Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn.
Sindra er gefið að sök að hafa ítrekað stungið Elmar Sveinarsson, bæði í höfuð og búk, sparkað og slegið í hann. Auk áverka eftir stunguvopn hlaut Elmar tvö aðskilin höfuðkúpubrot.
Elmar krefst rúmra fimm milljóna í skaðabætur frá Sindra. Hann hlaut samtals tíu stungusár bæði í andlit og líkama, þar á meðal 7 til 8 sentimetra langan djúpan skurð sem skar í sundur munnvatnskirtil, kjálkavöðva að hluta og olli slagæðablæðingu. Elmar mun ávallt bera ör eftir árásina.
Í dómaframkvæmd er algeng refsing fyrir tilraun til manndráps fimm ára fangelsi.
