Þegar einn hundur byrjar að gjamma... Ole Anton Bieltvedt skrifar 10. maí 2019 10:00 Við Íslendingar erum eyjarskeggjar, og auðvitað einkennist skapgerð okkar nokkuð af því. Sumir eru hér þröngsýnir og íhaldssamir, og sjá þeir skrattann málaðan á vegginn, ef horft er út fyrir landsteina, svo ekki sé nú talað um, að gengið sé til náinnar samvinnu og tengsla við erlenda aðila, þjóðir og ríkjasambönd. Alþjóðleg mynt er í hugum margra illt mál og hættulegt, og ógn við sjálfstæði landsmanna, þó svo að gjaldmiðill landsmanna, „blessuð krónan“, hafi reynzt hið mesta svikatól og bölvaldur. Sem betur fer er verulegur hluti þjóðarinnar opinn í hugsun, framfarasinnaður og með víðan sjóndeildarhring. Þetta fólk skilur, að ný samskipta- og samgöngutækni hefur fært menn og þjóðir nær hverjum öðrum, og, að náin og góð samskipti, samvinna og gagnkvæm viðskipti, einkum milli frændríkja og nágrannaþjóða, er því það, sem koma skal. Á síðustu vikum hafa einangrunarsinnar og afturhaldsöfl landsins látið mikið til sín heyra; haft hátt og verið digurbarkalegir; nú er hættan 3. orkupakki ESB. Mér dettur hér í hug, að þegar einn hundur byrjar að gjamma, oft án tilefnis, taka allir hinir undir, án þess þó að hafa hugmynd um, út af hverju gjammað sé. Í 25 ár höfum við verið á innri markaði ESB, stærsta markaði heims, með framleiðsluvörur okkar og þjónustu. Þetta hefur tryggt okkur bezta mögulega verð fyrir afurðir okkar, á sama hátt og við höfum haft aðgang að því vöruframboði annarra þjóða, sem innri markaður ESB býður upp á, á lægsta mögulegu verði. Þetta er frjáls verzlun með margvíslegan söluvarning, þar sem markaðurinn tryggir neytendum hagstæðust kjör og bezta mögulega þjónustu. Vatns- og hveraorkan okkar er auðvitað ekkert annað en hver annar söluvarningur, sem gengið getur kaupum og sölu á grundvelli framboðs, eftirspurnar og markaðsverðs, kaupendum og neytendum til góðs, og má líkja henni við viðskipti með hverja aðra orku (kolar-, olíu-, gas-, kjarn-, vind-, sólar-, sjávarfallaorku).Heldur einhver virkilega, að okkar íslenzka raf- eða hveraorka sé eitthvað alveg sérstakt, einhver yfirburðaorka, sem liggja verður á eins og ormur á gulli, og, að virkjanirnar okkar eigi að hafa stöðu heilagra véa? Hvílíkur barnaskapur og fásinna!Það gildir það sama um raforku landsmanna og virkjanir og um hátæknivörur og –verksmiðjur, sjávarafurðir, skipaflota og fiskiðnað, ál og áliðnað, flutningsþjónustu; Icelandair, hótel og veitingastaði, aðrar verksmiðjur og verzlunarfyrirtæki hvers konar, svo að ekki sé nú talað um land, landhlunnindi og auðlindir svo og fasteignir og byggingar; þetta stendur flest til sölu og kaups, í opinni og frjálsri samkeppni, á hinum opna og frjálsa innri markaði ESB. Auðvitað verður að hafa stjórn á þessu, og er það gert með ýmsum hætti. Flestar „viðkvæmar eignir“ landsmanna; lönd, auðlindir og náttúruperlur, eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga, og neyðir þau enginn, allra sízt útlendingar, til sölu eða eignaryfirfærslu. Í sambandi við 3. orkupakkann, er ekkert sérstakt að gerast, umfram það, sem gerist í öðrum viðskipta-, fjárfestingar-, eignasýslu- eða eignahaldsmálum. Er hlutabréfamarkaðurinn ekki opinn og frjáls? Geta menn – útlendir (ESB) sem innlendir – ekki keypt þar hluti í öllum okkar helztu og þýðingarmestu fyrirtækjum og eignum með frjálsum hætti? Um hvaða vanda eru menn eiginlega að tala!? Til viðbótar kemur, að 30 aðrar evrópskar þjóðir, frændur okkar, Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar þeirra á meðal, hafa samþykkt þennan orkupakka og sjá sér hag í honum.Enginn vill hér afsala sér forræði og sjálfstæði, frekar en við. Kannske þyrfti að senda þeim nokkur stykki íslenzkra afdalamanna til ráðgjafar; til að koma vitinu fyrir þá?Annað mál er, að við erum hreint ekki inni á evrópskum orkumarkaði, þar sem við erum ekki tengd því orkukerfi. Til þess þyrfti sæstreng til Bretlands, sem óvíst er að komi nokkru sinni, en á meginlandi Evrópu er nánast ótakmarkaður aðgangur að vind-, sólar- og sjávarfallaorku, en með nýrri tækni má telja, að meginlandið verði sjálfu sér nægt með hagstæða, græna orku í framtíðinni. Einn þeirra, sem taldi sig hafa eitthvað til málsins að leggja, fáraðist í nýlegri grein yfir allt of háu verði Landsvirkjunar á rafmagni. Stafar þetta ekki einmitt af fákeppni og einokunarstarfsemi Landsvirkjunar? Hún yrði brotin á bak aftur, ef við tengdumst orkuneti Evrópu, á grundvelli frjálsrar samkeppni. Undarlegt nokk var þó höfundur á móti slíkri tengingu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Þriðji orkupakkinn Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar erum eyjarskeggjar, og auðvitað einkennist skapgerð okkar nokkuð af því. Sumir eru hér þröngsýnir og íhaldssamir, og sjá þeir skrattann málaðan á vegginn, ef horft er út fyrir landsteina, svo ekki sé nú talað um, að gengið sé til náinnar samvinnu og tengsla við erlenda aðila, þjóðir og ríkjasambönd. Alþjóðleg mynt er í hugum margra illt mál og hættulegt, og ógn við sjálfstæði landsmanna, þó svo að gjaldmiðill landsmanna, „blessuð krónan“, hafi reynzt hið mesta svikatól og bölvaldur. Sem betur fer er verulegur hluti þjóðarinnar opinn í hugsun, framfarasinnaður og með víðan sjóndeildarhring. Þetta fólk skilur, að ný samskipta- og samgöngutækni hefur fært menn og þjóðir nær hverjum öðrum, og, að náin og góð samskipti, samvinna og gagnkvæm viðskipti, einkum milli frændríkja og nágrannaþjóða, er því það, sem koma skal. Á síðustu vikum hafa einangrunarsinnar og afturhaldsöfl landsins látið mikið til sín heyra; haft hátt og verið digurbarkalegir; nú er hættan 3. orkupakki ESB. Mér dettur hér í hug, að þegar einn hundur byrjar að gjamma, oft án tilefnis, taka allir hinir undir, án þess þó að hafa hugmynd um, út af hverju gjammað sé. Í 25 ár höfum við verið á innri markaði ESB, stærsta markaði heims, með framleiðsluvörur okkar og þjónustu. Þetta hefur tryggt okkur bezta mögulega verð fyrir afurðir okkar, á sama hátt og við höfum haft aðgang að því vöruframboði annarra þjóða, sem innri markaður ESB býður upp á, á lægsta mögulegu verði. Þetta er frjáls verzlun með margvíslegan söluvarning, þar sem markaðurinn tryggir neytendum hagstæðust kjör og bezta mögulega þjónustu. Vatns- og hveraorkan okkar er auðvitað ekkert annað en hver annar söluvarningur, sem gengið getur kaupum og sölu á grundvelli framboðs, eftirspurnar og markaðsverðs, kaupendum og neytendum til góðs, og má líkja henni við viðskipti með hverja aðra orku (kolar-, olíu-, gas-, kjarn-, vind-, sólar-, sjávarfallaorku).Heldur einhver virkilega, að okkar íslenzka raf- eða hveraorka sé eitthvað alveg sérstakt, einhver yfirburðaorka, sem liggja verður á eins og ormur á gulli, og, að virkjanirnar okkar eigi að hafa stöðu heilagra véa? Hvílíkur barnaskapur og fásinna!Það gildir það sama um raforku landsmanna og virkjanir og um hátæknivörur og –verksmiðjur, sjávarafurðir, skipaflota og fiskiðnað, ál og áliðnað, flutningsþjónustu; Icelandair, hótel og veitingastaði, aðrar verksmiðjur og verzlunarfyrirtæki hvers konar, svo að ekki sé nú talað um land, landhlunnindi og auðlindir svo og fasteignir og byggingar; þetta stendur flest til sölu og kaups, í opinni og frjálsri samkeppni, á hinum opna og frjálsa innri markaði ESB. Auðvitað verður að hafa stjórn á þessu, og er það gert með ýmsum hætti. Flestar „viðkvæmar eignir“ landsmanna; lönd, auðlindir og náttúruperlur, eru í eigu ríkis eða sveitarfélaga, og neyðir þau enginn, allra sízt útlendingar, til sölu eða eignaryfirfærslu. Í sambandi við 3. orkupakkann, er ekkert sérstakt að gerast, umfram það, sem gerist í öðrum viðskipta-, fjárfestingar-, eignasýslu- eða eignahaldsmálum. Er hlutabréfamarkaðurinn ekki opinn og frjáls? Geta menn – útlendir (ESB) sem innlendir – ekki keypt þar hluti í öllum okkar helztu og þýðingarmestu fyrirtækjum og eignum með frjálsum hætti? Um hvaða vanda eru menn eiginlega að tala!? Til viðbótar kemur, að 30 aðrar evrópskar þjóðir, frændur okkar, Norðmenn, Svíar, Danir og Finnar þeirra á meðal, hafa samþykkt þennan orkupakka og sjá sér hag í honum.Enginn vill hér afsala sér forræði og sjálfstæði, frekar en við. Kannske þyrfti að senda þeim nokkur stykki íslenzkra afdalamanna til ráðgjafar; til að koma vitinu fyrir þá?Annað mál er, að við erum hreint ekki inni á evrópskum orkumarkaði, þar sem við erum ekki tengd því orkukerfi. Til þess þyrfti sæstreng til Bretlands, sem óvíst er að komi nokkru sinni, en á meginlandi Evrópu er nánast ótakmarkaður aðgangur að vind-, sólar- og sjávarfallaorku, en með nýrri tækni má telja, að meginlandið verði sjálfu sér nægt með hagstæða, græna orku í framtíðinni. Einn þeirra, sem taldi sig hafa eitthvað til málsins að leggja, fáraðist í nýlegri grein yfir allt of háu verði Landsvirkjunar á rafmagni. Stafar þetta ekki einmitt af fákeppni og einokunarstarfsemi Landsvirkjunar? Hún yrði brotin á bak aftur, ef við tengdumst orkuneti Evrópu, á grundvelli frjálsrar samkeppni. Undarlegt nokk var þó höfundur á móti slíkri tengingu. Það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun