Guaidó fer fyrir uppreisn hersins Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 11:06 Hermaður stendur vörð nærri La Carlota-herstöðinni nærri Caracas. Vísir/AP Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir nú uppreisn hersins gegn ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta. Fulltrúi ríkisstjórnar Maduro segir að hún berjist nú við lítinn hóp „svikara“ innan hersins sem ætlaði sér að ræna völdum. AP-fréttastofan segir að Guaidó hafi leitt hóp þungvopnaðra hermanna út á stræti ásamt Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014. López fullyrðir að herinn hafi leyst hann úr haldi. Guaidó segir að hermenn hafi haldið út á strætin til þess að verja stjórnarskrá Vensúela. Hvatti hann herinn til þess að rísa upp. „Stundin er runnin upp,“ sagði hann. López, sem var handtekinn fyrir að stýra mótmælum gegn stjórnvöldum á sínum tíma, hvatti til friðsamlegra mótmæla í fyrsta opinbera ávarpi sínu í fimm ár. „Þetta er stund allra Venesúelabúa, þeirra sem eru í einkennisbúningi og þeirra sem eru það ekki. Allir ættu að koma út á göturnar, með friði,“ sagði hann. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra, sagði á Twitter í dag að „svikarar“ innan hersins reyndu nú að ræna völdum með stuðningi hægrisinnaðra stjórnarandstæðinga.Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð Guaidó með mönnum í einkennisbúningi við La Carlota-flugherstöðina nærri höfuðborginni Cáracas fyrr í dag. AP-fréttastofan segir að táragasi hafi verið beitt á hraðbraut nærri herstöðinni. Áður hafði Guaidó birt myndband af sér með mönnum í herklæðum ásamt López á Twitter. „Her landsins hefur tekið rétta ákvörðun og hann reiðir sig á stuðning venesúelsku þjóðarinnar,“ sagði Guaidó þar. Kallaði hann eftir að þjóðin hjálpaði til við að binda enda á „valdarán“ Maduro forseta. Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela. Venesúela Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira
Juan Guaidó, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, leiðir nú uppreisn hersins gegn ríkisstjórn Nicolasar Maduro forseta. Fulltrúi ríkisstjórnar Maduro segir að hún berjist nú við lítinn hóp „svikara“ innan hersins sem ætlaði sér að ræna völdum. AP-fréttastofan segir að Guaidó hafi leitt hóp þungvopnaðra hermanna út á stræti ásamt Leopoldo López, einum helsta stjórnarandstæðingi landsins sem hefur verið í stofufangelsi frá árinu 2014. López fullyrðir að herinn hafi leyst hann úr haldi. Guaidó segir að hermenn hafi haldið út á strætin til þess að verja stjórnarskrá Vensúela. Hvatti hann herinn til þess að rísa upp. „Stundin er runnin upp,“ sagði hann. López, sem var handtekinn fyrir að stýra mótmælum gegn stjórnvöldum á sínum tíma, hvatti til friðsamlegra mótmæla í fyrsta opinbera ávarpi sínu í fimm ár. „Þetta er stund allra Venesúelabúa, þeirra sem eru í einkennisbúningi og þeirra sem eru það ekki. Allir ættu að koma út á göturnar, með friði,“ sagði hann. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra, sagði á Twitter í dag að „svikarar“ innan hersins reyndu nú að ræna völdum með stuðningi hægrisinnaðra stjórnarandstæðinga.Reuters-fréttastofan segir að fréttamaður hennar hafi séð Guaidó með mönnum í einkennisbúningi við La Carlota-flugherstöðina nærri höfuðborginni Cáracas fyrr í dag. AP-fréttastofan segir að táragasi hafi verið beitt á hraðbraut nærri herstöðinni. Áður hafði Guaidó birt myndband af sér með mönnum í herklæðum ásamt López á Twitter. „Her landsins hefur tekið rétta ákvörðun og hann reiðir sig á stuðning venesúelsku þjóðarinnar,“ sagði Guaidó þar. Kallaði hann eftir að þjóðin hjálpaði til við að binda enda á „valdarán“ Maduro forseta. Guaidó er forseti venesúelska þingsins. Hann lýsti sjálfan sig réttmætan handhafa forsetavalds í janúar á þeim forsendum að kosningarnar þar sem Maduro náði endurkjöri í fyrra hafi verið ólögmætar. Um fimmtíu ríki, þar á meðal Bandaríkin, hafa viðurkennt Guaidó sem tímabundinn forseta Venesúela.
Venesúela Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Sjá meira