Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 11:06 Hermaður stendur vörð nærri La Carlota-herstöðinni nærri Caracas. Vísir/AP Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir nú uppreisn hersins gegn ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta. Fulltrúi ríkisstjórnar Maduro segir að hún berjist nú við lítinn hóp „svikara“ innan hersins sem ætlaði sér að ræna völdum. AP-fréttastofan segir að Guaidó hafi leitt hóp þungvopnaðra hermanna út á stræti ásamt Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014. López fullyrðir að herinn hafi leyst hann úr haldi. Guaidó segir að hermenn hafi haldið út á strætin til þess að verja stjórnarskrá Vensúela. Hvatti hann herinn til þess að rísa upp. „Stundin er runnin upp,“ sagði hann. López, sem var handtekinn fyrir að stýra mótmælum gegn stjórnvöldum á sínum tíma, hvatti til friðsamlegra mótmæla í fyrsta opinbera ávarpi sínu í fimm ár. „Þetta er stund allra Venesúelabúa, þeirra sem eru í einkennisbúningi og þeirra sem eru það ekki. Allir ættu að koma út á göturnar, með friði,“ sagði hann. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra, sagði á Twitter í dag að „svikarar“ innan hersins reyndu nú að ræna völdum með stuðningi hægrisinnaðra stjórnarandstæðinga.Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð Guaidó með mönnum í einkennisbúningi við La Carlota-flugherstöðina nærri höfuðborginni Cáracas fyrr í dag. AP-fréttastofan segir að táragasi hafi verið beitt á hraðbraut nærri herstöðinni. Áður hafði Guaidó birt myndband af sér með mönnum í herklæðum ásamt López á Twitter. „Her landsins hefur tekið rétta ákvörðun og hann reiðir sig á stuðning venesúelsku þjóðarinnar,“ sagði Guaidó þar. Kallaði hann eftir að þjóðin hjálpaði til við að binda enda á „valdarán“ Maduro forseta. Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela. Venesúela Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir nú uppreisn hersins gegn ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta. Fulltrúi ríkisstjórnar Maduro segir að hún berjist nú við lítinn hóp „svikara“ innan hersins sem ætlaði sér að ræna völdum. AP-fréttastofan segir að Guaidó hafi leitt hóp þungvopnaðra hermanna út á stræti ásamt Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014. López fullyrðir að herinn hafi leyst hann úr haldi. Guaidó segir að hermenn hafi haldið út á strætin til þess að verja stjórnarskrá Vensúela. Hvatti hann herinn til þess að rísa upp. „Stundin er runnin upp,“ sagði hann. López, sem var handtekinn fyrir að stýra mótmælum gegn stjórnvöldum á sínum tíma, hvatti til friðsamlegra mótmæla í fyrsta opinbera ávarpi sínu í fimm ár. „Þetta er stund allra Venesúelabúa, þeirra sem eru í einkennisbúningi og þeirra sem eru það ekki. Allir ættu að koma út á göturnar, með friði,“ sagði hann. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra, sagði á Twitter í dag að „svikarar“ innan hersins reyndu nú að ræna völdum með stuðningi hægrisinnaðra stjórnarandstæðinga.Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð Guaidó með mönnum í einkennisbúningi við La Carlota-flugherstöðina nærri höfuðborginni Cáracas fyrr í dag. AP-fréttastofan segir að táragasi hafi verið beitt á hraðbraut nærri herstöðinni. Áður hafði Guaidó birt myndband af sér með mönnum í herklæðum ásamt López á Twitter. „Her landsins hefur tekið rétta ákvörðun og hann reiðir sig á stuðning venesúelsku þjóðarinnar,“ sagði Guaidó þar. Kallaði hann eftir að þjóðin hjálpaði til við að binda enda á „valdarán“ Maduro forseta. Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela.
Venesúela Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira