Byrjendamistök að tilkynna það snemma að ég væri að hætta Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. maí 2019 08:30 Jón Arnór lyftir Íslandsmeistarabikarnum. fréttablaðið Jón Arnór Stefánsson, einn af bestu körfuboltamönnum Íslands frá upphafi, var að vinna sinn fimmta titil með uppeldisfélaginu um helgina þegar KR tryggði sér sautjánda Íslandsmeistaratitilinn með 98-70 sigri á ÍR. Þetta var sjötti meistaratitill KR í röð og sá þriðji í röð hjá Jóni Arnóri sem kom aftur heim til Íslands árið 2016 eftir farsælan feril erlendis. KR átti erfitt uppdráttar í deildarkeppninni þar sem liðið lenti í fimmta sæti en í úrslitakeppninni sýndi það allar sínar bestu hliðar á leið sinni að meistaratitlinum. „Mér fannst við verða betri eftir því sem leið á úrslitakeppnina. Við vorum með bakið upp við vegg þrisvar í úrslitakeppninni, fórum í tvo erfiða útileiki í Breiðholtið eftir að hafa tapað heimaleikjunum, það var erfitt andlega. Þá fannst mér við stíga upp og við fundum gæðin og stemminguna í liðinu. Það var ekki sama orka og gæði í okkar spilamennsku í fyrstu tveimur leikjunum í DHL-höllinni og þeir áttu fyllilega skilið sigrana hérna en við sýndum kraftinn hérna í dag,“ sagði Jón Arnór og bætti við. „Það kom í ljós, sérstaklega í fjórða leikhluta hvað reynsla er dýrmæt á þessu stigi. Ég held að ekkert lið hefði stöðvað okkur í þessum ham.“ Jón Arnór gaf það út í upphafi tímabils að þetta yrði hans síðasta hér á Íslandi. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á árinu en segir að það hafi verið mistök að tilkynna það snemma að hann væri að hætta. „Það var ákveðið hugsunarleysi, í raun algjör byrjendamistök að tilkynna þetta svona,“ sagði hann hlæjandi og hélt áfram: „Ég á eftir að hugsa minn gang. Það er auðvitað erfitt að hætta, sérstaklega eftir titil. Ég tek mér tíma núna í að fagna þessu og sé svo til hvernig mér líður, bæði andlega og líkamlega. Ég er náttúrulega farinn að eldast og það er farið að hægjast á mér. Ég á erfitt með að sætta mig við það en ef ég næ því þá gæti vel verið að ég taki eitt ár í viðbót,“ sagði Jón sem jánkaði því að hann gæti farið að klæja í lófana í ágúst að halda áfram. „Mjög líklega, já. Þegar ég hugsa til þess hljómar það vel en það er margt sem þarf að huga að. Þetta er búið að vera langur tími frá fjölskyldunni, það er leiðinlegt að vera alltaf frá á æfingu á matartíma en þau fá örugglega leiða á mér þegar maður hættir þessu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Jón glaðbeittur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson, einn af bestu körfuboltamönnum Íslands frá upphafi, var að vinna sinn fimmta titil með uppeldisfélaginu um helgina þegar KR tryggði sér sautjánda Íslandsmeistaratitilinn með 98-70 sigri á ÍR. Þetta var sjötti meistaratitill KR í röð og sá þriðji í röð hjá Jóni Arnóri sem kom aftur heim til Íslands árið 2016 eftir farsælan feril erlendis. KR átti erfitt uppdráttar í deildarkeppninni þar sem liðið lenti í fimmta sæti en í úrslitakeppninni sýndi það allar sínar bestu hliðar á leið sinni að meistaratitlinum. „Mér fannst við verða betri eftir því sem leið á úrslitakeppnina. Við vorum með bakið upp við vegg þrisvar í úrslitakeppninni, fórum í tvo erfiða útileiki í Breiðholtið eftir að hafa tapað heimaleikjunum, það var erfitt andlega. Þá fannst mér við stíga upp og við fundum gæðin og stemminguna í liðinu. Það var ekki sama orka og gæði í okkar spilamennsku í fyrstu tveimur leikjunum í DHL-höllinni og þeir áttu fyllilega skilið sigrana hérna en við sýndum kraftinn hérna í dag,“ sagði Jón Arnór og bætti við. „Það kom í ljós, sérstaklega í fjórða leikhluta hvað reynsla er dýrmæt á þessu stigi. Ég held að ekkert lið hefði stöðvað okkur í þessum ham.“ Jón Arnór gaf það út í upphafi tímabils að þetta yrði hans síðasta hér á Íslandi. Hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrr á árinu en segir að það hafi verið mistök að tilkynna það snemma að hann væri að hætta. „Það var ákveðið hugsunarleysi, í raun algjör byrjendamistök að tilkynna þetta svona,“ sagði hann hlæjandi og hélt áfram: „Ég á eftir að hugsa minn gang. Það er auðvitað erfitt að hætta, sérstaklega eftir titil. Ég tek mér tíma núna í að fagna þessu og sé svo til hvernig mér líður, bæði andlega og líkamlega. Ég er náttúrulega farinn að eldast og það er farið að hægjast á mér. Ég á erfitt með að sætta mig við það en ef ég næ því þá gæti vel verið að ég taki eitt ár í viðbót,“ sagði Jón sem jánkaði því að hann gæti farið að klæja í lófana í ágúst að halda áfram. „Mjög líklega, já. Þegar ég hugsa til þess hljómar það vel en það er margt sem þarf að huga að. Þetta er búið að vera langur tími frá fjölskyldunni, það er leiðinlegt að vera alltaf frá á æfingu á matartíma en þau fá örugglega leiða á mér þegar maður hættir þessu. Við verðum bara að sjá til,“ sagði Jón glaðbeittur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira