„Kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. maí 2019 11:47 Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. Vísir/Valgarður Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. Þetta segir Rakel Garðarsdóttir, sem er í forsvari fyrir samtökin Vakandi, sem var gestur í útvarpsþættinum Bítið í morgun. Loftslagsbreytingar eru ungu fólki mikið áhyggjuefni en ungt fólk um allan heim hefur tekið þátt í hinum svokölluðu skólaverkföllum sem hafa farið fram síðustu föstudaga. Kannanir sýna að loftslagsmál eru efst á lista yfir þau mál sem valda ungu fólki miklum áhyggjum og kvíða. „Sem er reyndar hræðilegt,“ segir Rakel. Í fyrirlestrum um umhverfismál fyrir ungt fólk segist hún oft fjalla um loftslagskvíða ungmenna. Hún segir að það skjóti skökku við að velta vandamálinu yfir á krakka. Á sama tíma segist hún fagna því að ungt fólk sé upplýst um málið. „Eins og Greta Thunberg, sem er sænsk, 16 ára og tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels. Hún er frábær og þetta er allt gott og blessað en það er einmitt að koma þessi kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað. Mér finnst frekar bara að við, sem erum eldri, við berum ábyrgð á þeim og við berum ábyrgð á að leysa þetta fyrir þau. Það er auðvitað sjálfsagt að þau séu upplýst um þetta en ekki að þau haldi að það sé annað hvort að koma heimsendir eða að þau þurfi að redda málunum fyrir okkur hin. Það er ekki hægt,“ segir Rakel.Auðveldast að hætta að henda mat Rakel segir að það sé ennþá von og enn hægt að snúa við þróuninni en til þess þyrftum við öll að taka höndum saman. „Það þarf heldur ekkert að vera svo rosalega flókið að taka fyrstu skrefin.“ Það sé mjög auðvelt að láta til sín taka í baráttunni gegn matarsóun en 8% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi kemur frá matarsóun. Hún segir að það sé með því auðveldasta sem hægt sé að gera fyrir umhverfið en viðurkennir að það geti verið flóknara að skipta um orku og draga úr flugi. „Að hætta að henda mat er það auðveldasta sem við getum gert og þess vegna er eiginlega fáránlegt að við séum ennþá að henda mat“. Rakel sér fyrir sér að framlag Íslands til umhverfismála í heiminum sé að vera öðrum löndum fyrirmynd. Það hefði smitandi áhrif ef Ísland myndi taka afdráttarlausar ákvarðanir á sviði umhverfis-og loftslagsmála, til dæmis væri hægt að leggja bann við pálmaolíu á Íslandi.Sir David Attenborough lætur til sín taka í baráttunni við lofslagsbreytingar.Getty/Samir Hussein„Ímyndið ykkur ef David Attenborough væri forsætisráðherra“ Rakel segir að það sé mikilvægt að ríki heims kjósi sér góða leiðtoga sem með hegðun sinni setji gott fordæmi. Það sé ekki til eftirbreytni þegar leiðtogar beini þeim tilmælum til almennings að flokka, hætta að nota plast og nota umhverfisvænni ferðamáta ef þeir sjálfir séu í sífellu að fljúga á milli heimshluta og sumir jafnvel á einkaþotum. „Það er eins og með ráðstefnur og fyrirlestra og svona og maður spyr sig, nú er árið 2019, er ekki hægt að taka eitthvað af þessum fundum á skype? Ég skil alveg að fólk þurfi stundum að hittast og ég skil alveg að við búum á eyju og þurfum stundum að fara í frí en það þarf kannski ekki að fara tíu sinnum á ári á einhverjar ráðstefnur,“ segir Rakel sem bendir á að leiðtoginn sem fer í ótal flugferðir sendi ekki nógu góð skilaboð til samfélagsins. „Ímyndið ykkur ef David Attenborough væri forsætisráðherra. Fólk lítur upp til hans, það metur hann og ekki mætir hann á einkaþotu.“ Hún segir að leiðtogahlutverk foreldra skipti líka miklu máli. Þeir þurfi að ganga á undan með góðu fordæmi. „Það er rangt að kenna unglingi að fara betur með umhverfið sitt og svo er hann sóttur á einhverjum bensín eða díselbíl og enginn flokkar rusl heima og matnum hent ofan í ruslið.“ Bítið Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Ég hitti svo marga krakka sem eru skíthræddir“ Sævar Helgi Bragason segir að eldri kynslóðir hafi fundið fyrir sambærilegum kvíða og lofstalagskvíða en þá í tengslum við kjarnorkuvána á tímum Kalda stríðsins. 7. maí 2019 11:48 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Þrátt fyrir að það sé jákvætt að börn og ungmenni séu upplýst um loftslagsmál er það engin lausn að börn séu haldin loftslagskvíða og upplifi andvökunætur. Þetta segir Rakel Garðarsdóttir, sem er í forsvari fyrir samtökin Vakandi, sem var gestur í útvarpsþættinum Bítið í morgun. Loftslagsbreytingar eru ungu fólki mikið áhyggjuefni en ungt fólk um allan heim hefur tekið þátt í hinum svokölluðu skólaverkföllum sem hafa farið fram síðustu föstudaga. Kannanir sýna að loftslagsmál eru efst á lista yfir þau mál sem valda ungu fólki miklum áhyggjum og kvíða. „Sem er reyndar hræðilegt,“ segir Rakel. Í fyrirlestrum um umhverfismál fyrir ungt fólk segist hún oft fjalla um loftslagskvíða ungmenna. Hún segir að það skjóti skökku við að velta vandamálinu yfir á krakka. Á sama tíma segist hún fagna því að ungt fólk sé upplýst um málið. „Eins og Greta Thunberg, sem er sænsk, 16 ára og tilnefnd til Friðarverðlauna Nóbels. Hún er frábær og þetta er allt gott og blessað en það er einmitt að koma þessi kvíði hjá krökkum út af einhverju sem við höfum skapað. Mér finnst frekar bara að við, sem erum eldri, við berum ábyrgð á þeim og við berum ábyrgð á að leysa þetta fyrir þau. Það er auðvitað sjálfsagt að þau séu upplýst um þetta en ekki að þau haldi að það sé annað hvort að koma heimsendir eða að þau þurfi að redda málunum fyrir okkur hin. Það er ekki hægt,“ segir Rakel.Auðveldast að hætta að henda mat Rakel segir að það sé ennþá von og enn hægt að snúa við þróuninni en til þess þyrftum við öll að taka höndum saman. „Það þarf heldur ekkert að vera svo rosalega flókið að taka fyrstu skrefin.“ Það sé mjög auðvelt að láta til sín taka í baráttunni gegn matarsóun en 8% af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi kemur frá matarsóun. Hún segir að það sé með því auðveldasta sem hægt sé að gera fyrir umhverfið en viðurkennir að það geti verið flóknara að skipta um orku og draga úr flugi. „Að hætta að henda mat er það auðveldasta sem við getum gert og þess vegna er eiginlega fáránlegt að við séum ennþá að henda mat“. Rakel sér fyrir sér að framlag Íslands til umhverfismála í heiminum sé að vera öðrum löndum fyrirmynd. Það hefði smitandi áhrif ef Ísland myndi taka afdráttarlausar ákvarðanir á sviði umhverfis-og loftslagsmála, til dæmis væri hægt að leggja bann við pálmaolíu á Íslandi.Sir David Attenborough lætur til sín taka í baráttunni við lofslagsbreytingar.Getty/Samir Hussein„Ímyndið ykkur ef David Attenborough væri forsætisráðherra“ Rakel segir að það sé mikilvægt að ríki heims kjósi sér góða leiðtoga sem með hegðun sinni setji gott fordæmi. Það sé ekki til eftirbreytni þegar leiðtogar beini þeim tilmælum til almennings að flokka, hætta að nota plast og nota umhverfisvænni ferðamáta ef þeir sjálfir séu í sífellu að fljúga á milli heimshluta og sumir jafnvel á einkaþotum. „Það er eins og með ráðstefnur og fyrirlestra og svona og maður spyr sig, nú er árið 2019, er ekki hægt að taka eitthvað af þessum fundum á skype? Ég skil alveg að fólk þurfi stundum að hittast og ég skil alveg að við búum á eyju og þurfum stundum að fara í frí en það þarf kannski ekki að fara tíu sinnum á ári á einhverjar ráðstefnur,“ segir Rakel sem bendir á að leiðtoginn sem fer í ótal flugferðir sendi ekki nógu góð skilaboð til samfélagsins. „Ímyndið ykkur ef David Attenborough væri forsætisráðherra. Fólk lítur upp til hans, það metur hann og ekki mætir hann á einkaþotu.“ Hún segir að leiðtogahlutverk foreldra skipti líka miklu máli. Þeir þurfi að ganga á undan með góðu fordæmi. „Það er rangt að kenna unglingi að fara betur með umhverfið sitt og svo er hann sóttur á einhverjum bensín eða díselbíl og enginn flokkar rusl heima og matnum hent ofan í ruslið.“
Bítið Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir „Ég hitti svo marga krakka sem eru skíthræddir“ Sævar Helgi Bragason segir að eldri kynslóðir hafi fundið fyrir sambærilegum kvíða og lofstalagskvíða en þá í tengslum við kjarnorkuvána á tímum Kalda stríðsins. 7. maí 2019 11:48 Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Ég hitti svo marga krakka sem eru skíthræddir“ Sævar Helgi Bragason segir að eldri kynslóðir hafi fundið fyrir sambærilegum kvíða og lofstalagskvíða en þá í tengslum við kjarnorkuvána á tímum Kalda stríðsins. 7. maí 2019 11:48
Hrósar ungu fólki fyrir að skrópa í skólanum Rúmlega ein milljón hefur slegist í hópinn frá því Thunberg settist á tröppurnar. 15. mars efndu ungmenni til loftslagsmótmæla á 2000 mismunandi stöðum í 125 ríkjum. Hvort heldur sem er í Nýja Sjálandi eða Suður-Kóreu, Indlandi eða Íslandi. 8. apríl 2019 16:45
Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30