Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. maí 2019 19:45 Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. Dómsmálaráðherra hyggist ekki grípa til neinna frekari aðgerða varðandi Landsrétt fyrr en fyrir liggur hvort fallist verði á endurskoðun. Um tveir mánuðir eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra og Alþingi hefðu ekki staðið rétt að skipan dómara við Landsrétt. Dómurinn leiddi til afsagnar Sigríðar Andersen og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tímabundið við sem dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur ekkert fyrir um það enn hver komi til með að taka við af Þórdísi né hvort það verði fyrir þinglok í vor. Sú umræða hafi enn ekki farið formlega fram innan þingflokksins. Ríkislögmaður leggur lokahönd á málskotsbeiðni Tæpur mánuður er síðan stjórnvöld ákváðu formlega að óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE. Beiðnin hefur hins vegar ekki enn verið send dómstólnum. Samkvæmt svörum frá ríkislögmanni er nú verið að leggja lokahönd á málskotsbeiðnina og stefnt að því að senda hana til Strasbourg í lok þessarar viku eða næstu. Þá getur tekið nokkrar vikur, jafnvel mánuði, að fá svar við því hvort fallist verði á endurskoðun hjá yfirdeild. Fjórir dómarar, sem skipaðir voru við réttinn en voru ekki meðal þeirra 15 sem sérstök hæfnisnefnd mat hæfasta, hafa síðan dómurinn féll ekki sinnt dómarastörfum við Landsrétt. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti eftir svörum ráðherra á Alþingi í dag. „Er ekki rétt að fara að sinna því ábyrgðarhlutverki sem þið hafið að hafa réttarkerfið á Íslandi starfhæft?“ spurði Helga Vala. Þórdís Kolbrún kvaðst ósammála því að réttarkerfið væri óstarfhæft. Hún hyggist ekki grípa til frekari aðgerða að svo stöddu og engin augljós lausn liggi fyrir um hvernig megi laga stöðuna. „Það er ekki eins og það liggi fyrir einhver lagabálkur sem að við þurfum einfaldlega að lagfæra til þess síðan að það sé dæmt með öðrum hætti næst, heldur kunna hvers konar afskipti ráðherra af dómsvaldinu líka að hafa einhver áhrif,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Þess vegna segi ég, þessir dómarar eru lögmætt skipaðir og við erum einfaldlega að bíða eftir því að fá úr því skorið hvort að það verði fallist á beiðni okkar um endurskoðun.“ Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. Dómsmálaráðherra hyggist ekki grípa til neinna frekari aðgerða varðandi Landsrétt fyrr en fyrir liggur hvort fallist verði á endurskoðun. Um tveir mánuðir eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra og Alþingi hefðu ekki staðið rétt að skipan dómara við Landsrétt. Dómurinn leiddi til afsagnar Sigríðar Andersen og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tímabundið við sem dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur ekkert fyrir um það enn hver komi til með að taka við af Þórdísi né hvort það verði fyrir þinglok í vor. Sú umræða hafi enn ekki farið formlega fram innan þingflokksins. Ríkislögmaður leggur lokahönd á málskotsbeiðni Tæpur mánuður er síðan stjórnvöld ákváðu formlega að óska eftir endurskoðun yfirdeildar MDE. Beiðnin hefur hins vegar ekki enn verið send dómstólnum. Samkvæmt svörum frá ríkislögmanni er nú verið að leggja lokahönd á málskotsbeiðnina og stefnt að því að senda hana til Strasbourg í lok þessarar viku eða næstu. Þá getur tekið nokkrar vikur, jafnvel mánuði, að fá svar við því hvort fallist verði á endurskoðun hjá yfirdeild. Fjórir dómarar, sem skipaðir voru við réttinn en voru ekki meðal þeirra 15 sem sérstök hæfnisnefnd mat hæfasta, hafa síðan dómurinn féll ekki sinnt dómarastörfum við Landsrétt. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, innti eftir svörum ráðherra á Alþingi í dag. „Er ekki rétt að fara að sinna því ábyrgðarhlutverki sem þið hafið að hafa réttarkerfið á Íslandi starfhæft?“ spurði Helga Vala. Þórdís Kolbrún kvaðst ósammála því að réttarkerfið væri óstarfhæft. Hún hyggist ekki grípa til frekari aðgerða að svo stöddu og engin augljós lausn liggi fyrir um hvernig megi laga stöðuna. „Það er ekki eins og það liggi fyrir einhver lagabálkur sem að við þurfum einfaldlega að lagfæra til þess síðan að það sé dæmt með öðrum hætti næst, heldur kunna hvers konar afskipti ráðherra af dómsvaldinu líka að hafa einhver áhrif,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Þess vegna segi ég, þessir dómarar eru lögmætt skipaðir og við erum einfaldlega að bíða eftir því að fá úr því skorið hvort að það verði fallist á beiðni okkar um endurskoðun.“
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira