Skuld WOW við Isavia tvöfaldaðist á einum mánuði Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2019 06:10 Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars. Vísir/vilhelm Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. Stjórn Isavia veitti forstjóra þess heimild til tveggja milljarða lántöku í upphafi sama mánaðar. Viskiptablaðið greinir frá því í dag að WOW hafi fengið að safna skuld við Isavia „í ljósi vissu um að félagið hefði haldrétt í vél sem WOW hafði á leigu.“ Umfjöllun blaðsins byggir á fundargerðum Isavia, þar sem meðal annars kemur fram að greiðsluáætlun vegna vanskila WOW hafi legið fyrir í lok september á síðasta ári. Hún sýndi fram á að skuldir WOW námu rúmum 500 milljónum króna í júni árið 2018 og höfðu tvöfaldast mánuði síðar. „Af því má ráð að staða WOW hafi verið orðin nokkuð þung áður en skuldabréfaútboð félagsins hófst,“ segir í Viðskiptablaðinu, en WOW safnaði 60 milljónum evra í umræddu útboði. Áætlunin kvað á um að fyrsta greiðslan yrði framkvæmd þann 1. nóvember 2018 og sú síðasta ári síðar. Fyrstu sjö mánuðina skyldi WOW greiða 30 milljónir mánaðarlega, auk vaxta, en frá og með júní 2019 myndi mánaðargreiðslan nema 145 milljónum. Ársvextir voru 9 prósent. Í Viðskiptablaðinu segir jafnframt að á stjórnarfundi ISAVIA, mánuði áður en greint var frá fyrrnefndu útboði WOW, hafi verið samþykkt heimild til að taka tveggja milljarða króna „rekstrarlánalínu og/eða yfirdráttarlán." Tilefni lántökunnar er hins vegar ekki tilgreind í fundargerðinni. Haft er eftir Oddi Ástráðssyni, lögmanni leigusala WOW, að hann telji mögulegt að heimfæra fyrirgreiðslu stjórnenda Isavia til WOW undir umboðssvik. Isavia hafi farið langt út fyrir umboð sitt með endurgreiðslusamkomulagi sínu við WOW. Tjón Air Lease Corporation (ALC) af kyrrsetningu Isavia á vél WOW í eigu ALC nemi tugum milljóna á mánuði. Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15 Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30 Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Flugfélagið WOW Air skuldaði Isavia rúman milljarð króna í lok júlí á síðasta ári. Stjórn Isavia veitti forstjóra þess heimild til tveggja milljarða lántöku í upphafi sama mánaðar. Viskiptablaðið greinir frá því í dag að WOW hafi fengið að safna skuld við Isavia „í ljósi vissu um að félagið hefði haldrétt í vél sem WOW hafði á leigu.“ Umfjöllun blaðsins byggir á fundargerðum Isavia, þar sem meðal annars kemur fram að greiðsluáætlun vegna vanskila WOW hafi legið fyrir í lok september á síðasta ári. Hún sýndi fram á að skuldir WOW námu rúmum 500 milljónum króna í júni árið 2018 og höfðu tvöfaldast mánuði síðar. „Af því má ráð að staða WOW hafi verið orðin nokkuð þung áður en skuldabréfaútboð félagsins hófst,“ segir í Viðskiptablaðinu, en WOW safnaði 60 milljónum evra í umræddu útboði. Áætlunin kvað á um að fyrsta greiðslan yrði framkvæmd þann 1. nóvember 2018 og sú síðasta ári síðar. Fyrstu sjö mánuðina skyldi WOW greiða 30 milljónir mánaðarlega, auk vaxta, en frá og með júní 2019 myndi mánaðargreiðslan nema 145 milljónum. Ársvextir voru 9 prósent. Í Viðskiptablaðinu segir jafnframt að á stjórnarfundi ISAVIA, mánuði áður en greint var frá fyrrnefndu útboði WOW, hafi verið samþykkt heimild til að taka tveggja milljarða króna „rekstrarlánalínu og/eða yfirdráttarlán." Tilefni lántökunnar er hins vegar ekki tilgreind í fundargerðinni. Haft er eftir Oddi Ástráðssyni, lögmanni leigusala WOW, að hann telji mögulegt að heimfæra fyrirgreiðslu stjórnenda Isavia til WOW undir umboðssvik. Isavia hafi farið langt út fyrir umboð sitt með endurgreiðslusamkomulagi sínu við WOW. Tjón Air Lease Corporation (ALC) af kyrrsetningu Isavia á vél WOW í eigu ALC nemi tugum milljóna á mánuði.
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15 Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30 Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslenskum félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrrsetningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. 1. maí 2019 07:15
Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. 1. maí 2019 12:30
Hneykslaðir á fordæmalausum sérsamningi WOW air við Isavia Air Lease Corporation (ALC) segir að forsvarsmenn WOW air hafi samþykkt að afhenda Airbus farþegaþotu í apríl áður en til gjaldþrots íslenska flugfélagsins kom. 26. apríl 2019 15:23