Segja að úrskurðurinn jafngildi mismunun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. maí 2019 08:00 Caster Semenya. AP/Mark Schiefelbein Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Hin 28 ára gamla Caster Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Hún segir að Alþjóðafrjálsíþróttsambandið hafi alltaf lagt ofurkapp á að taka hana fyrir. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku áfrýjaði málinu til CAS (Court of Arbitration for Sport) og í gær var niðurstaða hans gerð opinber.Athletics South Africa (ASA) says it is "reeling in shock" after Olympic 800m champion Caster Semenya lost a landmark case against athletics' governing body. More details ➡ https://t.co/vYNTY4yF5Mpic.twitter.com/ScjVLKqwZI — BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2019Úrskurðurinn þýðir að íþróttafólk með hátt testosterónmagn eins og Caster Semenya þurfa nú að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði sínu niðri, eða keppa í öðrum greinum. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að úrskurður þessi jafngildi mismunun. „Við teljum að þessi ákvörðun CAS sé skammarleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er gengið svo langt að segja að með dómnum hafi CAS opnað sárin frá aðskilnaðarstefnu kynþátta í Suður-Afríku en allt til ársins 1991 þá réðu hvítir yfir svörtum í landinu. Aðskilnaðarstefnan var fordæmd um allan heim en var samt við lýði til ársins 1991. „Við erum í miklu áfalli yfir því að háttvirð stofnun eins og CAS geti stutt svona mismunun án þess að depla auga. CAS lætur ekki aðeins mismununina viðgangast heldur réttlætir hana. Þetta grefur undan heilundum stofnunarinnar. Við erum afar vonsvikin og innilega hneyksluð,“ segir í yfirlýsingunni. Það að Caster Semenya megi taka þátt í spretthlaupum eða langhlaupum með sitt háa testosterónmagn en ekki millivegahlaupunum styður vissulega þau orð hennar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hafi tekið hana sérstaklega fyrir með þessari reglu. Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Forráðamenn Frjálsíþróttasambands Suður-Afríku segist vera í miklu áfalli eftir úrskurð Íþróttadómstólsins í gær. Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Hin 28 ára gamla Caster Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Hún segir að Alþjóðafrjálsíþróttsambandið hafi alltaf lagt ofurkapp á að taka hana fyrir. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku áfrýjaði málinu til CAS (Court of Arbitration for Sport) og í gær var niðurstaða hans gerð opinber.Athletics South Africa (ASA) says it is "reeling in shock" after Olympic 800m champion Caster Semenya lost a landmark case against athletics' governing body. More details ➡ https://t.co/vYNTY4yF5Mpic.twitter.com/ScjVLKqwZI — BBC Sport (@BBCSport) May 2, 2019Úrskurðurinn þýðir að íþróttafólk með hátt testosterónmagn eins og Caster Semenya þurfa nú að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði sínu niðri, eða keppa í öðrum greinum. Frjálsíþróttasamband Suður-Afríku sendi frá sér yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að úrskurður þessi jafngildi mismunun. „Við teljum að þessi ákvörðun CAS sé skammarleg,“ segir í yfirlýsingunni. Þar er gengið svo langt að segja að með dómnum hafi CAS opnað sárin frá aðskilnaðarstefnu kynþátta í Suður-Afríku en allt til ársins 1991 þá réðu hvítir yfir svörtum í landinu. Aðskilnaðarstefnan var fordæmd um allan heim en var samt við lýði til ársins 1991. „Við erum í miklu áfalli yfir því að háttvirð stofnun eins og CAS geti stutt svona mismunun án þess að depla auga. CAS lætur ekki aðeins mismununina viðgangast heldur réttlætir hana. Þetta grefur undan heilundum stofnunarinnar. Við erum afar vonsvikin og innilega hneyksluð,“ segir í yfirlýsingunni. Það að Caster Semenya megi taka þátt í spretthlaupum eða langhlaupum með sitt háa testosterónmagn en ekki millivegahlaupunum styður vissulega þau orð hennar að Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hafi tekið hana sérstaklega fyrir með þessari reglu.
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira