Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, mun á næstunni færa sig til innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur.
Í tilkynningu frá Veitum segir að Inga Dóra muni taka við nýju hlutverki á vettvangi móðurfélagsins samhliða því að fara í frekara nám.
„Inga Dóra hefur tilkynnt stjórn Veitna ákvörðun sína og hefur verið ákveðið að auglýsa starf framkvæmdastjóra á næstunni. Að ósk stjórnarinnar mun Inga Dóra gegna starfi framkvæmdastjóra áfram um sinn.
Inga Dóra hóf störf hjá Hitaveitu Reykjavíkur 1996 og var ráðin framkvæmdastjóri Veitna við stofnun fyrirtækisins árið 2014,“ segir í tilkynningunni.

