri ekki bara ágæt lending að fresta þessum breytingum og láta loksins reyna á 21. grein gildandi laga um menntun kennara og að forystufólk kennara semji bara um jafnlaunasetningu í yfirstandandi kjarasamningagerð? Við framhaldsskólakennarar erum alveg til í það og teljum það grundvöll að sátt og faglegra skólastarfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur nú fyrir frumvarp til breytinga á lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Helstu rökin fyrir lagabreytingunni eru þau að ákvæði núgildandi laga sem heimila kennurum að kenna sitt sérsvið á aðliggjandi skólastigi hafi aldrei komið til framkvæmda og lagabreytingu þurfi til að tryggja þessum kennurum starfsöryggi og rétta launasetningu. Í 21. grein núgildandi laga nr. 87/2008 segir: 1. Leyfisbréf grunnskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu yngri barna veitir honum heimild til kennslu elstu aldursflokka í leikskólum. 2. Leyfisbréf leikskólakennara sem sérhæft hefur sig í kennslu eldri barna veitir honum heimild til kennslu í 1.–3. bekkjum grunnskóla. 3. Leyfisbréf framhaldsskólakennara veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í 8.–10. bekkjum grunnskóla. 4. Leyfisbréf grunnskólakennara sem lokið hefur a.m.k. 120 námseininga sérmenntun í kennslugrein veitir honum heimild til kennslu á sérsviði sínu í byrjunaráföngum framhaldsskóla. Umboðsmaður Alþingis hefur ályktað um gildi greinarinnar á þann veg að kennarar sem uppfylla menntunarskilyrði 21. greinarinnar séu jafn réttháir þegar kemur að ráðningu til kennslu á aðliggjandi skólastigi, þá má fastráða og þannig tryggja þeim starfsöryggi. Félag framhaldsskólakennara hefur auk þess látið vinna lögfræðiálit um gildi greinarinnar og er niðurstaða þess álits sú sama. Á það hefur verið réttilega bent að launasetning er viðfangsefni kjarasamninga og lítið mál og einfalt að skrifa í kjarasamninga jafnlaunasetningu kennara á öllum skólastigum. Það hefur félag framhaldsskólakennara reyndar þegar gert í kjarasamningi við Fjölmennt, þar sem leyfisbréf til kennslu óháð skólastigi gildir jafnt við launasetningu. Eitt leyfisbréf kennara á öllum skólastigum mun draga úr sérhæfingu kennara. Auk þess koma framhaldsskólakennarar inn í kennarastarfið á öðrum forsendum en leik- og grunnskólakennarar, flestir framhaldsskólakennarar mennta sig í tilteknum greinum út frá áhugasviði og langflestir leggja fyrir sig kennslu eftir að hafa lokið grunngráðu í bók- eða verkgreinum. Ég biðla til Alþingis að knýja ekki fram svo róttæka lagabreytingu algjörlega þvert gegn vilja heillar starfsstéttar, þeirra kennara sem best þekkja innviði framhaldsskólans og menntun framhaldsskólakennara. Fulltrúar framhaldsskólakennara sem og háskólasamfélagið sem sér um menntun framhaldsskólakennara hefur varað eindregið við frumvarpinu og ákvæði þess um eitt leyfisbréf til kennslu umræddra skólastiga. Væri ekki bara ágæt lending að fresta þessum breytingum og láta loksins reyna á 21. grein gildandi laga um menntun kennara og að forystufólk kennara semji bara um jafnlaunasetningu í yfirstandandi kjarasamningagerð? Við framhaldsskólakennarar erum alveg til í það og teljum það grundvöll að sátt og faglegra skólastarfi.Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun