„Þurfum að vernda leikmennina framar öllu en læknateymið fylgdi reglum“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2019 15:00 Vertonghen fékk slæmt höfuðhögg eftir um hálftíma leik vísir/getty Læknateymi Tottenham hefur fengið yfir sig nokkurn hita fyrir það að leyfa Jan Vertonghen að halda áfram leik fyrir Tottenham gegn Ajax í gærkvöld eftir höfuðmeiðs. Vertonghen fékk fast högg á höfuðið svo fossblæddi úr eftir um hálftíma leik í Lundúnum í gær. Eftir aðhlynningu fékk varnarmaðurinn að fara aftur inn á völlinn en þurfti skömmu síðar að víkja og var greinilega ekki í ástandi til þess að klára leikinn. Pochettino sagði Vertonghen hafa staðist heilahringsprófið sem læknirinn tók á honum, en varnarmaðurinn fann svo strax og hann fór inn á aftur að hann var ekki í lagi. „Læknirinn tók þessa ákvörðun. Reglurnar í kringum þetta eru mjög mikilvægar og hann fylgdi þeim,“ sagði Pochettino eftir leikinn. „Núna er Vertonghen í lagi, hann labbaði í burtu, en við þurfum að hafa augu með honum. Við þurfum að vernda leikmennina framar öllu en læknateymið fylgdi reglum og ákvað að hann væri í lagi.“ Góðgerðarsamtökin Headway, sem sérhæfasig í heilameiðslum, vilja leggja til tímabundnar skiptingar vegna höfuðmeiðsla til þess að geta metið alvarleika þeirra betur þar sem pressan á læknateymum félaga sé gríðarleg, sérstaklega í leikjum eins mikilvægum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikmannasamtökin FIFPro hafa tekið undir það og benda til NFL þar sem leikmaður getur verið tekinn út af í 10 til 15 mínútur til þess að meta ástandið betur. Þá hafa leikmannasamtök Evrópu lagt til að læknarnir séu óháðir, en ekki tengdir félögunum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira
Læknateymi Tottenham hefur fengið yfir sig nokkurn hita fyrir það að leyfa Jan Vertonghen að halda áfram leik fyrir Tottenham gegn Ajax í gærkvöld eftir höfuðmeiðs. Vertonghen fékk fast högg á höfuðið svo fossblæddi úr eftir um hálftíma leik í Lundúnum í gær. Eftir aðhlynningu fékk varnarmaðurinn að fara aftur inn á völlinn en þurfti skömmu síðar að víkja og var greinilega ekki í ástandi til þess að klára leikinn. Pochettino sagði Vertonghen hafa staðist heilahringsprófið sem læknirinn tók á honum, en varnarmaðurinn fann svo strax og hann fór inn á aftur að hann var ekki í lagi. „Læknirinn tók þessa ákvörðun. Reglurnar í kringum þetta eru mjög mikilvægar og hann fylgdi þeim,“ sagði Pochettino eftir leikinn. „Núna er Vertonghen í lagi, hann labbaði í burtu, en við þurfum að hafa augu með honum. Við þurfum að vernda leikmennina framar öllu en læknateymið fylgdi reglum og ákvað að hann væri í lagi.“ Góðgerðarsamtökin Headway, sem sérhæfasig í heilameiðslum, vilja leggja til tímabundnar skiptingar vegna höfuðmeiðsla til þess að geta metið alvarleika þeirra betur þar sem pressan á læknateymum félaga sé gríðarleg, sérstaklega í leikjum eins mikilvægum og undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Leikmannasamtökin FIFPro hafa tekið undir það og benda til NFL þar sem leikmaður getur verið tekinn út af í 10 til 15 mínútur til þess að meta ástandið betur. Þá hafa leikmannasamtök Evrópu lagt til að læknarnir séu óháðir, en ekki tengdir félögunum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Sjá meira