Yfir 300 vettvangsheimsóknir vegna óskráðrar skammtímaleigu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. maí 2019 19:45 Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í júní í fyrra komust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi um eflingu eftirlits með heimagistingu og var lagt upp með átaksverkefni til eins árs. Það kostar rúmar 8.500 krónur að skrá heimagistingu en ekki má leigja út fasteignirnar lengur en í 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum á ári, en allt umfram það telst til atvinnustarfsemi sem um gilda aðrar reglur. Aukið eftirlit virðist hafa haft jákvæð áhrif á fjölda skráninga en frá því að átakið hófst hefur fjöldi skráðra heimagistinga nær tvöfaldast. Tiltölulega auðvelt er að skrá heimagistingu á netinu en miðað við ætlað framboð á heimagistingar samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar, virðist sem ennþá hafi þónokkur fjöldi ekki skráð heimagistingu líkt og þeim ber að gera.Yfir 1.300 skráningar á þessu ári Við lok árs 2017 voru skráðar heimagistingar 1.056, 2.022 árið 2018, og það sem af er þessa árs hefur sýslumaður staðfest 1.315 skráningar en ætla má að skráningum muni fjölga þegar líða tekur á árið. Frá því að átaksverkefnið hófst hafa starfsmenn Heimagistingarvaktar farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir og hefur 49 málum verið lokið með álagningu stjórnvaldssekta en sektir nema á bilinu tíu þúsund til einnar milljónar króna. Þá eru tugir mála til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með stjórnvaldssektum en heildarupphæð álagðra og fyrirhugaðra sekta nemur tæpum 84 milljónum. 59 mál hafa verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi og upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið áframsendar á skattrannsóknaryfirvöld. Útlagður kostnaður við átakið hefur numið 64 um milljónum króna en fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður við aukið eftirlit. Þá er ótalinn sá óbeini ávinningur sem einnig hlýst af auknum skattaskilum. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Starfsmenn Heimagistingarvaktar hjá sýslumanni hafa farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir í kjölfar ábendinga um óskráða skammtímaleigu síðan átaksverkefni hófst í fyrra. Sýslumaður áætlar að óskráðum og leyfislausum gististöðum hafi fækkað um meira en 30 prósent frá því að átakið hófst. Í júní í fyrra komust atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að samkomulagi um eflingu eftirlits með heimagistingu og var lagt upp með átaksverkefni til eins árs. Það kostar rúmar 8.500 krónur að skrá heimagistingu en ekki má leigja út fasteignirnar lengur en í 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum á ári, en allt umfram það telst til atvinnustarfsemi sem um gilda aðrar reglur. Aukið eftirlit virðist hafa haft jákvæð áhrif á fjölda skráninga en frá því að átakið hófst hefur fjöldi skráðra heimagistinga nær tvöfaldast. Tiltölulega auðvelt er að skrá heimagistingu á netinu en miðað við ætlað framboð á heimagistingar samkvæmt mælaborði ferðaþjónustunnar, virðist sem ennþá hafi þónokkur fjöldi ekki skráð heimagistingu líkt og þeim ber að gera.Yfir 1.300 skráningar á þessu ári Við lok árs 2017 voru skráðar heimagistingar 1.056, 2.022 árið 2018, og það sem af er þessa árs hefur sýslumaður staðfest 1.315 skráningar en ætla má að skráningum muni fjölga þegar líða tekur á árið. Frá því að átaksverkefnið hófst hafa starfsmenn Heimagistingarvaktar farið í yfir 300 vettvangsheimsóknir og hefur 49 málum verið lokið með álagningu stjórnvaldssekta en sektir nema á bilinu tíu þúsund til einnar milljónar króna. Þá eru tugir mála til meðferðar sem verður að óbreyttu lokið með stjórnvaldssektum en heildarupphæð álagðra og fyrirhugaðra sekta nemur tæpum 84 milljónum. 59 mál hafa verið áframsend á lögreglu vegna brota á rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi og upplýsingar um 420 fasteignir í eigu einstaklinga og lögaðila hafa verið áframsendar á skattrannsóknaryfirvöld. Útlagður kostnaður við átakið hefur numið 64 um milljónum króna en fjárhæðir stjórnvaldssekta og innheimt gjöld vegna fjölgunar á skráningum nema hærri fjárhæð en kostnaður við aukið eftirlit. Þá er ótalinn sá óbeini ávinningur sem einnig hlýst af auknum skattaskilum.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent