Fangelsin kaupa tóbak fyrir milljónir Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. maí 2019 07:30 Verslunin Rimlakjör hefur verið starfrækt lengi á Litla-Hrauni. Þar eru föngum útvegaðar sígarettur. Fréttablaðið/Anton Brink Fangelsismálastofnun kaupir í hverjum mánuði töluvert magn af tóbaki af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) sem stofnunin svo selur föngum á kostnaðarverði. Fangelsismálastjóri segir verslanir fangelsanna ekki reknar í ágóðaskyni. Stofnunin kaupir tóbak fyrir mörg hundruð þúsunda í hverjum mánuði. Rafrettur verða þó sífellt vinsælli meðal fanga. „Við rekum verslanir í fangelsunum þar sem vistmenn geta keypt ýmsan varning sem áhugi er fyrir. Sígarettur eru vinsælar þó að verulega hafi dregið úr reykingum hefðbundinna sígaretta eftir að rafsígarettur komu á markað,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um reikning sem birtist á vef Opinna reikninga á dögunum. Reikningurinn var fyrir „áfengi og tóbaki“ og hljóðaði upp á 790 þúsund krónur. Páll segir stofnunina að sjálfsögðu ekki kaupa áfengi fyrir fanga eða starfsmenn. Aðeins tóbak upp í pantanir fanga. Þegar viðskipti Fangelsismálastofnunar við ÁTVR eru skoðuð aftur í tímann á vef Opinna reikninga má sjá að stofnunin kaupir nokkurt magn tóbaks mánaðarlega. Það sem af er þessu ári hefur til að mynda verið keypt tóbak fyrir alls tæpar 3,7 milljónir króna. En aðspurður segir Páll þó stofnunina engar tekjur hafa af sölunni. „Verslanir fangelsanna eru ekki reknar með ágóða. Við reynum að eiga til það sem skjólstæðingar okkar óska eftir hverju sinni og það er breytilegt frá einum tíma til annars,“ segir Páll og því ljóst að sígaretturnar eru seldar á kostnaðarverði. Verslanir sem þessar eru reknar í fangelsunum á Sogni og Litla-Hrauni en í síðarnefnda fangelsinu er rekin hin þekkta verslun Rimlakjör. Þar er aðgengi að hinum helstu nauðsynjavörum ásamt mat en þar starfa jafnan tveir fangar ásamt starfsmanni fangelsisins.vísir/anton brink Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Fangelsismálastofnun kaupir í hverjum mánuði töluvert magn af tóbaki af Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) sem stofnunin svo selur föngum á kostnaðarverði. Fangelsismálastjóri segir verslanir fangelsanna ekki reknar í ágóðaskyni. Stofnunin kaupir tóbak fyrir mörg hundruð þúsunda í hverjum mánuði. Rafrettur verða þó sífellt vinsælli meðal fanga. „Við rekum verslanir í fangelsunum þar sem vistmenn geta keypt ýmsan varning sem áhugi er fyrir. Sígarettur eru vinsælar þó að verulega hafi dregið úr reykingum hefðbundinna sígaretta eftir að rafsígarettur komu á markað,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins um reikning sem birtist á vef Opinna reikninga á dögunum. Reikningurinn var fyrir „áfengi og tóbaki“ og hljóðaði upp á 790 þúsund krónur. Páll segir stofnunina að sjálfsögðu ekki kaupa áfengi fyrir fanga eða starfsmenn. Aðeins tóbak upp í pantanir fanga. Þegar viðskipti Fangelsismálastofnunar við ÁTVR eru skoðuð aftur í tímann á vef Opinna reikninga má sjá að stofnunin kaupir nokkurt magn tóbaks mánaðarlega. Það sem af er þessu ári hefur til að mynda verið keypt tóbak fyrir alls tæpar 3,7 milljónir króna. En aðspurður segir Páll þó stofnunina engar tekjur hafa af sölunni. „Verslanir fangelsanna eru ekki reknar með ágóða. Við reynum að eiga til það sem skjólstæðingar okkar óska eftir hverju sinni og það er breytilegt frá einum tíma til annars,“ segir Páll og því ljóst að sígaretturnar eru seldar á kostnaðarverði. Verslanir sem þessar eru reknar í fangelsunum á Sogni og Litla-Hrauni en í síðarnefnda fangelsinu er rekin hin þekkta verslun Rimlakjör. Þar er aðgengi að hinum helstu nauðsynjavörum ásamt mat en þar starfa jafnan tveir fangar ásamt starfsmanni fangelsisins.vísir/anton brink
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira