Skuldirnar greiddar í tæka tíð Hjörvar Ólafsson skrifar 17. maí 2019 18:15 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, ákvað að beita þrjú félög þeim agaviðurlögum á síðasta ársþingi sambandsins að félögin fengu ekki atkvæðisrétt á ársþingi sambandsins sem haldið var í mars síðastliðnum. Eftir það spruttu upp umræður um fjárhagsstöðu körfuboltadeilda í landinu og það hvort rekstur deildanna væri öfugu megin við núllið. Þá hafa stuðningsmenn félaga lifað í ótta um það að félög muni ekki getað teflt fram liðum í meistaraflokki eða yngri flokkum næsta vetur. KKÍ er heimilt að beita félög þeim viðurlögum að neita þeim um keppnisleyfi standi þau ekki skil á greiðslum til sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þessi staða sé ekki ný af nálinni, skuldastaða félaganna sé ekki verri en áður og sambandið hafi áður þurft að beita félög sams konar viðurlögum og gert var í mars. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að þau félög sem voru beitt þessum agaviðurlögum muni ekki geta greitt skuld sína í tæka tíð. „Það er ekkert nýtt í sögu sambandsins að félög skuldi viðlíka upphæðir og eru útistandandi þessa stundina. Þau þrjú félög sem fengu ekki atkvæðisrétt á ársþinginu í mars eru ekki þau einu sem skulda sambandinu. Við höfum verið í góðu sambandi við þau félög sem skulda okkur og ég hef engar áhyggjur af því að nokkurt félag verði útilokað frá keppni á næsta keppnistímabili vegna skulda sinna,“ segir formaðurinn. „Þessar skuldir eru til komnar vegna dómarakostnaðar og félagaskiptagjalda. Sambandið er ekki í þeirri stöðu að geta lækkað þessi gjöld miðað við fjárhagsstöðuna eins og hún er í dag en vonandi breytist það í framtíðinni. Við höfum hins vegar komið til móts við félögin með því að fjölga gjalddögum og nú er til að mynda heimilt að skipta greiðslum vegna félagaskiptagjalds erlendra leikmanna, sem er 150.000 krónur, í þrennt,“ segir Hannes enn fremur. „Það kostar félag 250.000 krónur að senda lið til leiks í meistaraflokki og mér finnst það ekki ósanngjörn upphæð og það stendur ekki til að lækka hana. KKÍ þarf að standa straum af ýmsum kostnaði við mótahald og rekstur sambandsins er ekki svo burðugur að mögulegt sé að lækka það gjald,“ segir formaðurinn um rekstrarstöðu sambandsins. „Ég hef meiri áhyggjur af rekstrarstöðu körfuboltadeilda almennt en þeim skuldum sem eru útistandandi núna. Það er mikil krafa hjá félögum að lið nái árangri og það kostar sitt að vera með lið í meistaraflokki sem er samkeppnishæft. Á sama tíma verður erfiðara og erfiðara að ná í samstarfsaðila til þess að styrkja starfið, ég hef fundið það sjálfur á eigin skinni sem formaður sambandsins,“ segir hann um fjárhagsstöðu félaganna. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, ákvað að beita þrjú félög þeim agaviðurlögum á síðasta ársþingi sambandsins að félögin fengu ekki atkvæðisrétt á ársþingi sambandsins sem haldið var í mars síðastliðnum. Eftir það spruttu upp umræður um fjárhagsstöðu körfuboltadeilda í landinu og það hvort rekstur deildanna væri öfugu megin við núllið. Þá hafa stuðningsmenn félaga lifað í ótta um það að félög muni ekki getað teflt fram liðum í meistaraflokki eða yngri flokkum næsta vetur. KKÍ er heimilt að beita félög þeim viðurlögum að neita þeim um keppnisleyfi standi þau ekki skil á greiðslum til sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þessi staða sé ekki ný af nálinni, skuldastaða félaganna sé ekki verri en áður og sambandið hafi áður þurft að beita félög sams konar viðurlögum og gert var í mars. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að þau félög sem voru beitt þessum agaviðurlögum muni ekki geta greitt skuld sína í tæka tíð. „Það er ekkert nýtt í sögu sambandsins að félög skuldi viðlíka upphæðir og eru útistandandi þessa stundina. Þau þrjú félög sem fengu ekki atkvæðisrétt á ársþinginu í mars eru ekki þau einu sem skulda sambandinu. Við höfum verið í góðu sambandi við þau félög sem skulda okkur og ég hef engar áhyggjur af því að nokkurt félag verði útilokað frá keppni á næsta keppnistímabili vegna skulda sinna,“ segir formaðurinn. „Þessar skuldir eru til komnar vegna dómarakostnaðar og félagaskiptagjalda. Sambandið er ekki í þeirri stöðu að geta lækkað þessi gjöld miðað við fjárhagsstöðuna eins og hún er í dag en vonandi breytist það í framtíðinni. Við höfum hins vegar komið til móts við félögin með því að fjölga gjalddögum og nú er til að mynda heimilt að skipta greiðslum vegna félagaskiptagjalds erlendra leikmanna, sem er 150.000 krónur, í þrennt,“ segir Hannes enn fremur. „Það kostar félag 250.000 krónur að senda lið til leiks í meistaraflokki og mér finnst það ekki ósanngjörn upphæð og það stendur ekki til að lækka hana. KKÍ þarf að standa straum af ýmsum kostnaði við mótahald og rekstur sambandsins er ekki svo burðugur að mögulegt sé að lækka það gjald,“ segir formaðurinn um rekstrarstöðu sambandsins. „Ég hef meiri áhyggjur af rekstrarstöðu körfuboltadeilda almennt en þeim skuldum sem eru útistandandi núna. Það er mikil krafa hjá félögum að lið nái árangri og það kostar sitt að vera með lið í meistaraflokki sem er samkeppnishæft. Á sama tíma verður erfiðara og erfiðara að ná í samstarfsaðila til þess að styrkja starfið, ég hef fundið það sjálfur á eigin skinni sem formaður sambandsins,“ segir hann um fjárhagsstöðu félaganna.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira