Sparkað í heimilislausa Benedikt Bóas skrifar 18. maí 2019 15:00 Góðgerðarleikur, Eurovision 2019. Allir samankomnir eftir leik með bros á vör og góða skapið að vopni. Settur var upp góðgerðarleikur milli heimsmeistaraliðs heimilislausra í Ísrael og íslenskra fjölmiðlamanna. Fréttablaðið og Svikamylla mættu fyrir hönd Íslands og tóku hlutverkið alvarlega. Felix Bergsson, fararstjóri hópsins, var tengiliður við leikinn og boðaði menn og konur til leiks. Ekki voru allir klárir að koma en Fréttablaðið og Svikamylla mættu til leiks. Morgunblaðið, RÚV og Vísir boðuðu forföll af mismunandi ástæðum. Orri Dror, Íslandsvinur með meiru, boðaði til leiksins og hélt einnig íslenskt partí í leiðinni. Sá kann nokkur orð í íslensku en hann og eiginkona hans, Yaël Bar Cohen, giftu sig heima á Fróni. Í liði Íslands var einnig Ori Garmizo sem lék körfubolta með Haukum í vetur. Sýndi hann nokkuð lipra takta. Íslenska liðið var ekki mætt til að vera með eitthvert grínatriði. Keyrt var á pressu og áttu heimilislausir engin svör við sóknarleik íslenska liðsins. Varnarleikurinn var einnig sterkur og ekkert gefið eftir. Meira að segja fór einn heimilislaus lóðbeint í malbikið eftir tæklingu. Lá hann óvígur eftir en stóð svo upp aftur með bros á vör. Það er einstakt við ísraelska þjóð – hvort sem það eru almennir borgarar, lögreglumenn eða heimilislausir, að allir eru með bros á vör. Jafnvel þótt þeir séu að tapa stórt í fótboltaleik og íslenskur brimbrjótur sé búinn að strauja þá. Brosið er alltaf til staðar. Leiknir voru tveir leikir í Cherner House sem er í gamla hverfinu í Jaffa. Var leikurinn liður í undirbúningi liðsins fyrir Heimsmeistaramót heimilislausra. Jordi Cruyff, sem spilaði eitt sinn með Barcelona og Manchester United og þjálfaði lengi Maccabi Tel Aviv, byggði Cherner House og þarna koma arabar, gyðingar og heimilislausir saman að spila fótbolta. Þjálfari liðsins er fyrrverandi markvörður ísraelska landsliðsins og þótt lið hans hafi barist hetjulega þá höfðu þeir ekki roð við íslensku víkingunum. Þegar leikurinn var flautaður af var íslenska liðið krýnt sigurvegari en heimilislausu drengirnir vonuðust eftir því að koma einhvern tímann til Íslands. Íslensku fjölmiðlamennirnir vonast einnig til að hitta sína nýju vini sem fyrst aftur. Eurovision Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Settur var upp góðgerðarleikur milli heimsmeistaraliðs heimilislausra í Ísrael og íslenskra fjölmiðlamanna. Fréttablaðið og Svikamylla mættu fyrir hönd Íslands og tóku hlutverkið alvarlega. Felix Bergsson, fararstjóri hópsins, var tengiliður við leikinn og boðaði menn og konur til leiks. Ekki voru allir klárir að koma en Fréttablaðið og Svikamylla mættu til leiks. Morgunblaðið, RÚV og Vísir boðuðu forföll af mismunandi ástæðum. Orri Dror, Íslandsvinur með meiru, boðaði til leiksins og hélt einnig íslenskt partí í leiðinni. Sá kann nokkur orð í íslensku en hann og eiginkona hans, Yaël Bar Cohen, giftu sig heima á Fróni. Í liði Íslands var einnig Ori Garmizo sem lék körfubolta með Haukum í vetur. Sýndi hann nokkuð lipra takta. Íslenska liðið var ekki mætt til að vera með eitthvert grínatriði. Keyrt var á pressu og áttu heimilislausir engin svör við sóknarleik íslenska liðsins. Varnarleikurinn var einnig sterkur og ekkert gefið eftir. Meira að segja fór einn heimilislaus lóðbeint í malbikið eftir tæklingu. Lá hann óvígur eftir en stóð svo upp aftur með bros á vör. Það er einstakt við ísraelska þjóð – hvort sem það eru almennir borgarar, lögreglumenn eða heimilislausir, að allir eru með bros á vör. Jafnvel þótt þeir séu að tapa stórt í fótboltaleik og íslenskur brimbrjótur sé búinn að strauja þá. Brosið er alltaf til staðar. Leiknir voru tveir leikir í Cherner House sem er í gamla hverfinu í Jaffa. Var leikurinn liður í undirbúningi liðsins fyrir Heimsmeistaramót heimilislausra. Jordi Cruyff, sem spilaði eitt sinn með Barcelona og Manchester United og þjálfaði lengi Maccabi Tel Aviv, byggði Cherner House og þarna koma arabar, gyðingar og heimilislausir saman að spila fótbolta. Þjálfari liðsins er fyrrverandi markvörður ísraelska landsliðsins og þótt lið hans hafi barist hetjulega þá höfðu þeir ekki roð við íslensku víkingunum. Þegar leikurinn var flautaður af var íslenska liðið krýnt sigurvegari en heimilislausu drengirnir vonuðust eftir því að koma einhvern tímann til Íslands. Íslensku fjölmiðlamennirnir vonast einnig til að hitta sína nýju vini sem fyrst aftur.
Eurovision Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira